Hljóp ein og varð Íslandsmeistari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. júlí 2017 14:15 Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til vinstri) var talin sigurstranglegust í hlaupinu í dag. mynd/frí Sara Hlín Jóhannsdóttir, hlaupakona úr Breiðabliki fædd árið 2000, varð í dag Íslandsmeistari í 400 metra grindahlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Sara Hlín hljóp hringinn ein, en keppinautar hennar mættu ekki til leiks. Sara Hlín náði sínum besta árangri frá upphafi í dag þegar hún hljóp hringinn á 66,63 sekúndum. Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH var skráð til leiks í hlaupinu í dag og búist var við að hún færi með sigur af hólmi. Arna Stefanía er á leið á Evrópumót U23 um næstu helgi þar sem hún mun keppa í greininni. Meiri samkeppni var um gullverðlaunin karlamegin. Þar mættu allir þrír keppendurnir til leiks og hljóp Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR hraðast allra. Ívar fór hringinn á 53,30 sekúndum. Matthías Már Heiðarsson úr Fjölni varð í öðru sæti á 58,81 sekúndu og Árni Haukur Árnason, ÍR, hreppti bronsið. Hann hljóp á 60,43 sekúndum.Aníta Hinriksdóttir er fremsta hlaupakona Íslands.visir/epaAðal keppnisgrein Anítu Hinriksdóttur, 800 metra hlaup, var hlaupin í dag en Anítu var hvergi að sjá í dag. Hún kaus að keppa ekki á Meistaramótinu heldur er hún að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramót U23 um næstu helgi. Stúlkurnar sem mættu til leiks í dag voru allar yngri en 18 ára, fæddar 2000, 2001 og 2002. Yngsti keppandinn, Iðunn Björg Arnaldsdóttir fædd árið 2002, gerði sér lítið fyrir og sigraði hlaupið á 2:20,97 mínútum. Iðunn hleypur fyrir frjálsíþróttadeild ÍR. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Öll úrslit frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í dag á Selfossi. Mótinu lýkur á morgun. 8. júlí 2017 17:30 Arna Stefanía í öðru sæti 24. júní 2017 15:59 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Sara Hlín Jóhannsdóttir, hlaupakona úr Breiðabliki fædd árið 2000, varð í dag Íslandsmeistari í 400 metra grindahlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Sara Hlín hljóp hringinn ein, en keppinautar hennar mættu ekki til leiks. Sara Hlín náði sínum besta árangri frá upphafi í dag þegar hún hljóp hringinn á 66,63 sekúndum. Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH var skráð til leiks í hlaupinu í dag og búist var við að hún færi með sigur af hólmi. Arna Stefanía er á leið á Evrópumót U23 um næstu helgi þar sem hún mun keppa í greininni. Meiri samkeppni var um gullverðlaunin karlamegin. Þar mættu allir þrír keppendurnir til leiks og hljóp Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR hraðast allra. Ívar fór hringinn á 53,30 sekúndum. Matthías Már Heiðarsson úr Fjölni varð í öðru sæti á 58,81 sekúndu og Árni Haukur Árnason, ÍR, hreppti bronsið. Hann hljóp á 60,43 sekúndum.Aníta Hinriksdóttir er fremsta hlaupakona Íslands.visir/epaAðal keppnisgrein Anítu Hinriksdóttur, 800 metra hlaup, var hlaupin í dag en Anítu var hvergi að sjá í dag. Hún kaus að keppa ekki á Meistaramótinu heldur er hún að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramót U23 um næstu helgi. Stúlkurnar sem mættu til leiks í dag voru allar yngri en 18 ára, fæddar 2000, 2001 og 2002. Yngsti keppandinn, Iðunn Björg Arnaldsdóttir fædd árið 2002, gerði sér lítið fyrir og sigraði hlaupið á 2:20,97 mínútum. Iðunn hleypur fyrir frjálsíþróttadeild ÍR.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Öll úrslit frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í dag á Selfossi. Mótinu lýkur á morgun. 8. júlí 2017 17:30 Arna Stefanía í öðru sæti 24. júní 2017 15:59 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Öll úrslit frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í dag á Selfossi. Mótinu lýkur á morgun. 8. júlí 2017 17:30