Pósturinn fær ekki að fella niður afslátt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júní 2017 23:37 Viðbótarafslættirnir gilda hjá söfnunaraðilum á póstmarkaði en það eru fyrirtæki á borð við Burðargjöld og Póstmarkaðinn. vísir/arnþór Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið bráðabirgðaákvörðun um að Íslandspósti sé ekki heimilt að fella niður svokallaða viðbótarafslætti vegna reglubundinna viðskipta. Stofnunin segist þurfa fullnægjandi rökstuðning frá fyrirtækinu. Viðbótarafslættirnir gilda hjá söfnunaraðilum á póstmarkaði en það eru fyrirtæki á borð við Burðargjöld og Póstmarkaðinn sem safna pósti frá stórnotendum og miðla áfram til Íslandspósts, sem hefur einkarétt á dreifingu bréfa undir 50 grömmum. Íslandspóstur tilkynnti um niðurfellinguna í apríl og átti hún að taka gildi 1. september. PFS óskaði eftir rökstuðningi vegna málsins eftir ábendingar frá markaðsaðila en stofnunin taldi sig ekki geta tekið afstöðu fyrr en eftir frekari rökstuðning. Burðargjöld fóru fram á bráðabirgðaúrskurð á meðan, sem stofnunin samþykkti. Félag atvinnurekenda segist í tilkynningu fagna þessari ákvörðun. „[E]nda telur félagið að hefði uppsögn afsláttanna fengið að standa, hefði það haft gríðarlega neikvæð áhrif á samkeppni á póstmarkaði. Rekstrargrundvellinum hefði verið kippt undan starfsemi söfnunaraðila, þeir hefðu neyðst til að segja upp öllum sínum viðskiptasamningum og hætta starfsemi. Viðskipti þeirra hefðu fallið ríkisfyrirtækinu Íslandspósti sjálfu í skaut,“ segir á heimasíðu félagsins. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið bráðabirgðaákvörðun um að Íslandspósti sé ekki heimilt að fella niður svokallaða viðbótarafslætti vegna reglubundinna viðskipta. Stofnunin segist þurfa fullnægjandi rökstuðning frá fyrirtækinu. Viðbótarafslættirnir gilda hjá söfnunaraðilum á póstmarkaði en það eru fyrirtæki á borð við Burðargjöld og Póstmarkaðinn sem safna pósti frá stórnotendum og miðla áfram til Íslandspósts, sem hefur einkarétt á dreifingu bréfa undir 50 grömmum. Íslandspóstur tilkynnti um niðurfellinguna í apríl og átti hún að taka gildi 1. september. PFS óskaði eftir rökstuðningi vegna málsins eftir ábendingar frá markaðsaðila en stofnunin taldi sig ekki geta tekið afstöðu fyrr en eftir frekari rökstuðning. Burðargjöld fóru fram á bráðabirgðaúrskurð á meðan, sem stofnunin samþykkti. Félag atvinnurekenda segist í tilkynningu fagna þessari ákvörðun. „[E]nda telur félagið að hefði uppsögn afsláttanna fengið að standa, hefði það haft gríðarlega neikvæð áhrif á samkeppni á póstmarkaði. Rekstrargrundvellinum hefði verið kippt undan starfsemi söfnunaraðila, þeir hefðu neyðst til að segja upp öllum sínum viðskiptasamningum og hætta starfsemi. Viðskipti þeirra hefðu fallið ríkisfyrirtækinu Íslandspósti sjálfu í skaut,“ segir á heimasíðu félagsins.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira