Öll úrslit frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2017 17:30 Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag. mynd/frí Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hófst á Selfossi í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði 100 metra hlaup karla, en hann kom á sama tíma í mark og Ari Bragi Kárason sem setti nýtt Íslandsmet í greininni fyrir tæpri viku síðan.Ásdís Hjálmsdóttir fékk enn ein gullverðlaunin í spjótkasti þegar hún kastaði 56,75 metra.Vigdís Jónsdóttir hreppti fyrstu verðlaun dagsins þegar hún sigraði sleggjukast kvenna með því að fleygja sleggjunni 55,67 metra. Í 110 metra grindahlaupi karla varð Ísak Óli Traustason úr UMSS hlutskarpastur þegar hann hljóp á 15,26 sekúndum. Þetta var hans besti árangur í sumar.Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri).visir/epaHilmar Örn Jónsson, FH, kastaði sleggjunni lengst allra karla í dag. Besta kast hans var 69,16 metrar. Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í dag í 100 metra grindahlaupi og kom fyrst í mark á 14,13 sekúndum. Hennar aðal grein er hins vegar 400 metra grindahlaup og fer það hlaup fram á morgun. FH-ingurinn Arna Stefanía hljóp líka í 100 metra spretthlaupi kvenna, en þar varð hún í öðru sæti á persónulegu meti, 12,04 sekúndum. Sigurvegari 100 metra hlaupsins var ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth sem hljóp á 12,02 sekúndum. Í 3000 metra hindrunarhlaupi karla var Arnar Pétursson úr ÍR fyrstur í mark á 9:43,73 mínútum. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki stökk hæst allra kvenna í stangarstökki í dag. Hún fór hæst yfir 2,92 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hann stökk yfir 1,90 metra. Í 400 metra hlaupi karla var það Kormákur Ari Hafliðason sem fór með sigur af hólmi. Hann hleypur fyrir FH og kom í mark á 48,87 sekúndum. Heimakonan Guðrún Heiða Bjarnadóttir úr HSK/Selfossi var hlutskörpust í langstökki kvenna, en hún stökk 5,78 metra í dag og er það hennar besti árangur frá upphafi. Karlameginn í langstökkinu var það Kristinn Torfason úr FH sem fór heim með gullið. Hann stökk 7,18 metra í dag. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir, Fjölni, hljóp hraðast allra í 400 metra hlaupi kvenna. Hún fór vegalengdina á 59,25 sekúndum. Í 1500 metra hlaupi karla sigraði Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi á 4:00,40 mínútum. Hjá konunum hljóp Andrea Kolbeinsdóttir hraðast 1500 metrana. ÍR-ingurinn hljóp á 4:54,87 mínútum. Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, hlaut Íslandsmeistaratitilinn í spjótkasti karla eftir að hafa kastað spjótinu 68,97 metra.Ari Bragi og Kolbeinn Höður voru í boðhlaupssveit FH í dagVísir/Facebook-síða FRÍBoðhlaupssveit FH var hlutskörpust í 4x100 metra spretthlaupi karla. Sveitina skipuðu Dagur Andri Einarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason og Kristófer Þorgrímsson. Þeir fóru sprettina á 41,15 sekúndum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Sveit ÍR bar sigur úr bítum í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Tiana Ósk Whitworth, Katrín Steinunn Antonsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu fyrir íR. Tími þeirra var 46,42 sekúndur. Sveit FH hreppti silfurverðlaunin. Mótinu á Selfossi lýkur svo á morgun, með úrslitum meðal annars úr 200 metra hlaupum karla og kvenna og 400 metra grindahlaupum, sem og úrslit stigakeppni liðanna munu ráðast. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum hófst á Selfossi í dag. Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði 100 metra hlaup karla, en hann kom á sama tíma í mark og Ari Bragi Kárason sem setti nýtt Íslandsmet í greininni fyrir tæpri viku síðan.Ásdís Hjálmsdóttir fékk enn ein gullverðlaunin í spjótkasti þegar hún kastaði 56,75 metra.Vigdís Jónsdóttir hreppti fyrstu verðlaun dagsins þegar hún sigraði sleggjukast kvenna með því að fleygja sleggjunni 55,67 metra. Í 110 metra grindahlaupi karla varð Ísak Óli Traustason úr UMSS hlutskarpastur þegar hann hljóp á 15,26 sekúndum. Þetta var hans besti árangur í sumar.Arna Stefanía Guðmundsdóttir (til hægri).visir/epaHilmar Örn Jónsson, FH, kastaði sleggjunni lengst allra karla í dag. Besta kast hans var 69,16 metrar. Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp í dag í 100 metra grindahlaupi og kom fyrst í mark á 14,13 sekúndum. Hennar aðal grein er hins vegar 400 metra grindahlaup og fer það hlaup fram á morgun. FH-ingurinn Arna Stefanía hljóp líka í 100 metra spretthlaupi kvenna, en þar varð hún í öðru sæti á persónulegu meti, 12,04 sekúndum. Sigurvegari 100 metra hlaupsins var ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth sem hljóp á 12,02 sekúndum. Í 3000 metra hindrunarhlaupi karla var Arnar Pétursson úr ÍR fyrstur í mark á 9:43,73 mínútum. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki stökk hæst allra kvenna í stangarstökki í dag. Hún fór hæst yfir 2,92 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hann stökk yfir 1,90 metra. Í 400 metra hlaupi karla var það Kormákur Ari Hafliðason sem fór með sigur af hólmi. Hann hleypur fyrir FH og kom í mark á 48,87 sekúndum. Heimakonan Guðrún Heiða Bjarnadóttir úr HSK/Selfossi var hlutskörpust í langstökki kvenna, en hún stökk 5,78 metra í dag og er það hennar besti árangur frá upphafi. Karlameginn í langstökkinu var það Kristinn Torfason úr FH sem fór heim með gullið. Hann stökk 7,18 metra í dag. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir, Fjölni, hljóp hraðast allra í 400 metra hlaupi kvenna. Hún fór vegalengdina á 59,25 sekúndum. Í 1500 metra hlaupi karla sigraði Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi á 4:00,40 mínútum. Hjá konunum hljóp Andrea Kolbeinsdóttir hraðast 1500 metrana. ÍR-ingurinn hljóp á 4:54,87 mínútum. Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, hlaut Íslandsmeistaratitilinn í spjótkasti karla eftir að hafa kastað spjótinu 68,97 metra.Ari Bragi og Kolbeinn Höður voru í boðhlaupssveit FH í dagVísir/Facebook-síða FRÍBoðhlaupssveit FH var hlutskörpust í 4x100 metra spretthlaupi karla. Sveitina skipuðu Dagur Andri Einarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason og Kristófer Þorgrímsson. Þeir fóru sprettina á 41,15 sekúndum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti. Sveit ÍR bar sigur úr bítum í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. Tiana Ósk Whitworth, Katrín Steinunn Antonsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu fyrir íR. Tími þeirra var 46,42 sekúndur. Sveit FH hreppti silfurverðlaunin. Mótinu á Selfossi lýkur svo á morgun, með úrslitum meðal annars úr 200 metra hlaupum karla og kvenna og 400 metra grindahlaupum, sem og úrslit stigakeppni liðanna munu ráðast.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira