Gert að sitja með tveggja ára son sinn í flugi United Airlines Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 20:45 Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. Vísir/AFP Flugfélagið United Airlines er nú í miðju enn eins hneykslisins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Shirley Yamauchi sagði í viðtali við fjölmiðla að flugfélagið hafi gefið sæti tveggja ára sonar hennar frá sér sem olli því að drengurinn þurfti að sitja í kjöltu hennar í rúmlega þrjá klukkutíma. „Hann er 11 pund og um það bil helmingi minni en ég,“ sagði Yamauchi í samtali við fjölmiðla. „Þetta var mjög óþægilegt... ég missti tilfinningu í báðum fótleggjum og vinstri handlegg.“ Yamauchi og sonur hennar voru á síðasta legg 18 klukkutíma ferðalags frá Hawaii til Boston. Í millilendingu í borginni Houston í Texas hafi maður sem var á biðlista komið um borð með miða merktan sama sætisnúmeri og sæti sonar hennar. Yamauchi sagðist ekki hafa viljað kvarta sökum frétta af slæmri meðferð flugfélagsins á farþegum. Athygli vakti í apríl síðastliðnum þegar maður ar dregin frá borði flugvélar United vegna þess að hún var yfirbókuð.Sjá einnig: Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út„Ég er hrædd. Ég er áhyggjufull. Ég er að ferðast með lítið barn,“ sagði Yamauchi. „Ég vildi ekki slasast. Ég vildi að hvorugt okkar myndi slasast.“ Farþeginn settist í miðjusætið sem sonurinn var skráður á og Yamauchi sat með son sinn í fanginu það sem var eftir af ferðinni. United Airlnes krefst þess að börn yfir 2 ára aldri ferðist á borguðum miða og á vefsíðu flugfélagsins er þess krafist að þau séu í sínu eigin sæti í flugi. Yamauchi segist hafa borgað 969 dollara fyrir sæti sonarins, eða rúmlega 100 þúsund krónur. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að miði drengsins hafi ekki verið rétt yfirfarinn og þess vegna hafi sæti hans verið gefið öðrum farþega. Yamauchi fær gjafabréf frá flugfélaginu ásamt því að fá miða drengsins endurgreiddan. „Við biðjum fröken Yamauchi og son hennar innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum einnig að vinna með starfsfólki okkar á flugvellinum til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Flugfélagið United Airlines er nú í miðju enn eins hneykslisins í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Shirley Yamauchi sagði í viðtali við fjölmiðla að flugfélagið hafi gefið sæti tveggja ára sonar hennar frá sér sem olli því að drengurinn þurfti að sitja í kjöltu hennar í rúmlega þrjá klukkutíma. „Hann er 11 pund og um það bil helmingi minni en ég,“ sagði Yamauchi í samtali við fjölmiðla. „Þetta var mjög óþægilegt... ég missti tilfinningu í báðum fótleggjum og vinstri handlegg.“ Yamauchi og sonur hennar voru á síðasta legg 18 klukkutíma ferðalags frá Hawaii til Boston. Í millilendingu í borginni Houston í Texas hafi maður sem var á biðlista komið um borð með miða merktan sama sætisnúmeri og sæti sonar hennar. Yamauchi sagðist ekki hafa viljað kvarta sökum frétta af slæmri meðferð flugfélagsins á farþegum. Athygli vakti í apríl síðastliðnum þegar maður ar dregin frá borði flugvélar United vegna þess að hún var yfirbókuð.Sjá einnig: Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út„Ég er hrædd. Ég er áhyggjufull. Ég er að ferðast með lítið barn,“ sagði Yamauchi. „Ég vildi ekki slasast. Ég vildi að hvorugt okkar myndi slasast.“ Farþeginn settist í miðjusætið sem sonurinn var skráður á og Yamauchi sat með son sinn í fanginu það sem var eftir af ferðinni. United Airlnes krefst þess að börn yfir 2 ára aldri ferðist á borguðum miða og á vefsíðu flugfélagsins er þess krafist að þau séu í sínu eigin sæti í flugi. Yamauchi segist hafa borgað 969 dollara fyrir sæti sonarins, eða rúmlega 100 þúsund krónur. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að miði drengsins hafi ekki verið rétt yfirfarinn og þess vegna hafi sæti hans verið gefið öðrum farþega. Yamauchi fær gjafabréf frá flugfélaginu ásamt því að fá miða drengsins endurgreiddan. „Við biðjum fröken Yamauchi og son hennar innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum einnig að vinna með starfsfólki okkar á flugvellinum til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53 Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44 Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22 Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12 Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Maðurinn sem var dreginn úr flugvél United Airlines fær skaðabætur David Dao, maðurinn sem dreginn var úr flugvél United Airlines fyrr í þessum mánuði hefur samið um skaðabætur við flugfélagið. 27. apríl 2017 19:53
Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Richard Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina. 14. apríl 2017 12:44
Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Maður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa af hendi sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. 5. maí 2017 10:22
Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni. 27. apríl 2017 08:12
Pari vísað frá borði á leiðinni í eigið brúðkaup Vandræði flugfélagsins United Airlines halda áfram. 17. apríl 2017 09:05