Leika á hljóðfæri sem sjaldan sjást hér á landi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2017 13:45 Sólveig með hörpu og Sergio Coto Blanco með lútu. „Ég verð með tónleika í Sigurjónssafni á Laugarnestanga annað kvöld, þriðjudag, ásamt kostaríska lútuleikaranum Sergio Coto Blanco,“ segir Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og heldur áfram. „Þar munum við leika á hljóðfæri sem sjást sjaldan hér á landi, sumsé ítalska þríraða hörpu, endurreisnarlútu og teorbu sem er bassalúta. Þetta eru endurgerðir af gömlum hljóðfærum.“ Á efnisskránni verður tónlist frá endurreisnar- og snemmbarokk tímanum, að sögn Sólveigar. „Við ætlum að spila upp úr enskum lútuhandritum frá 16. öld og líka verk eftir Bellerofonte, Castaldi, Giovanni Girolamo Kapsberger, Joan Ambrosio Dalza og fleiri snillinga sem voru uppi á þeirri sömu öld.“ Sólveig kveðst hafa lært hörpuleik hér á landi hjá Marion Herrera og Sophie Schoonjans en haldið utan til frekara náms við Royal Welsh College of Music & Drama í Cardiff haustið 2009. „Ég kynntist þríraðahörpu hjá velskum hörpuleikara og það vakti áhuga minn á eldri gerðum hörpu svo ég fór í meistaranám í sögulega upplýstum flutningi á slíkar hörpur í Bremen í Þýskalandi. Þar útskrifaðist ég fyrir ári síðan og starfa nú í Bremen og nágrenni með mismunandi kammerhópum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég verð með tónleika í Sigurjónssafni á Laugarnestanga annað kvöld, þriðjudag, ásamt kostaríska lútuleikaranum Sergio Coto Blanco,“ segir Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og heldur áfram. „Þar munum við leika á hljóðfæri sem sjást sjaldan hér á landi, sumsé ítalska þríraða hörpu, endurreisnarlútu og teorbu sem er bassalúta. Þetta eru endurgerðir af gömlum hljóðfærum.“ Á efnisskránni verður tónlist frá endurreisnar- og snemmbarokk tímanum, að sögn Sólveigar. „Við ætlum að spila upp úr enskum lútuhandritum frá 16. öld og líka verk eftir Bellerofonte, Castaldi, Giovanni Girolamo Kapsberger, Joan Ambrosio Dalza og fleiri snillinga sem voru uppi á þeirri sömu öld.“ Sólveig kveðst hafa lært hörpuleik hér á landi hjá Marion Herrera og Sophie Schoonjans en haldið utan til frekara náms við Royal Welsh College of Music & Drama í Cardiff haustið 2009. „Ég kynntist þríraðahörpu hjá velskum hörpuleikara og það vakti áhuga minn á eldri gerðum hörpu svo ég fór í meistaranám í sögulega upplýstum flutningi á slíkar hörpur í Bremen í Þýskalandi. Þar útskrifaðist ég fyrir ári síðan og starfa nú í Bremen og nágrenni með mismunandi kammerhópum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30.
Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira