Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2017 11:08 Ungur drengur sem lenti í árásinni sem um ræðir. Vísir/AFP Efnavopnastofnunin, OPCW, hefur staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn borgurum í Khan Sheikhoun í Sýrlandi í apríl. Stofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og fordæmir notkun efnavopna, sem er bönnuð. Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun nú rannsaka hvort að ríkisstjórn Bashar al-Assad beri ábyrgð á árásinni eins og hún hefur verið sökuð um af meðal annars Bandaríkjunum. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir segja að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá. Minnst 90 manns létu lífið í árásinni. Rannsakendur OPCW ræddu við vitni, framkvæmdu krufningar og tóku ýmis sýni. Skýrsla rannsakenda hefur ekki verið gerð opinber, en niðurstöðurnar voru kynntar á vef stofnunarinnar í gærkvöldi.Assad hefur ítrekað sagt að árás hafi aldrei verið gerð á bæinn og að hún sé tilbúningur. Bandamenn Assad í Rússlandi hafa tekið undir það og jafnvel gefið í skyn að efnavopnaframleiðsla uppreisnarmanna hafi sprungið. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendi út tilkynningu í gærkvöldi þar sem sagði að staðreyndirnar sýni fyrirlitlega og hættulega notkun ríkisstjórnar Assad á efnavopnum. Ríkisstjórn Sýrlands gekk til liðs við OPCW árið 2013 eftir að henni hafði verið kennt um efnavopnaárás í úthverfi Damaskus. Assad-liðar lögðu fram 1,300 tonn af efnavopnum og efnum til framleiðslu efnavopna sem var eytt. Stofnunin hefur þó aldrei staðfest að ríkisstjórnin ætti ekki meiri efnavopn og hún hefur margsinnis verið sökuð um notkun slíkra vopna. Mið-Austurlönd Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Efnavopnastofnunin, OPCW, hefur staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn borgurum í Khan Sheikhoun í Sýrlandi í apríl. Stofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og fordæmir notkun efnavopna, sem er bönnuð. Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun nú rannsaka hvort að ríkisstjórn Bashar al-Assad beri ábyrgð á árásinni eins og hún hefur verið sökuð um af meðal annars Bandaríkjunum. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir segja að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá. Minnst 90 manns létu lífið í árásinni. Rannsakendur OPCW ræddu við vitni, framkvæmdu krufningar og tóku ýmis sýni. Skýrsla rannsakenda hefur ekki verið gerð opinber, en niðurstöðurnar voru kynntar á vef stofnunarinnar í gærkvöldi.Assad hefur ítrekað sagt að árás hafi aldrei verið gerð á bæinn og að hún sé tilbúningur. Bandamenn Assad í Rússlandi hafa tekið undir það og jafnvel gefið í skyn að efnavopnaframleiðsla uppreisnarmanna hafi sprungið. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendi út tilkynningu í gærkvöldi þar sem sagði að staðreyndirnar sýni fyrirlitlega og hættulega notkun ríkisstjórnar Assad á efnavopnum. Ríkisstjórn Sýrlands gekk til liðs við OPCW árið 2013 eftir að henni hafði verið kennt um efnavopnaárás í úthverfi Damaskus. Assad-liðar lögðu fram 1,300 tonn af efnavopnum og efnum til framleiðslu efnavopna sem var eytt. Stofnunin hefur þó aldrei staðfest að ríkisstjórnin ætti ekki meiri efnavopn og hún hefur margsinnis verið sökuð um notkun slíkra vopna.
Mið-Austurlönd Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira