Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Ellen Calmon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 22. júní 2017 09:30 Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. Hann hélt því fram að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og kaupmátt óskerts örorkulífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá. Eins og sjá má á myndinni er verulegur munur á þróun kaupmáttar lágmarkslauna annars vegar og lífeyris til örorkulífeyrisþega hins vegar, hvort heldur horft er til óskerts örorkulífeyris eða miðgildis heildartekna. Það er langt frá því að kaupmáttur þessara tekna hafi fylgst að eins og ráðherra heldur fram. Öfugt við lágmarkslaun hefur kaupmáttur örorkulífeyris rýrnað flest árin og hefur lítið breyst. Þá má geta þess að lágmarkslaun á vinnumarkaði eru einnig alltof lág en lág laun leiða frekar til örorku. Ef fólk þarf að leggja stund á fleira en eitt starf til að eiga í sig og á getur slíkt álag í lengri tíma leitt til örorku. Í sömu umræðu hélt félags- og jafnréttisráðherra eftirfarandi fram: „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þúsund krónur eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði.“ Í fjármálaáætlun 2018-2022 er áætlað að hækkun lífeyris almannatrygginga verði einungis á bilinu 3,1% til 4,8% á tímabilinu (árin 2018-2022). Ef hærri prósentutala (4,8%) er tekin, mun óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir hækka í 238.821 kr. á mánuði í byrjun árs 2018. Það er nokkuð langt frá 300 þúsund krónum. Það væri skref í rétta átt ef óskertur örorkulífeyrir yrði hækkaður um rúmar 72 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt í stað þess að hækka um á bilinu 7 til tæplega 11 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt, eins og fjármálaætlunin gerir ráð fyrir. Ekki er ljóst hvað ráðherra á við um lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingu. Það er í raun enga lágmarksfjárhæð eða lágmarkstekjutryggingu að finna í almannatryggingakerfinu. Stækkandi hópur lífeyrisþega er með heildartekjur undir framfærsluviðmiði/óskertum lífeyri almannatrygginga. Eins og fram kemur í svari félags- og jafnréttismálaráðherra á Alþingi 27. febrúar síðastliðinn voru til að mynda 50 lífeyrisþegar með heildartekjur undir 80 þúsund krónum á mánuði í nóvember 2016. Það verður að teljast sérkennilegt að í umræðu um aðgerðir gegn fátækt hafi ekki verið minnst á þennan stækkandi hóp lífeyrisþega. Ellen Calmon er formaður ÖBÍ og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. Hann hélt því fram að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og kaupmátt óskerts örorkulífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá. Eins og sjá má á myndinni er verulegur munur á þróun kaupmáttar lágmarkslauna annars vegar og lífeyris til örorkulífeyrisþega hins vegar, hvort heldur horft er til óskerts örorkulífeyris eða miðgildis heildartekna. Það er langt frá því að kaupmáttur þessara tekna hafi fylgst að eins og ráðherra heldur fram. Öfugt við lágmarkslaun hefur kaupmáttur örorkulífeyris rýrnað flest árin og hefur lítið breyst. Þá má geta þess að lágmarkslaun á vinnumarkaði eru einnig alltof lág en lág laun leiða frekar til örorku. Ef fólk þarf að leggja stund á fleira en eitt starf til að eiga í sig og á getur slíkt álag í lengri tíma leitt til örorku. Í sömu umræðu hélt félags- og jafnréttisráðherra eftirfarandi fram: „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þúsund krónur eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði.“ Í fjármálaáætlun 2018-2022 er áætlað að hækkun lífeyris almannatrygginga verði einungis á bilinu 3,1% til 4,8% á tímabilinu (árin 2018-2022). Ef hærri prósentutala (4,8%) er tekin, mun óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir hækka í 238.821 kr. á mánuði í byrjun árs 2018. Það er nokkuð langt frá 300 þúsund krónum. Það væri skref í rétta átt ef óskertur örorkulífeyrir yrði hækkaður um rúmar 72 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt í stað þess að hækka um á bilinu 7 til tæplega 11 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt, eins og fjármálaætlunin gerir ráð fyrir. Ekki er ljóst hvað ráðherra á við um lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingu. Það er í raun enga lágmarksfjárhæð eða lágmarkstekjutryggingu að finna í almannatryggingakerfinu. Stækkandi hópur lífeyrisþega er með heildartekjur undir framfærsluviðmiði/óskertum lífeyri almannatrygginga. Eins og fram kemur í svari félags- og jafnréttismálaráðherra á Alþingi 27. febrúar síðastliðinn voru til að mynda 50 lífeyrisþegar með heildartekjur undir 80 þúsund krónum á mánuði í nóvember 2016. Það verður að teljast sérkennilegt að í umræðu um aðgerðir gegn fátækt hafi ekki verið minnst á þennan stækkandi hóp lífeyrisþega. Ellen Calmon er formaður ÖBÍ og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar