Formaður Framsýnar spáir hörðum átökum á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 13:49 Formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði löngu brostnar. Verkalýðshreyfingin hljóti að segja upp öllum kjarasamningum í febrúar á næsta ári og allt verði upp í loft á vinnumarkaði upp úr áramótum. Tímaritið Frjáls verslun birti í gær yfirlit yfir hæstu laun í nokkrum hópum samfélagsins miðað við upplýsingar á álagningarskrám Ríkisskattstjóra. Í fréttum okkar í gærkvöldi sagði Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins að forstjórar fyrirtækja og æðstu embættismenn hafi hækkað mest í launum milli áranna 2015 og 2016, eða um að jafnaði um tólf prósent. Þá haldi bilið á milli þessara hópa og almenns launafólks áfram að breikka, en launahækkanir á almennum markaði voru um 4,5 prósent í fyrra. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir þessa þróun hafa verið að ágerast á undanförnum árum. „Og þetta heldur bara áfram, þetta ójafnvægi sem er þarna. Svo hef ég líka í sjálfu sér áhyggjur af konunum sem eru ekki að koma vel út úr þessu,“ segir Aðalsteinn. En konur eru fámennar í öllum hópum hæstu launa sem Frjáls verslun skoðar. Þá hefur kjararáð nýlega úrskurðað verulegar launahækkanir til nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar sem ná marga mánuði aftur í tímann. Aðalsteinn hefur verið í fámennum hópi leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar sem lagst hefur gegn SALEK samkomulaginu svo kallaða, sem ætlað er að setja heildarramma utan um launahækkanir í landinu og stjórnvöld hafa ítrekað mælst til að komið verði á laggirnar. „Misvægið er gríðarlegt og svo náttúrlega eins og með kjararáð; við vorum líka að horfa á það fyrir nokkrum mánuðum að þingmenn og ráðherrar fengu gríðarlegar hækkanir. Nú koma fleiri gríðarlegar hækkanir til opinberra embættismanna. Það er alltaf talað um að taka á þessu. Það er ekkert gert í að taka á þessu. Það á alltaf að taka á þessu en það er ekkert gert. Þannig að þetta er ömurleg þróun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir stjórnvöld fara fremst í flokki við að brjóta þessi markmið með ríflegum hækkunum til æðstu embættismanna. „Þetta er bara hræsni. Ekkert annað en hræsni. Það er bara ekkert að marka hvað þeir segja. Þeir meina allt annað en þeir segja þegar þeir eru að ræða við okkur. Það sýnir sig best í þessum upplýsingum sem þarna koma fram,“ segir formaður Framsýnar. Í byrjun þessa árs varð endurskoðunarákvæði almennra kjarasamninga virkt. En þótt forysta ASÍ teldi forsendur samninga brostnar var samið um að flýta launahækkunum á þessu ári og bíða með endurskoðun eða uppsögn samninga fram yfir næstu áramót. En þá verður væntanlega lokið viðamiklum kjarasamningum lækna, kennara og fleiri við hið opinbera. Þannig að það stefnir kannski í hörð átök á vinnumarkaði í byrjun næsta árs? „Já, já ég trúi ekki öðru en samningar verði lausir eftir áramót. Allar forsendur samninga voru brostnar nú í febrúar síðast liðnum þegar endurskoðunin fór fram. Þá var ákveðið að bíða vegna þess að menn sáu fyrir ákveðnar hækkanir eins og hjá opinberum starfsmönnum. Það væri í farvatninu. Nú liggur þetta svolítið fyrir og mun gera enn frekar þegar líður á haustið. Ég vil meina að hér verði allt upp í loft í febrúar á næsta ári. Ég trúi ekki öðru,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði löngu brostnar. Verkalýðshreyfingin hljóti að segja upp öllum kjarasamningum í febrúar á næsta ári og allt verði upp í loft á vinnumarkaði upp úr áramótum. Tímaritið Frjáls verslun birti í gær yfirlit yfir hæstu laun í nokkrum hópum samfélagsins miðað við upplýsingar á álagningarskrám Ríkisskattstjóra. Í fréttum okkar í gærkvöldi sagði Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins að forstjórar fyrirtækja og æðstu embættismenn hafi hækkað mest í launum milli áranna 2015 og 2016, eða um að jafnaði um tólf prósent. Þá haldi bilið á milli þessara hópa og almenns launafólks áfram að breikka, en launahækkanir á almennum markaði voru um 4,5 prósent í fyrra. Aðalsteinn Baldursson formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir þessa þróun hafa verið að ágerast á undanförnum árum. „Og þetta heldur bara áfram, þetta ójafnvægi sem er þarna. Svo hef ég líka í sjálfu sér áhyggjur af konunum sem eru ekki að koma vel út úr þessu,“ segir Aðalsteinn. En konur eru fámennar í öllum hópum hæstu launa sem Frjáls verslun skoðar. Þá hefur kjararáð nýlega úrskurðað verulegar launahækkanir til nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar sem ná marga mánuði aftur í tímann. Aðalsteinn hefur verið í fámennum hópi leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar sem lagst hefur gegn SALEK samkomulaginu svo kallaða, sem ætlað er að setja heildarramma utan um launahækkanir í landinu og stjórnvöld hafa ítrekað mælst til að komið verði á laggirnar. „Misvægið er gríðarlegt og svo náttúrlega eins og með kjararáð; við vorum líka að horfa á það fyrir nokkrum mánuðum að þingmenn og ráðherrar fengu gríðarlegar hækkanir. Nú koma fleiri gríðarlegar hækkanir til opinberra embættismanna. Það er alltaf talað um að taka á þessu. Það er ekkert gert í að taka á þessu. Það á alltaf að taka á þessu en það er ekkert gert. Þannig að þetta er ömurleg þróun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir stjórnvöld fara fremst í flokki við að brjóta þessi markmið með ríflegum hækkunum til æðstu embættismanna. „Þetta er bara hræsni. Ekkert annað en hræsni. Það er bara ekkert að marka hvað þeir segja. Þeir meina allt annað en þeir segja þegar þeir eru að ræða við okkur. Það sýnir sig best í þessum upplýsingum sem þarna koma fram,“ segir formaður Framsýnar. Í byrjun þessa árs varð endurskoðunarákvæði almennra kjarasamninga virkt. En þótt forysta ASÍ teldi forsendur samninga brostnar var samið um að flýta launahækkunum á þessu ári og bíða með endurskoðun eða uppsögn samninga fram yfir næstu áramót. En þá verður væntanlega lokið viðamiklum kjarasamningum lækna, kennara og fleiri við hið opinbera. Þannig að það stefnir kannski í hörð átök á vinnumarkaði í byrjun næsta árs? „Já, já ég trúi ekki öðru en samningar verði lausir eftir áramót. Allar forsendur samninga voru brostnar nú í febrúar síðast liðnum þegar endurskoðunin fór fram. Þá var ákveðið að bíða vegna þess að menn sáu fyrir ákveðnar hækkanir eins og hjá opinberum starfsmönnum. Það væri í farvatninu. Nú liggur þetta svolítið fyrir og mun gera enn frekar þegar líður á haustið. Ég vil meina að hér verði allt upp í loft í febrúar á næsta ári. Ég trúi ekki öðru,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira