Sérstök áhersla BHM á starfsfólk Landspítala Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júní 2017 07:00 BHM telur að huga þurfi að launasetningu starfsmanna í heilbrigðisþjónustu, einkum Landspítalans. BHM ætlar að leggja sérstaka áherslu á laun heilbrigðisstarfsmanna í næstu kjarasamningum, sem fara í hönd innan nokkurra vikna. Forystumenn samtakanna áttu fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í vikunni til að ræða stöðuna á vinnumarkaði. BHM segir í minnisblaði sem var kynnt fyrir ráðherra að greining samtakanna á launagögnum félagsmanna hjá ríkinu sýni að meðaltal dagvinnulauna hjá 19 stofnunum sé undir 500 þúsund krónum á mánuði. Á þessum lista séu stofnanir í heilbrigðis- og menntunargeiranum áberandi, meðal annars Landspítalinn. „Einn stærsti vinnustaður landsins er í slæmri stöðu og taka þarf sérstaklega á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins,“ segir í minnisblaðinu.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að dagvinnulaun félagsmanna BHM á heilbrigðisstofnunum gefi raunhæfa mynd af heildarlaununum. „Það er ekki þannig að það sé mikil aukavinna eða önnur vinna í boði og það er gott að rifja það upp að eftir hrun var gripið til mikilla aðgerða til að hafa slíkt af fólki. Og við sjáum það í kjarakönnun BHM í fyrra að þar sem laun voru að hækka virtist okkur slíkar umframgreiðslur frekar renna til karla en kvenna,“ segir Þórunn. Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Alþingi samþykkti lög á verkfallsaðgerðir sautján aðildarfélaga BHM í júní 2015 og fól gerðardómi að úrskurða um kaup og kjör félagsmanna. Úrskurður gerðardóms rennur úr gildi í lok ágúst næstkomandi og eru því fram undan samningaviðræður félaganna við ríkið. Þórunn segir að BHM sé þegar byrjað að undirbúa sig fyrir viðræðurnar og vonast til þess að þær geti farið fljótt af stað. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
BHM ætlar að leggja sérstaka áherslu á laun heilbrigðisstarfsmanna í næstu kjarasamningum, sem fara í hönd innan nokkurra vikna. Forystumenn samtakanna áttu fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í vikunni til að ræða stöðuna á vinnumarkaði. BHM segir í minnisblaði sem var kynnt fyrir ráðherra að greining samtakanna á launagögnum félagsmanna hjá ríkinu sýni að meðaltal dagvinnulauna hjá 19 stofnunum sé undir 500 þúsund krónum á mánuði. Á þessum lista séu stofnanir í heilbrigðis- og menntunargeiranum áberandi, meðal annars Landspítalinn. „Einn stærsti vinnustaður landsins er í slæmri stöðu og taka þarf sérstaklega á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins,“ segir í minnisblaðinu.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að dagvinnulaun félagsmanna BHM á heilbrigðisstofnunum gefi raunhæfa mynd af heildarlaununum. „Það er ekki þannig að það sé mikil aukavinna eða önnur vinna í boði og það er gott að rifja það upp að eftir hrun var gripið til mikilla aðgerða til að hafa slíkt af fólki. Og við sjáum það í kjarakönnun BHM í fyrra að þar sem laun voru að hækka virtist okkur slíkar umframgreiðslur frekar renna til karla en kvenna,“ segir Þórunn. Forysta BHM átti í vikunni fund með forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kjaraviðræðna 17 aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Alþingi samþykkti lög á verkfallsaðgerðir sautján aðildarfélaga BHM í júní 2015 og fól gerðardómi að úrskurða um kaup og kjör félagsmanna. Úrskurður gerðardóms rennur úr gildi í lok ágúst næstkomandi og eru því fram undan samningaviðræður félaganna við ríkið. Þórunn segir að BHM sé þegar byrjað að undirbúa sig fyrir viðræðurnar og vonast til þess að þær geti farið fljótt af stað.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira