Woods: Hef rætt við Ólafíu um að koma til Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Cheyenne Woods, atvinnukylfingur sem er frænka ofurstjörnunnar Tigers Woods, er mikill aðdáandi vinkonu sinnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og spáir því að hún muni eiga bjarta framtíð. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um helgina líkt og Ólafía Þórunn en þær þekkjast frá háskóladögum sínum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur 365, var í Chicago og ræddi við Woods um Ólafíu.Sjá einnig:Er mjög stolt af sjálfri mér „Hún er frábær kylfingur. Ég hef þekkt hana frá því við vorum saman í háskóla. Við spiluðum saman í tvö ár hjá Wake Forest,“ segir Woods. „Ég sá strax hversu falleg sveiflan hennar er og hversu stöðugur spilari hún er. Það er frábært að sjá hana núna á mótaröðinni. Hún hefur átt nokkur frábær mót þannig vonandi heldur hún bara svona áfram.“ Woods telur að Ólafía muni ná langt þar sem hún er svo góður spilari og þá styttist í að Woods komi til Íslands. „Ólafía á eftir að verða stórkostlegur spilari og er það í raun og veru núna. Ég æfði með henni fyrr á leiktíðinni og þá var hún að hvetja mig til dáða og sýna mér æfingar. Við hjálpuðum hvor annarri. Hún á bjarta framtíð fyrir höndum,“ segir Woods. „Ég myndi elska að koma til Íslands. Ég hef nú þegar rætt við Ólafíu um það. Vonandi kem ég síðar í sumar en klárlega í náinni framtíð,“ segir Cheyenne Woods. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15 Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Cheyenne Woods, atvinnukylfingur sem er frænka ofurstjörnunnar Tigers Woods, er mikill aðdáandi vinkonu sinnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og spáir því að hún muni eiga bjarta framtíð. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um helgina líkt og Ólafía Þórunn en þær þekkjast frá háskóladögum sínum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur 365, var í Chicago og ræddi við Woods um Ólafíu.Sjá einnig:Er mjög stolt af sjálfri mér „Hún er frábær kylfingur. Ég hef þekkt hana frá því við vorum saman í háskóla. Við spiluðum saman í tvö ár hjá Wake Forest,“ segir Woods. „Ég sá strax hversu falleg sveiflan hennar er og hversu stöðugur spilari hún er. Það er frábært að sjá hana núna á mótaröðinni. Hún hefur átt nokkur frábær mót þannig vonandi heldur hún bara svona áfram.“ Woods telur að Ólafía muni ná langt þar sem hún er svo góður spilari og þá styttist í að Woods komi til Íslands. „Ólafía á eftir að verða stórkostlegur spilari og er það í raun og veru núna. Ég æfði með henni fyrr á leiktíðinni og þá var hún að hvetja mig til dáða og sýna mér æfingar. Við hjálpuðum hvor annarri. Hún á bjarta framtíð fyrir höndum,“ segir Woods. „Ég myndi elska að koma til Íslands. Ég hef nú þegar rætt við Ólafíu um það. Vonandi kem ég síðar í sumar en klárlega í náinni framtíð,“ segir Cheyenne Woods. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15 Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15
Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00