Verð á matvælum lækkar milli mánaða Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2017 13:33 Verð á matvælum lækkaði um eitt prósent milli mái og júní samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að rekja megi lækkun verðlags á matvælum og fleiri vörum á undanförnum vikum að hluta til þess að Costco hóf starfsemi. Verðhækkun á húsnæði heldur áfram að drífa áfram þá litlu verðbólgu sem mælist þessi misserin.Costco vöruhúsið hóf starfsemi sína í Garðabæ hinn 23. maí síðast liðinn og hefur því verið við lýði í um einn og hálfan mánuð. Án húsnæðis hefur verið verðhjöðnun á Íslandi síðast liðna tólf mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og hefur verðlag án húsnæðis lækkað um 3,5 prósentustig á þessum tíma. Hagdeild Alþýðusambandsins Íslands fylgist náið með verðlagi helstu verslana á Íslandi. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að greina megi titring í versluninni eftir að Costco tók til starfa og verð hafi lækkað. „Við sjáum kannski einhverja vísbendingu í nýjustu tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs sem komu í síðustu viku. Þar sér maður merki um að þetta er líklega að hafa áhrif víða og á ýmsum mörkuðum. Matvara t.d. lækkaði um ríflega eitt prósent sem er talsvert milli mánaða,“ segir Henný. Þá hafi til dæmis verð á lyfjum og raftækjum lækkað. Að einhverjum hluta megi rekja þessar verðlækkanir til tilkomu Costco og meiri samkeppni á markaði. „Við skulum vona það. Þetta er nýtt enn þá og maður þarf kannski að horfa á áhrifin af svona breytingu yfir svolítið lengri tíma. Við erum í okkar verðlagseftirliti núna að mæla og skoða og munum fylgjast vel með,“ segir Henný Mestu máli skipti að aukin samkeppni hafi varanleg áhrif. Myndin ætti að skýrast betur með haustinu.Það er í raun verðhjöðnun ef húsnæði er ekki talið með? „Já það er það og verðlag var óbreytt á milli mánaða núna. Húsnæði er og hefur verið að drífa þá verðbólgu sem er áfram. Það hefur ekki orðið nein breyting á því og þetta ýtir þá undir það,“ segir Henný Hinz. Neytendur Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Verð á matvælum lækkaði um eitt prósent milli mái og júní samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að rekja megi lækkun verðlags á matvælum og fleiri vörum á undanförnum vikum að hluta til þess að Costco hóf starfsemi. Verðhækkun á húsnæði heldur áfram að drífa áfram þá litlu verðbólgu sem mælist þessi misserin.Costco vöruhúsið hóf starfsemi sína í Garðabæ hinn 23. maí síðast liðinn og hefur því verið við lýði í um einn og hálfan mánuð. Án húsnæðis hefur verið verðhjöðnun á Íslandi síðast liðna tólf mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og hefur verðlag án húsnæðis lækkað um 3,5 prósentustig á þessum tíma. Hagdeild Alþýðusambandsins Íslands fylgist náið með verðlagi helstu verslana á Íslandi. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að greina megi titring í versluninni eftir að Costco tók til starfa og verð hafi lækkað. „Við sjáum kannski einhverja vísbendingu í nýjustu tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs sem komu í síðustu viku. Þar sér maður merki um að þetta er líklega að hafa áhrif víða og á ýmsum mörkuðum. Matvara t.d. lækkaði um ríflega eitt prósent sem er talsvert milli mánaða,“ segir Henný. Þá hafi til dæmis verð á lyfjum og raftækjum lækkað. Að einhverjum hluta megi rekja þessar verðlækkanir til tilkomu Costco og meiri samkeppni á markaði. „Við skulum vona það. Þetta er nýtt enn þá og maður þarf kannski að horfa á áhrifin af svona breytingu yfir svolítið lengri tíma. Við erum í okkar verðlagseftirliti núna að mæla og skoða og munum fylgjast vel með,“ segir Henný Mestu máli skipti að aukin samkeppni hafi varanleg áhrif. Myndin ætti að skýrast betur með haustinu.Það er í raun verðhjöðnun ef húsnæði er ekki talið með? „Já það er það og verðlag var óbreytt á milli mánaða núna. Húsnæði er og hefur verið að drífa þá verðbólgu sem er áfram. Það hefur ekki orðið nein breyting á því og þetta ýtir þá undir það,“ segir Henný Hinz.
Neytendur Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira