Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 19:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti sneri aftur til Bandaríkjanna í morgun. Vísir/afp Öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar gagnrýna framgöngu Donald Trump forseta á fundi með Vladimir Putin í Hamborg harðlega. Trump sagði á tísti sínu í dag að hann og Putin hafi rætt að koma á öflugri sameiginlegri netöryggissveit. Donald Trump hélt áfram að brjóta hefðir fyrri forseta Bandaríkjanna með því að ræða ekki við fréttamenn að loknum tveggja daga leiðtogafundi helstu iðnríkja heims í Hamborg í Þýskalandi, eins og fyrri forsetar hafa alltaf gert að loknum slíkum fundi. Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn þar. Í mynbandinu að neðan sést hann stíga út úr forsetaflugvélinni Airforce One í morgun í Washington. Hann reyndi þar án árangurs að aðstoða heiðursvörð við þyrluna Marine One eftir að húfa hans hafði fokið af honum. Forsetinn byrjaði hins vegar nánast um leið og heim var komið að tísta og stæra sig af góðum árangri á leiðtogafundinum í Hamborg þar sem hann átti tveggja og hálfstíma fund með Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Putin og ég ræddum að setja saman netöryggissveit sem ekki verður hægt að brjótast inn í. Þannig að þessi hökkun á kosningum og margir aðrir neikvæðir hlutir verða undir eftirliti," var meðal tísta forsetans í dag.Putin & I discussed forming an impenetrable Cyber Security unit so that election hacking, & many other negative things, will be guarded..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2017 Þessi orð Trump vekja hins vegar litla lukku hjá öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham sem er áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt en hún er býsna nálægt því. Trump forseti hélt mjög góða ræðu í Póllandi (á fimmtudag) en hann átti það sem ég tel vera hörmulegan fund með Putin forseta. Eftir tveggja tíma og fimmtán mínútna fund eru Tillerson og Trump tilbúnir að fyrirgefa og gleyma tölvuárásunum í bandarísku kosningunum 2016,“ sagði Graham. Forsetinn væri með hæft lið í þjóðaröryggisráði sínu og væri að gera góða hluti varðandi Afganistan, Norður Kóreu og ISIS. „En þegar kemur að Rússlandi er hann með blindan blett. Með því að fyrirgefa og gleyma tölvuárásum Putins er hann að efla Putin. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera,“ sagði Graham. Þá er John Brennan sem var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá árinu 2013 þar til Trump tók við forsetaembættinu í janúar heldur ekki sáttur við frammistöðu forsetans. Trump hafi hunsað allar ráðleggingar bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. „Í Varsjá, tveim dögum fyrir G20-fundinn, hélt hann áfram að efast um það mat njósna- og eftirlitsstofnana að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Hann efaðist líka um heilindi og getu bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. Þess vegna efast ég stórlega um að Pútín hafi heyrt það frá Trump sem hann þurfti að heyra um árásina á lýðræðisstofnanir okkar í kosningunum,“ segir John Brennan. Donald Trump Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira
Öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar gagnrýna framgöngu Donald Trump forseta á fundi með Vladimir Putin í Hamborg harðlega. Trump sagði á tísti sínu í dag að hann og Putin hafi rætt að koma á öflugri sameiginlegri netöryggissveit. Donald Trump hélt áfram að brjóta hefðir fyrri forseta Bandaríkjanna með því að ræða ekki við fréttamenn að loknum tveggja daga leiðtogafundi helstu iðnríkja heims í Hamborg í Þýskalandi, eins og fyrri forsetar hafa alltaf gert að loknum slíkum fundi. Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn þar. Í mynbandinu að neðan sést hann stíga út úr forsetaflugvélinni Airforce One í morgun í Washington. Hann reyndi þar án árangurs að aðstoða heiðursvörð við þyrluna Marine One eftir að húfa hans hafði fokið af honum. Forsetinn byrjaði hins vegar nánast um leið og heim var komið að tísta og stæra sig af góðum árangri á leiðtogafundinum í Hamborg þar sem hann átti tveggja og hálfstíma fund með Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Putin og ég ræddum að setja saman netöryggissveit sem ekki verður hægt að brjótast inn í. Þannig að þessi hökkun á kosningum og margir aðrir neikvæðir hlutir verða undir eftirliti," var meðal tísta forsetans í dag.Putin & I discussed forming an impenetrable Cyber Security unit so that election hacking, & many other negative things, will be guarded..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2017 Þessi orð Trump vekja hins vegar litla lukku hjá öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham sem er áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt en hún er býsna nálægt því. Trump forseti hélt mjög góða ræðu í Póllandi (á fimmtudag) en hann átti það sem ég tel vera hörmulegan fund með Putin forseta. Eftir tveggja tíma og fimmtán mínútna fund eru Tillerson og Trump tilbúnir að fyrirgefa og gleyma tölvuárásunum í bandarísku kosningunum 2016,“ sagði Graham. Forsetinn væri með hæft lið í þjóðaröryggisráði sínu og væri að gera góða hluti varðandi Afganistan, Norður Kóreu og ISIS. „En þegar kemur að Rússlandi er hann með blindan blett. Með því að fyrirgefa og gleyma tölvuárásum Putins er hann að efla Putin. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera,“ sagði Graham. Þá er John Brennan sem var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá árinu 2013 þar til Trump tók við forsetaembættinu í janúar heldur ekki sáttur við frammistöðu forsetans. Trump hafi hunsað allar ráðleggingar bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. „Í Varsjá, tveim dögum fyrir G20-fundinn, hélt hann áfram að efast um það mat njósna- og eftirlitsstofnana að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Hann efaðist líka um heilindi og getu bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. Þess vegna efast ég stórlega um að Pútín hafi heyrt það frá Trump sem hann þurfti að heyra um árásina á lýðræðisstofnanir okkar í kosningunum,“ segir John Brennan.
Donald Trump Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira