Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 21:02 Sektin nam um 30 þúsund krónum, að sögn Bala. Hún var greidd nær samdægurs. vísir/daníel Bala Kamallakharan, sem búsettur hefur verið hér á landi í ellefu ár, fær ekki íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. Hann gæti þurft að bíða í ár með að sækja um að nýju. Bala var upplýstur um þessa ákvörðun í dag. Hann er indverskur að uppruna og hefur látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er meðal annars fjárfestir og upphafsmaður Startup Iceland. Þá hefur hann haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis um frumkvöðla- og sprotafyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.Fyrsta og eina sektin Bala segist á Facebook-síðu sinni hafa fengið sektina þegar hann ók á milli Selfoss og Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum, og að um hafi verið að ræða hans fyrstu og einu hraðasekt á Íslandi. Hann segist í samtali við Vísi furða sig á þessari ákvörðun og ætlar að áfrýja henni. „Aðalatriðið, að mínu mati, í þessu máli er hvernig staðið var að þessari ákvörðun. Það tók sex mánuði að upplýsa mig um hvers vegna umsókn minni var hafnað,“ segir Bala. Útlendingastofnun vísaði á heimasíðu sína þegar fréttastofa leitaði svara, en staðfesti að hraðasekt geti haft áhrif á framvindu mála, en samkvæmt heimasíðunni þarf hún að vera meira en fimmtíu þúsund króna há. Umsækjendur sem hafi fengið sekt að fjárhæð 50-100 þúsund krónum geti ekki sótt um að nýju fyrr en að ári liðnu. Aðspurður segist Bala ekki hafa fengið frekari útskýringar frá Útlendingastofnun. Bala tekur fram að eðlilegt sé að fylgja reglum. Hins vegar þurfi að vanda vel til verka og skoða hvert mál fyrir sig. „Ég sótti um ríkisborgararétt í desember. Ég fékk sektina í febrúar. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef málsmeðferðin hefði ekki dregist svona á langinn – hefði ég verið sviptur ríkisborgararéttinum? Þetta og margt annað þarf að skoða og þessari ákvörðun ætla ég að áfrýja.“Stöðugar áminningar Bala segir jafnframt að alltaf sé erfitt að setjast að í öðrum löndum, en að vinnubrögð sem þessi geri innflytjendum enn erfiðar fyrir. „Sem innflytjandi er ég stöðugt minntur á hversu erfitt það er að vera samþykktur inn í samfélagið. Það sem veldur enn meiri vonbrigðum er að sjá hvað innflytjendur mæta misjöfnum stöðlum. Ég vissi að minn mælikvarði yrði ekki sá sami og annarra og það varð mjög augljóst í dag. Til allra þeirra innflytjenda og flóttamanna þarna úti: Þetta er erfiður heimur.. en höldum ró okkar og reynum að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur,“ skrifar Bala á Facebook, en færslu hans má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Bala Kamallakharan, sem búsettur hefur verið hér á landi í ellefu ár, fær ekki íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. Hann gæti þurft að bíða í ár með að sækja um að nýju. Bala var upplýstur um þessa ákvörðun í dag. Hann er indverskur að uppruna og hefur látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er meðal annars fjárfestir og upphafsmaður Startup Iceland. Þá hefur hann haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis um frumkvöðla- og sprotafyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.Fyrsta og eina sektin Bala segist á Facebook-síðu sinni hafa fengið sektina þegar hann ók á milli Selfoss og Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum, og að um hafi verið að ræða hans fyrstu og einu hraðasekt á Íslandi. Hann segist í samtali við Vísi furða sig á þessari ákvörðun og ætlar að áfrýja henni. „Aðalatriðið, að mínu mati, í þessu máli er hvernig staðið var að þessari ákvörðun. Það tók sex mánuði að upplýsa mig um hvers vegna umsókn minni var hafnað,“ segir Bala. Útlendingastofnun vísaði á heimasíðu sína þegar fréttastofa leitaði svara, en staðfesti að hraðasekt geti haft áhrif á framvindu mála, en samkvæmt heimasíðunni þarf hún að vera meira en fimmtíu þúsund króna há. Umsækjendur sem hafi fengið sekt að fjárhæð 50-100 þúsund krónum geti ekki sótt um að nýju fyrr en að ári liðnu. Aðspurður segist Bala ekki hafa fengið frekari útskýringar frá Útlendingastofnun. Bala tekur fram að eðlilegt sé að fylgja reglum. Hins vegar þurfi að vanda vel til verka og skoða hvert mál fyrir sig. „Ég sótti um ríkisborgararétt í desember. Ég fékk sektina í febrúar. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef málsmeðferðin hefði ekki dregist svona á langinn – hefði ég verið sviptur ríkisborgararéttinum? Þetta og margt annað þarf að skoða og þessari ákvörðun ætla ég að áfrýja.“Stöðugar áminningar Bala segir jafnframt að alltaf sé erfitt að setjast að í öðrum löndum, en að vinnubrögð sem þessi geri innflytjendum enn erfiðar fyrir. „Sem innflytjandi er ég stöðugt minntur á hversu erfitt það er að vera samþykktur inn í samfélagið. Það sem veldur enn meiri vonbrigðum er að sjá hvað innflytjendur mæta misjöfnum stöðlum. Ég vissi að minn mælikvarði yrði ekki sá sami og annarra og það varð mjög augljóst í dag. Til allra þeirra innflytjenda og flóttamanna þarna úti: Þetta er erfiður heimur.. en höldum ró okkar og reynum að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur,“ skrifar Bala á Facebook, en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira