Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. júlí 2017 06:00 Landssamband lögreglumanna vill fá að nota rafbyssur í erfiðum aðstæðum. vísir/eyþór „Stærsti punkturinn í þessu öllu saman er þessi gríðarlega undirmönnun um land allt. Við erum búin að vara við því að það verði slys, hvernig svo sem þau verða, vegna þess,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Mannekla er að hans sögn orðin gríðarlegt vandamál innan raða lögreglunnar. Snorri vill ekki tjá sig sérstaklega um mál tveggja lögreglumanna sem grunaðir eru um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi fyrir utan Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi í maí síðastliðnum, með þeim afleiðingum að maður tvífótbrotnaði og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en maðurinn verður óvinnufær í um sex mánuði hið minnsta. Atvikið átti sér stað þegar verið var að handtaka annan manninn vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Maðurinn sýndi mikinn mótþróa við handtökuna og sæta lögreglumennirnir rannsókn vegna gruns um að hafa barið mennina tvo með kylfum og skellt bílhurð á fætur annars mannsins. Snorri segir að atvik sem þessi séu alvarleg en að hins vegar sé ljóst að lögreglan eigi erfitt með að takast á við erfiðustu aðstæðurnar sökum mikillar manneklu. Landssambandið hefur óskað eftir heimild til að fá að nota rafbyssur í slíkum aðstæðum, en Snorri segist ekki geta sagt til um hvort það hefði getað haft áhrif á umrætt atvik. „Við erum margoft búin að benda á þann möguleika fyrir lögregluna. Það er ansi stórt stökk í valdbeitingarstiganum að fara úr kylfu og piparúða yfir í skotvopn en þessar rafbyssur koma þar á milli – svo ég tali almennt, en ekki út frá þessu atviki.“ Aðspurður segir Snorri ekkert óeðlilegt við að lögreglumennirnir tveir séu enn við störf, þrátt fyrir alvarlegar ásakanir. „Lögreglumenn eru eins og aðrir borgarar og þegnar þessa lands, að þeir eru saklausir uns sekt þeirra er sönnuð með dómsuppkvaðningu. Þannig að ég sé í sjálfu sér ekki af hverju það sama ætti ekki að gilda um lögreglumenn og aðra sem fá á sig kæru,“ segir Snorri. „Eins verður líka að huga að því að þegar búið er að taka ákvörðun um hluta refsingar eru launin skorin niður til helminga. Þannig að það eru ýmis sjónarmið í málinu, og þau eru ekki eins klippt og skorin og þau líta oft út fyrir að vera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
„Stærsti punkturinn í þessu öllu saman er þessi gríðarlega undirmönnun um land allt. Við erum búin að vara við því að það verði slys, hvernig svo sem þau verða, vegna þess,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Mannekla er að hans sögn orðin gríðarlegt vandamál innan raða lögreglunnar. Snorri vill ekki tjá sig sérstaklega um mál tveggja lögreglumanna sem grunaðir eru um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi fyrir utan Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi í maí síðastliðnum, með þeim afleiðingum að maður tvífótbrotnaði og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en maðurinn verður óvinnufær í um sex mánuði hið minnsta. Atvikið átti sér stað þegar verið var að handtaka annan manninn vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Maðurinn sýndi mikinn mótþróa við handtökuna og sæta lögreglumennirnir rannsókn vegna gruns um að hafa barið mennina tvo með kylfum og skellt bílhurð á fætur annars mannsins. Snorri segir að atvik sem þessi séu alvarleg en að hins vegar sé ljóst að lögreglan eigi erfitt með að takast á við erfiðustu aðstæðurnar sökum mikillar manneklu. Landssambandið hefur óskað eftir heimild til að fá að nota rafbyssur í slíkum aðstæðum, en Snorri segist ekki geta sagt til um hvort það hefði getað haft áhrif á umrætt atvik. „Við erum margoft búin að benda á þann möguleika fyrir lögregluna. Það er ansi stórt stökk í valdbeitingarstiganum að fara úr kylfu og piparúða yfir í skotvopn en þessar rafbyssur koma þar á milli – svo ég tali almennt, en ekki út frá þessu atviki.“ Aðspurður segir Snorri ekkert óeðlilegt við að lögreglumennirnir tveir séu enn við störf, þrátt fyrir alvarlegar ásakanir. „Lögreglumenn eru eins og aðrir borgarar og þegnar þessa lands, að þeir eru saklausir uns sekt þeirra er sönnuð með dómsuppkvaðningu. Þannig að ég sé í sjálfu sér ekki af hverju það sama ætti ekki að gilda um lögreglumenn og aðra sem fá á sig kæru,“ segir Snorri. „Eins verður líka að huga að því að þegar búið er að taka ákvörðun um hluta refsingar eru launin skorin niður til helminga. Þannig að það eru ýmis sjónarmið í málinu, og þau eru ekki eins klippt og skorin og þau líta oft út fyrir að vera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira