Velferðin í forgangi Þorsteinn Víglundsson skrifar 10. júlí 2017 07:00 Heilbrigðis- og velferðarmál voru í forgrunni í síðustu kosningum. Verkefnin eru mörg og brýn. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa. Meðal annars verður rýnt með hvaða hætti kerfið styður við einstæða foreldra. Sérstakar hækkanir bótafjárhæða til þeirra sem búa einir og eru með lægstu fjölskyldutekjurnar verða í byrjun næsta árs. Hækkun frítekjumarka atvinnutekna ellilífeyrisþega til samræmis við frítekjumark örorkulífeyrisþega verður forgangsmál. Á kjörtímabilinu hyggjumst við hækka fæðingarorlofsgreiðslur og ráðast í endurskoðun örorkulífeyriskerfis með aukna áherslu á starfsendurhæfingu fyrir þá sem eiga þess kost og aukinn stuðning til virkni. Til þessara verka þarf mikið fjármagn. Frá 2016 til loka ríkisfjármálaáætlunar vaxa útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála um nærri 100 milljarða að raunvirði og fara með því úr tæpum 49 prósentum í tæp 53 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þetta sýnir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á velferðarmál. Á föstudag birtist grein eftir Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann VG, þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórnin „hugsi fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins“. Hann vísaði til laga um séreignarsparnað sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar sem er ætlað að fjölga þeim sem geta keypt sér fyrstu fasteign. Í samfélaginu eru hópar sem ekki eru í aðstöðu til að safna til húsnæðiskaupa. Húsnæðisaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í byrjun júní beinast sérstaklega að þessum hópi. Nefna má 14,5 milljarða króna sem fara í að byggja 3.200 íbúðir í samstarfi við sveitarfélög, ASÍ og fleiri aðila á næstu árum, sem verða leigðar út á sanngjörnu verði. Niðurstaða þingmannsins er að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu. Sú staðhæfing er sett fram án stuðnings í nokkur haldbær gögn. Staðreyndir sýna hins vegar annað. Þar sést best að forgangsröðun er á velferð þeirra sem mest þurfa á að halda.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Róttækni er þörf Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. 7. júlí 2017 07:00 Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðis- og velferðarmál voru í forgrunni í síðustu kosningum. Verkefnin eru mörg og brýn. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa. Meðal annars verður rýnt með hvaða hætti kerfið styður við einstæða foreldra. Sérstakar hækkanir bótafjárhæða til þeirra sem búa einir og eru með lægstu fjölskyldutekjurnar verða í byrjun næsta árs. Hækkun frítekjumarka atvinnutekna ellilífeyrisþega til samræmis við frítekjumark örorkulífeyrisþega verður forgangsmál. Á kjörtímabilinu hyggjumst við hækka fæðingarorlofsgreiðslur og ráðast í endurskoðun örorkulífeyriskerfis með aukna áherslu á starfsendurhæfingu fyrir þá sem eiga þess kost og aukinn stuðning til virkni. Til þessara verka þarf mikið fjármagn. Frá 2016 til loka ríkisfjármálaáætlunar vaxa útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála um nærri 100 milljarða að raunvirði og fara með því úr tæpum 49 prósentum í tæp 53 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þetta sýnir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á velferðarmál. Á föstudag birtist grein eftir Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann VG, þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórnin „hugsi fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins“. Hann vísaði til laga um séreignarsparnað sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar sem er ætlað að fjölga þeim sem geta keypt sér fyrstu fasteign. Í samfélaginu eru hópar sem ekki eru í aðstöðu til að safna til húsnæðiskaupa. Húsnæðisaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í byrjun júní beinast sérstaklega að þessum hópi. Nefna má 14,5 milljarða króna sem fara í að byggja 3.200 íbúðir í samstarfi við sveitarfélög, ASÍ og fleiri aðila á næstu árum, sem verða leigðar út á sanngjörnu verði. Niðurstaða þingmannsins er að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu. Sú staðhæfing er sett fram án stuðnings í nokkur haldbær gögn. Staðreyndir sýna hins vegar annað. Þar sést best að forgangsröðun er á velferð þeirra sem mest þurfa á að halda.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra.
Róttækni er þörf Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. 7. júlí 2017 07:00
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar