Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 19:45 Theresa May ræðir við Dalia Grybauskaite, forseta Litháen, og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. Vísir/afp Theresa May forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu bæði innanlands sem utan. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May kom til Brussel síðdegis til viðræðna við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um innflytjendamál og réttindi borgara hinna 27 aðildarríkjanna í Bretlandi eftir að Bretar hafa sagt skilið við sambandið. En þegar formlega viðræður um sambandsslitin hófust á mánudag gerði Evrópusambandið það að skilyrði að þau mál yrðu rædd fyrst allra. Þá þurfti breska stjórnin að láta í minni pokann með þá kröfu sína að nýr samningur við Breta yrði ræddur samhliða viðræðum um brotthvarfið. Breski forsætisráðherrann er því í vörn heima og að heiman. Áður en May fór til Brussel í dag gaf hún yfirlýsingu í breska þinginu varðandi brunann í Grenfell-turninum í Lundúnum í síðustu viku. May hefur einnig verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við brunanum, sem hún segir nú að aldrei hefði átt að getað átt sér stað. „Ég mun hér á eftir greina frá því hvernig eldurinn kviknkaði. En eins og ég sagði í gær þá var gráu bætt ofan á svart vegna þess að stuðningur á vettvangi var ekki nógu góður eftir að eldurinn kviknaði. Ég sem forsætisráðherra hef beðist afsökunar áþví og axlað þá ábyrgð að allt verði gert til að bæta fyrir það,“ sagði May. Opinberum leigufélögum hefur verið gert að herða á brunavörnum og eftirliti og einkaaðilum sem leigja út húsnæði hefur verið boðinn aðgangur að áætlunum hins opinbera. Forsætisráðherrann hefur tekið við stjórn á aðgerðarhópi sem leysa á úr vanda þeirra sem misstu heimili sín í Grenfell brunanum. Þá hafa farið fram skoðanir á klæðningum hárra íbúðarbygginga í Lundúnum en klæðningin í Grenfell reyndist mjög eldfim. „Virðulegur forseti, rétt áður en ég gekk í þingsalinn var ég upplýst um að í fjölmörgum tilfellum hafa klæðningar húsanna reynst vera eldfimar. Viðeigandi yfirvöldum og slökkviliðum hefur verið greint frá þessu. Á meðan ég tala hér eru þessir aðilar að stíga skref til að tryggja öryggi þessara bygginga og gera íbúum þessara húsa grein fyrir stöðunni,“ sagði Theresa May á breska þinginu í dag. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Theresa May forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu bæði innanlands sem utan. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May kom til Brussel síðdegis til viðræðna við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um innflytjendamál og réttindi borgara hinna 27 aðildarríkjanna í Bretlandi eftir að Bretar hafa sagt skilið við sambandið. En þegar formlega viðræður um sambandsslitin hófust á mánudag gerði Evrópusambandið það að skilyrði að þau mál yrðu rædd fyrst allra. Þá þurfti breska stjórnin að láta í minni pokann með þá kröfu sína að nýr samningur við Breta yrði ræddur samhliða viðræðum um brotthvarfið. Breski forsætisráðherrann er því í vörn heima og að heiman. Áður en May fór til Brussel í dag gaf hún yfirlýsingu í breska þinginu varðandi brunann í Grenfell-turninum í Lundúnum í síðustu viku. May hefur einnig verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við brunanum, sem hún segir nú að aldrei hefði átt að getað átt sér stað. „Ég mun hér á eftir greina frá því hvernig eldurinn kviknkaði. En eins og ég sagði í gær þá var gráu bætt ofan á svart vegna þess að stuðningur á vettvangi var ekki nógu góður eftir að eldurinn kviknaði. Ég sem forsætisráðherra hef beðist afsökunar áþví og axlað þá ábyrgð að allt verði gert til að bæta fyrir það,“ sagði May. Opinberum leigufélögum hefur verið gert að herða á brunavörnum og eftirliti og einkaaðilum sem leigja út húsnæði hefur verið boðinn aðgangur að áætlunum hins opinbera. Forsætisráðherrann hefur tekið við stjórn á aðgerðarhópi sem leysa á úr vanda þeirra sem misstu heimili sín í Grenfell brunanum. Þá hafa farið fram skoðanir á klæðningum hárra íbúðarbygginga í Lundúnum en klæðningin í Grenfell reyndist mjög eldfim. „Virðulegur forseti, rétt áður en ég gekk í þingsalinn var ég upplýst um að í fjölmörgum tilfellum hafa klæðningar húsanna reynst vera eldfimar. Viðeigandi yfirvöldum og slökkviliðum hefur verið greint frá þessu. Á meðan ég tala hér eru þessir aðilar að stíga skref til að tryggja öryggi þessara bygginga og gera íbúum þessara húsa grein fyrir stöðunni,“ sagði Theresa May á breska þinginu í dag.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00
Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39
Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52