Gunnar er í geggjuðu formi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. júlí 2017 06:00 Gunnar Nelson er hér í miðjunni ásamt þjálfurum sínum, John Kavanagh og Jóni Viðari Arnþórssyni, úti í Glasgow. Mynd/mjolnir.is/sóllilja baltasarsdóttir Nú er aðeins einn dagur þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í Glasgow þar sem hann mun mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í aðalbardaga kvöldsins. Mikið undir hjá okkar manni sem hefur lagt mikið á sig í aðdraganda bardagans. Undirbúningurinn hefur þó verið óhefðbundinn að því leyti að hinn írski þjálfari Gunnars, John Kavanagh, hefur ekkert verið með Gunnari og var að sjá hann í fyrsta sinn í langan tíma er hann kom til Glasgow. Gunnar er vanur að klára sínar æfingabúðir hjá Kavanagh í Dublin en að þessu sinni æfði Gunnar allan tímann á Íslandi enda aðstæður hjá Mjölni í heimsklassa.Vildi ekki fara frá syninum „Gunnar vildi líklega ekki fara frá syni sínum en Gunnar veit alveg hvað hann er að gera. Við sendum honum góða æfingafélaga frá Írlandi og ég fékk að sjá mikið af myndböndum frá æfingunum þannig að þetta var allt í góðu,“ segir hinn geðþekki Kavanagh en honum líst afar vel á lærisvein sinn frá Íslandi. „Gunni er sjóðheitur þessa dagana. Hann er búinn að klára tvo stráka sem eru líkir Ponzinibbio. Jouban og Tumenov voru boxarar eins og þessi er að stóru leyti. Duglegir og erfitt að ná þeim niður. Gunnar lítur svakalega vel út og ég veit að hann er í geggjuðu formi. Þetta gæti farið í fimm lotur enda er þessi gaur enginn aumingi. Það verður ekki auðvelt að taka hann niður. Ég sé ekki fyrir mér að þessi bardagi klárist í fyrstu lotu og því þarf formið að vera geðbilað gott, eins og við köllum það, fyrir svona bardaga. Ég veit að Gunni er í slíku formi.“Þjálfar einnig Conor Þessi skemmtilegi írski strákur, sem einnig þjálfar Conor McGregor, er alltaf óhræddur að spá í hvernig bardagar Gunnars verða og ég sleppti honum ekki með það nú frekar en áður. „Ég held að þessi bardagi klárist í annarri eða þriðju lotu. Ég hef skoðað Ponzinibbio og hann er í mjög góður formi sem og hraður. Hann hefur lent á móti stórum strákum sem hafa verið í vandræðum með að ná honum í gólfið. Ef menn ná honum niður þá er mjög erfitt að halda honum þar. Á móti kemur að það væri heimskulegt hjá honum að gera sömu mistök og Brandon Thatch gerði meðal annars og það er að vanmeta hversu góður Gunni er standandi. Fyrir mér er Gunni sterkari bæði standandi sem og í gólfinu þannig að ég hallast að því að Gunni klári þetta í þriðju lotu,“ segir Írinn og meinar það sem hann segir.Fer í taugarnar á Íranum Þetta verður þriðji bardaginn í röð þar sem Gunnar berst við menn sem eru fyrir neðan hann á styrkleikalista UFC og það fer aðeins í taugarnar á Íranum. „Það fer aðeins í taugarnar á mér því mér finnst Gunni eiga skilið að vera í umræðunni um þá gaura sem eru að fara að gera atlögu að beltinu. Samt flott hjá Gunna að vera fagmannlegur. Taka þá bardaga sem hann fær og gera það vel,“ segir Kavanagh. „Þessi strákur er samt verulega krefjandi og ég held að það kveiki í Gunna. Ef hann klárar þennan bardaga þá fær hann vonandi að berjast við mann á topp tíu nema þeir séu að þvo á sér hárið eða hvað þeir voru að gera er þeir vildu ekki fara í hann síðast,“ sagði Kavanagh sposkur en venju samkvæmt sér hann stóra hluti í framtíðinni.Er með Evrópu við bakið á sér „Ég verð mjög svekktur ef við verðum ekki að tala um beltið þegar við spjöllum næst eða þarnæst. Hann er að fara að gera tilkall til þess og er með Evrópu við bakið á sér. Ég vona að næsta sumar verðum við á leið í titilbardaga eða að minnsta kosti einum bardaga frá titilbardaga.“Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is. MMA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira
Nú er aðeins einn dagur þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í Glasgow þar sem hann mun mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í aðalbardaga kvöldsins. Mikið undir hjá okkar manni sem hefur lagt mikið á sig í aðdraganda bardagans. Undirbúningurinn hefur þó verið óhefðbundinn að því leyti að hinn írski þjálfari Gunnars, John Kavanagh, hefur ekkert verið með Gunnari og var að sjá hann í fyrsta sinn í langan tíma er hann kom til Glasgow. Gunnar er vanur að klára sínar æfingabúðir hjá Kavanagh í Dublin en að þessu sinni æfði Gunnar allan tímann á Íslandi enda aðstæður hjá Mjölni í heimsklassa.Vildi ekki fara frá syninum „Gunnar vildi líklega ekki fara frá syni sínum en Gunnar veit alveg hvað hann er að gera. Við sendum honum góða æfingafélaga frá Írlandi og ég fékk að sjá mikið af myndböndum frá æfingunum þannig að þetta var allt í góðu,“ segir hinn geðþekki Kavanagh en honum líst afar vel á lærisvein sinn frá Íslandi. „Gunni er sjóðheitur þessa dagana. Hann er búinn að klára tvo stráka sem eru líkir Ponzinibbio. Jouban og Tumenov voru boxarar eins og þessi er að stóru leyti. Duglegir og erfitt að ná þeim niður. Gunnar lítur svakalega vel út og ég veit að hann er í geggjuðu formi. Þetta gæti farið í fimm lotur enda er þessi gaur enginn aumingi. Það verður ekki auðvelt að taka hann niður. Ég sé ekki fyrir mér að þessi bardagi klárist í fyrstu lotu og því þarf formið að vera geðbilað gott, eins og við köllum það, fyrir svona bardaga. Ég veit að Gunni er í slíku formi.“Þjálfar einnig Conor Þessi skemmtilegi írski strákur, sem einnig þjálfar Conor McGregor, er alltaf óhræddur að spá í hvernig bardagar Gunnars verða og ég sleppti honum ekki með það nú frekar en áður. „Ég held að þessi bardagi klárist í annarri eða þriðju lotu. Ég hef skoðað Ponzinibbio og hann er í mjög góður formi sem og hraður. Hann hefur lent á móti stórum strákum sem hafa verið í vandræðum með að ná honum í gólfið. Ef menn ná honum niður þá er mjög erfitt að halda honum þar. Á móti kemur að það væri heimskulegt hjá honum að gera sömu mistök og Brandon Thatch gerði meðal annars og það er að vanmeta hversu góður Gunni er standandi. Fyrir mér er Gunni sterkari bæði standandi sem og í gólfinu þannig að ég hallast að því að Gunni klári þetta í þriðju lotu,“ segir Írinn og meinar það sem hann segir.Fer í taugarnar á Íranum Þetta verður þriðji bardaginn í röð þar sem Gunnar berst við menn sem eru fyrir neðan hann á styrkleikalista UFC og það fer aðeins í taugarnar á Íranum. „Það fer aðeins í taugarnar á mér því mér finnst Gunni eiga skilið að vera í umræðunni um þá gaura sem eru að fara að gera atlögu að beltinu. Samt flott hjá Gunna að vera fagmannlegur. Taka þá bardaga sem hann fær og gera það vel,“ segir Kavanagh. „Þessi strákur er samt verulega krefjandi og ég held að það kveiki í Gunna. Ef hann klárar þennan bardaga þá fær hann vonandi að berjast við mann á topp tíu nema þeir séu að þvo á sér hárið eða hvað þeir voru að gera er þeir vildu ekki fara í hann síðast,“ sagði Kavanagh sposkur en venju samkvæmt sér hann stóra hluti í framtíðinni.Er með Evrópu við bakið á sér „Ég verð mjög svekktur ef við verðum ekki að tala um beltið þegar við spjöllum næst eða þarnæst. Hann er að fara að gera tilkall til þess og er með Evrópu við bakið á sér. Ég vona að næsta sumar verðum við á leið í titilbardaga eða að minnsta kosti einum bardaga frá titilbardaga.“Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is.
MMA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira