Conor vill mæta Khabib í Rússlandi eftir Mayweather: „Hvernig er ekki hægt að elska hann?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2017 15:15 Conor með beltin sín. vísir/getty Írski Íslandsvinurinn og MMA-ofurstjarnan Conor McGregor mætir Floyd Mayweather í hnefaleikahringnum 26. ágúst í Las Vegas eins og allir vita en nú er ljóst hvað Conor vill gera eftir ofurbardagann við Mayweather. Dana White, forseti UFC, segir frá því í viðtali við MMA Junkie að Conor vill næst mæta Khabib Nurmagomedov í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC og hann vill að bardaginn fari fram á heimavelli Rússans. Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson hafa átt að mætast þrisvar sinnum á síðustu mánuðum en alltaf hefur þurft að hætta við. Síðasti bardagi þeirra átti að vera um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í léttvigt og sigurvegarinn átti svo að mæta Conor McGregor. Það að Tony Ferguson hafi þurft að fara á sjúkrahús fyrir síðasta bardaga hentar UFC bara ágætlega núna því þeir gætu barist um bráðabirgðabeltið á svipuðum tíma og Conor mætir Floyd. Þá er bara eftir að setja upp bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt UFC. „Khabib og Tony verða að berjast. Þetta gæti allt smollið frábærlega saman,“ segir Dana White í viðtali við MMA Junkie. „Þú veist hvað Conor sagði við mig? Hann sagðist vilja mæta Khabib í Rússlandi. Er hann æðislegur eða hvað?“ Helst vilja menn alls ekki mæta jafnsterkum mönnum og Khabib ef þeir eiga sinn heimavöll. Khabib er númer eitt á styrkleikalistanum á eftir meistaranum Conor og það hjálpar Rússanum bara að vera á sínum heimavelli með sitt fólk á bakvið sig. „Conor McGregor er algjör helvítis einhyrningur og er æðislegur. Hann er að fara að keppa við Floyd Mayweather í hnefaleikum og á eftir því vill hann mæta Khabib í Rússlandi,“ segir Dana. „Þetta er það sem gerir drenginn að ofurstjörnu. Á meðan hinir og þessir eru grenjandi í mér um að þeir vilji ekki gera hitt og þetta þá vill Conor boxa við Floyd og berjast svo við Khabib í Rússlandi. Hvernig er ekki hægt að elska Conor McGregor?“ segir Dana White. MMA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Írski Íslandsvinurinn og MMA-ofurstjarnan Conor McGregor mætir Floyd Mayweather í hnefaleikahringnum 26. ágúst í Las Vegas eins og allir vita en nú er ljóst hvað Conor vill gera eftir ofurbardagann við Mayweather. Dana White, forseti UFC, segir frá því í viðtali við MMA Junkie að Conor vill næst mæta Khabib Nurmagomedov í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC og hann vill að bardaginn fari fram á heimavelli Rússans. Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson hafa átt að mætast þrisvar sinnum á síðustu mánuðum en alltaf hefur þurft að hætta við. Síðasti bardagi þeirra átti að vera um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í léttvigt og sigurvegarinn átti svo að mæta Conor McGregor. Það að Tony Ferguson hafi þurft að fara á sjúkrahús fyrir síðasta bardaga hentar UFC bara ágætlega núna því þeir gætu barist um bráðabirgðabeltið á svipuðum tíma og Conor mætir Floyd. Þá er bara eftir að setja upp bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt UFC. „Khabib og Tony verða að berjast. Þetta gæti allt smollið frábærlega saman,“ segir Dana White í viðtali við MMA Junkie. „Þú veist hvað Conor sagði við mig? Hann sagðist vilja mæta Khabib í Rússlandi. Er hann æðislegur eða hvað?“ Helst vilja menn alls ekki mæta jafnsterkum mönnum og Khabib ef þeir eiga sinn heimavöll. Khabib er númer eitt á styrkleikalistanum á eftir meistaranum Conor og það hjálpar Rússanum bara að vera á sínum heimavelli með sitt fólk á bakvið sig. „Conor McGregor er algjör helvítis einhyrningur og er æðislegur. Hann er að fara að keppa við Floyd Mayweather í hnefaleikum og á eftir því vill hann mæta Khabib í Rússlandi,“ segir Dana. „Þetta er það sem gerir drenginn að ofurstjörnu. Á meðan hinir og þessir eru grenjandi í mér um að þeir vilji ekki gera hitt og þetta þá vill Conor boxa við Floyd og berjast svo við Khabib í Rússlandi. Hvernig er ekki hægt að elska Conor McGregor?“ segir Dana White.
MMA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira