Sérstakur og sjálfstæður lögmaður skipaður vegna brunans í Lundúnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2017 19:45 Breska ríkisstjórnin ætlar að skipa sérstakan lögmann fyrir íbúa Grenfell-turnsins sem brann í Lundúnum í síðustu viku. Þá heitir stjórnin því að ná sem bestum samningi við Evrópusambandið og nýjum viðskiptasamningum við ríki um allan heim. Elísabet Bretlandsdrotting flutti stefnuræðu Theresu May forsætisráðherra í breska þinginu í dag og fylgdi Karl erfðaprins henni að þessu sinni því eiginmaðurinn Philip var lagður á spítala síðastliðna nótt vegna sýkingar. Ekki er þó talin ástæða til að hafa áhyggjur af Philip, sem er orðinn 96 ára. „Ríkisstjórn mín mun koma á nákvæmri opinberri rannsókn á hinum sorglega bruna í Grenfell-turninum til að komast að orsökum hans og tryggja að viðeigandi lærdómur sé dreginn. Til að styðja við fórnarlömb mun ríkisstjórn mín stíga skref til að koma á embætti sjálstæðs opinbers lögmanns, sem mun fara fyrir syrgjandi fjölskyldum eftir hamfarir og styðja þær við opinberar rannsóknir,“ las drottningin upp úr stefnuræðunni. Þá á að endurskoða hryðjuverkalög landsins eftir hryðjuverkin í Manchester og tryggja að lögregluyfirvöld hafi allar þær heimildir sem þau telja sig þurfa. Fátt nýtt kom hins vegar fram varðandi stefnuna í Evrópumálum annað en tryggja eigi góðan samning við Evrópusambandið. „Ríkisstjórn mín mun leitast við að viðhalda djúpu og sérstöku sambandi við bandamenn okkar í Evrópu og beita sér fyrir viðskiptatengslum um allan heim,“ sagði Elísabet II við þingsetningu í dag. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Breska ríkisstjórnin ætlar að skipa sérstakan lögmann fyrir íbúa Grenfell-turnsins sem brann í Lundúnum í síðustu viku. Þá heitir stjórnin því að ná sem bestum samningi við Evrópusambandið og nýjum viðskiptasamningum við ríki um allan heim. Elísabet Bretlandsdrotting flutti stefnuræðu Theresu May forsætisráðherra í breska þinginu í dag og fylgdi Karl erfðaprins henni að þessu sinni því eiginmaðurinn Philip var lagður á spítala síðastliðna nótt vegna sýkingar. Ekki er þó talin ástæða til að hafa áhyggjur af Philip, sem er orðinn 96 ára. „Ríkisstjórn mín mun koma á nákvæmri opinberri rannsókn á hinum sorglega bruna í Grenfell-turninum til að komast að orsökum hans og tryggja að viðeigandi lærdómur sé dreginn. Til að styðja við fórnarlömb mun ríkisstjórn mín stíga skref til að koma á embætti sjálstæðs opinbers lögmanns, sem mun fara fyrir syrgjandi fjölskyldum eftir hamfarir og styðja þær við opinberar rannsóknir,“ las drottningin upp úr stefnuræðunni. Þá á að endurskoða hryðjuverkalög landsins eftir hryðjuverkin í Manchester og tryggja að lögregluyfirvöld hafi allar þær heimildir sem þau telja sig þurfa. Fátt nýtt kom hins vegar fram varðandi stefnuna í Evrópumálum annað en tryggja eigi góðan samning við Evrópusambandið. „Ríkisstjórn mín mun leitast við að viðhalda djúpu og sérstöku sambandi við bandamenn okkar í Evrópu og beita sér fyrir viðskiptatengslum um allan heim,“ sagði Elísabet II við þingsetningu í dag.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands. 21. júní 2017 13:31