Trump yngri boðnar rússneskar upplýsingar um Clinton í gegnum slúðurblaðamann og poppstjörnu Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 19:30 Feðgarnir Donald Trump og Donald Trump. Vísir/AFP Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. Rob Goldstone er fyrrverandi breskur slúðurblaðamaður og markaðssérfræðingur sem vinnur fyrir rússneska poppstjörnu að nafni Emin Aglarov. Poppstjarnan kom að Miss Universe fegurðarsamkeppninni sem er í eigu Donald Trump í Moskvu árið 2013 og flutti kynningarlag keppninnar. Eftir að New York Times birti frétt í gær um fund Don Trump með rússneskum lögfræðingi, konu, með tengsl við rússnesk stjórnvöld, birti Trump yngri á Twitter síðu sinni í dag tölvusamskipti við Rob Goldstone um aðdraganda þess fundar. En New York Times hafði þá boðað frekari afhjúpanir í tengslum við fundinn. Hinn 3. júní í fyrra þegar baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum var í algleymingi, sendi Goldstone Trump yngra tölvupóst. Þar greinir hann frá því að áðurnefndri poppstjörnu Emin sé kunnugt um að aðalsaksóknari Rússlands hafi hitt föður Emin, Aras, fyrr um morguninn þann sama dag. Saksóknarinn hafi boðist til að útvega kosningabaráttu Trump opinber gögn og upplýsingar sem myndu sakfella Hillary Clinton vegna samskipta hennar við Rússa og gagnast föður Don Trump vel. „Þetta eru augljóslega viðkvæmar upplýsingar frá æðstu stöðum en eru hluti af stuðningi Rússa og rússneskra stjórnvalda við Herra Trump - með stuðningi Emin og föður hans Aras.“ segir í tölvuskeytinu. Síðar í tölvuskeytinu til sonar Trump segir Goldstone: „Ég get líka sent þessar upplýsingar til föður þíns í gegnum Rhona (sem var aðstoðarkona Donald Trump áður en hann varð forseti) en þetta er einstaklega viðkvæmt þannig að ég vildi ræða við þig fyrst.“ Á þessum tíma tók Don Trump að fullu þátt í kosningabaráttu föður síns og því nátengdur framboðinu. Samkvæmt bandarískum lögum mega erlendir ríkisborgarar ekki skipta sér af kosningum til embætta í landinu. Engi að síður ákvað Don að hitta rússneskan lögmanninn vegna þessara mála í turni föður síns í New York sex dögum síðar ásamt kosningastjóra föður síns Paul Manfort og mági sínum Jared Kushner, sem nú er einn aðalráðgjafi forsetans. Daginn sem fundurinn fór fram tísti Donald Trump spurningu til Clinton: „Hvar eru þrjátíu og þrjú þúsund tölvupóstar sem þú eyddir.“ Í yfirlýsingu á Twitter í dag gerir Trump yngri lítið úr þessum fundi og segir rússneska lögmanninn ekki hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Hún hafi ekki haft neinar upplýsingar fram að færa, en viljað ræða ættleiðingar til Bandaríkjanna á rússneskum börnum sem Vladimir Putin hafði stoppað eftir að Bandaríkjaþing samþykkti refsiaðgerðir gegn tilteknum rússneskum einstaklingum. Og það er greinilegt að Donald Trump finnst mikið til rússnesku poppstjörnunnar því hann sendi Emin þessi skilaboð þegar hann varð 35 ára í desember 2014: „Emin, ég trúi því ekki að þú sért að verða 35 ára. Þú eldist, en þú ert sigurvegari og baráttumaður. Frábær fasteignasali og magnaður skemmtikraftur, strákur,“ sagði Donald Trump. . Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. Rob Goldstone er fyrrverandi breskur slúðurblaðamaður og markaðssérfræðingur sem vinnur fyrir rússneska poppstjörnu að nafni Emin Aglarov. Poppstjarnan kom að Miss Universe fegurðarsamkeppninni sem er í eigu Donald Trump í Moskvu árið 2013 og flutti kynningarlag keppninnar. Eftir að New York Times birti frétt í gær um fund Don Trump með rússneskum lögfræðingi, konu, með tengsl við rússnesk stjórnvöld, birti Trump yngri á Twitter síðu sinni í dag tölvusamskipti við Rob Goldstone um aðdraganda þess fundar. En New York Times hafði þá boðað frekari afhjúpanir í tengslum við fundinn. Hinn 3. júní í fyrra þegar baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum var í algleymingi, sendi Goldstone Trump yngra tölvupóst. Þar greinir hann frá því að áðurnefndri poppstjörnu Emin sé kunnugt um að aðalsaksóknari Rússlands hafi hitt föður Emin, Aras, fyrr um morguninn þann sama dag. Saksóknarinn hafi boðist til að útvega kosningabaráttu Trump opinber gögn og upplýsingar sem myndu sakfella Hillary Clinton vegna samskipta hennar við Rússa og gagnast föður Don Trump vel. „Þetta eru augljóslega viðkvæmar upplýsingar frá æðstu stöðum en eru hluti af stuðningi Rússa og rússneskra stjórnvalda við Herra Trump - með stuðningi Emin og föður hans Aras.“ segir í tölvuskeytinu. Síðar í tölvuskeytinu til sonar Trump segir Goldstone: „Ég get líka sent þessar upplýsingar til föður þíns í gegnum Rhona (sem var aðstoðarkona Donald Trump áður en hann varð forseti) en þetta er einstaklega viðkvæmt þannig að ég vildi ræða við þig fyrst.“ Á þessum tíma tók Don Trump að fullu þátt í kosningabaráttu föður síns og því nátengdur framboðinu. Samkvæmt bandarískum lögum mega erlendir ríkisborgarar ekki skipta sér af kosningum til embætta í landinu. Engi að síður ákvað Don að hitta rússneskan lögmanninn vegna þessara mála í turni föður síns í New York sex dögum síðar ásamt kosningastjóra föður síns Paul Manfort og mági sínum Jared Kushner, sem nú er einn aðalráðgjafi forsetans. Daginn sem fundurinn fór fram tísti Donald Trump spurningu til Clinton: „Hvar eru þrjátíu og þrjú þúsund tölvupóstar sem þú eyddir.“ Í yfirlýsingu á Twitter í dag gerir Trump yngri lítið úr þessum fundi og segir rússneska lögmanninn ekki hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Hún hafi ekki haft neinar upplýsingar fram að færa, en viljað ræða ættleiðingar til Bandaríkjanna á rússneskum börnum sem Vladimir Putin hafði stoppað eftir að Bandaríkjaþing samþykkti refsiaðgerðir gegn tilteknum rússneskum einstaklingum. Og það er greinilegt að Donald Trump finnst mikið til rússnesku poppstjörnunnar því hann sendi Emin þessi skilaboð þegar hann varð 35 ára í desember 2014: „Emin, ég trúi því ekki að þú sért að verða 35 ára. Þú eldist, en þú ert sigurvegari og baráttumaður. Frábær fasteignasali og magnaður skemmtikraftur, strákur,“ sagði Donald Trump. .
Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37