Buðu vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði 28. júní 2017 09:00 David Beckham var í stóru hlutverki þegar England vildi fá að halda HM 2018. Vísir/Getty Fyrrum stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins viðurkennir að það hafi verið ákveðin mútuboð að bjóða vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði. Þetta kom fram í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu sem hefur nú verið birt í heild sinni. Michael Garcia var fenginn til að rannsaka hvort að spilling hafi ráðið því hvaða lönd fengu HM 2018 og HM 2022. Rússland og Katar verða gestgjafar keppnanna eins og alkunna er en England sóttist einnig eftir því að halda HM 2018. Geoff Thompson, fyrrum stjórnarformaður enska sambandsins, viðurkennir í skýrslunni að boð enska sambandsins um að spila vináttulandsleik gegn Tælandi hafi eingöngu verið til afla Englandi stuðnings í baráttunni. Boðið um að spila vináttulandsleikinn barst átta dögum fyrir kosninguna en hætt var við leikinn þremur vikum síðar, enda hafði England tapað kosningunni og ekki notið stuðnings Tæliendinga. Enska knattspyrnusambandið fór ekki í felur með málið á sinum tíma en forráðamenn þess viðurkenna í skýrslunni að það væri óæskilegt að bjóða vináttulandsleiki í skiptum fyrir atkvæði. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti skýrslu Garcia í heild sinni aðeins nokkrum dögum eftir að þýska blaðið Bild komst yfir hana, þremur árum eftir að hún var skrifuð. Í henni kom meðal annars fram að tíu ára dóttir forráðamanns FIFA fékk rúmar 212 milljónir króna inn á bankareikning sinn. Einnig kemur fram í skýrslunni að þremur háttsettum FIFA-mönnum hafi verið flogið í einkaþotu til Ríó en meðlimir knattspyrnusambands Katar áttu þotuna. Garcia hætti hjá siðanefnd FIFA eftir að sambandið ákvað að birta aðeins 42 síðna útdrátt úr skýrslunni, þar sem að Katar og Rússland voru hreinsuð af ásökunum um spillingu, í stað þess að birta skýrsluna alla sem nú hefur verið gert. Þó er ólíklegt að skýrslan verði til þess að skipt verði um gestgjafa á næstu heimsmeistarakeppnum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Fyrrum stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins viðurkennir að það hafi verið ákveðin mútuboð að bjóða vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði. Þetta kom fram í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu sem hefur nú verið birt í heild sinni. Michael Garcia var fenginn til að rannsaka hvort að spilling hafi ráðið því hvaða lönd fengu HM 2018 og HM 2022. Rússland og Katar verða gestgjafar keppnanna eins og alkunna er en England sóttist einnig eftir því að halda HM 2018. Geoff Thompson, fyrrum stjórnarformaður enska sambandsins, viðurkennir í skýrslunni að boð enska sambandsins um að spila vináttulandsleik gegn Tælandi hafi eingöngu verið til afla Englandi stuðnings í baráttunni. Boðið um að spila vináttulandsleikinn barst átta dögum fyrir kosninguna en hætt var við leikinn þremur vikum síðar, enda hafði England tapað kosningunni og ekki notið stuðnings Tæliendinga. Enska knattspyrnusambandið fór ekki í felur með málið á sinum tíma en forráðamenn þess viðurkenna í skýrslunni að það væri óæskilegt að bjóða vináttulandsleiki í skiptum fyrir atkvæði. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti skýrslu Garcia í heild sinni aðeins nokkrum dögum eftir að þýska blaðið Bild komst yfir hana, þremur árum eftir að hún var skrifuð. Í henni kom meðal annars fram að tíu ára dóttir forráðamanns FIFA fékk rúmar 212 milljónir króna inn á bankareikning sinn. Einnig kemur fram í skýrslunni að þremur háttsettum FIFA-mönnum hafi verið flogið í einkaþotu til Ríó en meðlimir knattspyrnusambands Katar áttu þotuna. Garcia hætti hjá siðanefnd FIFA eftir að sambandið ákvað að birta aðeins 42 síðna útdrátt úr skýrslunni, þar sem að Katar og Rússland voru hreinsuð af ásökunum um spillingu, í stað þess að birta skýrsluna alla sem nú hefur verið gert. Þó er ólíklegt að skýrslan verði til þess að skipt verði um gestgjafa á næstu heimsmeistarakeppnum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07