Formaður Framsýnar spáir hörðum átökum á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 13:49 Formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði löngu brostnar. Verkalýðshreyfingin hljóti að segja upp öllum kjarasamningum í febrúar á næsta ári og allt verði upp í loft á vinnumarkaði upp úr áramótum. Tímaritið Frjáls verslun birti í gær yfirlit yfir hæstu laun í nokkrum hópum samfélagsins miðað við upplýsingar á álagningarskrám Ríkisskattstjóra. Í fréttum okkar í gærkvöldi sagði Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins að forstjórar fyrirtækja og æðstu embættismenn hafi hækkað mest í launum milli áranna 2015 og 2016, eða um að jafnaði um tólf prósent. Þá haldi bilið á milli þessara hópa og almenns launafólks áfram að breikka, en launahækkanir á almennum markaði voru um 4,5 prósent í fyrra. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir þessa þróun hafa verið að ágerast á undanförnum árum. „Og þetta heldur bara áfram, þetta ójafnvægi sem er þarna. Svo hef ég líka í sjálfu sér áhyggjur af konunum sem eru ekki að koma vel út úr þessu,“ segir Aðalsteinn. En konur eru fámennar í öllum hópum hæstu launa sem Frjáls verslun skoðar. Þá hefur kjararáð nýlega úrskurðað verulegar launahækkanir til nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar sem ná marga mánuði aftur í tímann. Aðalsteinn hefur verið í fámennum hópi leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar sem lagst hefur gegn SALEK samkomulaginu svo kallaða, sem ætlað er að setja heildarramma utan um launahækkanir í landinu og stjórnvöld hafa ítrekað mælst til að komið verði á laggirnar. „Misvægið er gríðarlegt og svo náttúrlega eins og með kjararáð; við vorum líka að horfa á það fyrir nokkrum mánuðum að þingmenn og ráðherrar fengu gríðarlegar hækkanir. Nú koma fleiri gríðarlegar hækkanir til opinberra embættismanna. Það er alltaf talað um að taka á þessu. Það er ekkert gert í að taka á þessu. Það á alltaf að taka á þessu en það er ekkert gert. Þannig að þetta er ömurleg þróun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir stjórnvöld fara fremst í flokki við að brjóta þessi markmið með ríflegum hækkunum til æðstu embættismanna. „Þetta er bara hræsni. Ekkert annað en hræsni. Það er bara ekkert að marka hvað þeir segja. Þeir meina allt annað en þeir segja þegar þeir eru að ræða við okkur. Það sýnir sig best í þessum upplýsingum sem þarna koma fram,“ segir formaður Framsýnar. Í byrjun þessa árs varð endurskoðunarákvæði almennra kjarasamninga virkt. En þótt forysta ASÍ teldi forsendur samninga brostnar var samið um að flýta launahækkunum á þessu ári og bíða með endurskoðun eða uppsögn samninga fram yfir næstu áramót. En þá verður væntanlega lokið viðamiklum kjarasamningum lækna, kennara og fleiri við hið opinbera. Þannig að það stefnir kannski í hörð átök á vinnumarkaði í byrjun næsta árs? „Já, já ég trúi ekki öðru en samningar verði lausir eftir áramót. Allar forsendur samninga voru brostnar nú í febrúar síðast liðnum þegar endurskoðunin fór fram. Þá var ákveðið að bíða vegna þess að menn sáu fyrir ákveðnar hækkanir eins og hjá opinberum starfsmönnum. Það væri í farvatninu. Nú liggur þetta svolítið fyrir og mun gera enn frekar þegar líður á haustið. Ég vil meina að hér verði allt upp í loft í febrúar á næsta ári. Ég trúi ekki öðru,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði löngu brostnar. Verkalýðshreyfingin hljóti að segja upp öllum kjarasamningum í febrúar á næsta ári og allt verði upp í loft á vinnumarkaði upp úr áramótum. Tímaritið Frjáls verslun birti í gær yfirlit yfir hæstu laun í nokkrum hópum samfélagsins miðað við upplýsingar á álagningarskrám Ríkisskattstjóra. Í fréttum okkar í gærkvöldi sagði Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins að forstjórar fyrirtækja og æðstu embættismenn hafi hækkað mest í launum milli áranna 2015 og 2016, eða um að jafnaði um tólf prósent. Þá haldi bilið á milli þessara hópa og almenns launafólks áfram að breikka, en launahækkanir á almennum markaði voru um 4,5 prósent í fyrra. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir þessa þróun hafa verið að ágerast á undanförnum árum. „Og þetta heldur bara áfram, þetta ójafnvægi sem er þarna. Svo hef ég líka í sjálfu sér áhyggjur af konunum sem eru ekki að koma vel út úr þessu,“ segir Aðalsteinn. En konur eru fámennar í öllum hópum hæstu launa sem Frjáls verslun skoðar. Þá hefur kjararáð nýlega úrskurðað verulegar launahækkanir til nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar sem ná marga mánuði aftur í tímann. Aðalsteinn hefur verið í fámennum hópi leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar sem lagst hefur gegn SALEK samkomulaginu svo kallaða, sem ætlað er að setja heildarramma utan um launahækkanir í landinu og stjórnvöld hafa ítrekað mælst til að komið verði á laggirnar. „Misvægið er gríðarlegt og svo náttúrlega eins og með kjararáð; við vorum líka að horfa á það fyrir nokkrum mánuðum að þingmenn og ráðherrar fengu gríðarlegar hækkanir. Nú koma fleiri gríðarlegar hækkanir til opinberra embættismanna. Það er alltaf talað um að taka á þessu. Það er ekkert gert í að taka á þessu. Það á alltaf að taka á þessu en það er ekkert gert. Þannig að þetta er ömurleg þróun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir stjórnvöld fara fremst í flokki við að brjóta þessi markmið með ríflegum hækkunum til æðstu embættismanna. „Þetta er bara hræsni. Ekkert annað en hræsni. Það er bara ekkert að marka hvað þeir segja. Þeir meina allt annað en þeir segja þegar þeir eru að ræða við okkur. Það sýnir sig best í þessum upplýsingum sem þarna koma fram,“ segir formaður Framsýnar. Í byrjun þessa árs varð endurskoðunarákvæði almennra kjarasamninga virkt. En þótt forysta ASÍ teldi forsendur samninga brostnar var samið um að flýta launahækkunum á þessu ári og bíða með endurskoðun eða uppsögn samninga fram yfir næstu áramót. En þá verður væntanlega lokið viðamiklum kjarasamningum lækna, kennara og fleiri við hið opinbera. Þannig að það stefnir kannski í hörð átök á vinnumarkaði í byrjun næsta árs? „Já, já ég trúi ekki öðru en samningar verði lausir eftir áramót. Allar forsendur samninga voru brostnar nú í febrúar síðast liðnum þegar endurskoðunin fór fram. Þá var ákveðið að bíða vegna þess að menn sáu fyrir ákveðnar hækkanir eins og hjá opinberum starfsmönnum. Það væri í farvatninu. Nú liggur þetta svolítið fyrir og mun gera enn frekar þegar líður á haustið. Ég vil meina að hér verði allt upp í loft í febrúar á næsta ári. Ég trúi ekki öðru,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?