Lítið fækkað í hópi sprautufíkla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 14:00 Um 350 manns leita á Vog árlega vegna sprautufíknar. vísir/e.ól Yfirlæknir á Vogi segir þörf á að bæta meðferðarúrræði fyrir sprautufíkla hér á landi. Erfiðlega hefur gengið að fækka í hópi þessa fólks, en í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð undanfarin ár. Undanfarin ár hefur dregið úr fjölda þeirra sem sprauta í æð, en í kringum 350 manns leita á sjúkrahúsið Vog árlega, í um 550 innlögnum, vegna sprautufíknar. Sprautufíklar fara mun oftar í meðferð en aðrir, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Hún segir að sinna þurfi þessum hópi fólks betur. „Ef það væri aukið fjármagn væri hægt að gera meira og halda betur utan um fólk sem er í þessari stöðu, sem þarf meiri aðstoð til að komast aftur á fætur og inn í lífið því það eru margar hættur, þó fólk sé búið í afeitrun og komið í lágmarksjafnvægi. Því það er ekki nema helmingurinn unninn með því,“ segir Valgerður. Hún segir meðalaldur þessa hóps fara hækkandi og að margvíslegir heilsukvillar hrjái hann. Það sé ávinningur allra að bæta úrræðin, enda valdi fíknisjúkdómar þjóðfélaginu tjóni. „Þessi neysla er alveg gríðarlega hættuleg. Hún er lífshættuleg og það er auðvitað mesti skaðinn. Fólk verður lífshættulega veikt og það þarf aðhlynningu, og fyrir auðvitað utan dauðsföll sem er hreinlega alltof mikið af og fólk sem sprautar í æð er í margfaldri lífshættu miðað við aðra jafnaldra þeirra,“ segir hún. Meira utanumhald þurfi. „Þetta er einmitt hópur sem er ekki alltaf tilbúinn til að stoppa og útskrifa sig kannski, en þurfa að koma aftur, og við þurfum að geta sinnt því. Þessi hópur hefur komið tvöfalt oftar en til dæmis restin af öllum sem hafa komið til okkar. Þeir þurfa að koma aftur og gera það, en í raun þyrftum við að geta sinnt þeim enn betur.“ Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir þörf á að bæta meðferðarúrræði fyrir sprautufíkla hér á landi. Erfiðlega hefur gengið að fækka í hópi þessa fólks, en í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð undanfarin ár. Undanfarin ár hefur dregið úr fjölda þeirra sem sprauta í æð, en í kringum 350 manns leita á sjúkrahúsið Vog árlega, í um 550 innlögnum, vegna sprautufíknar. Sprautufíklar fara mun oftar í meðferð en aðrir, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Hún segir að sinna þurfi þessum hópi fólks betur. „Ef það væri aukið fjármagn væri hægt að gera meira og halda betur utan um fólk sem er í þessari stöðu, sem þarf meiri aðstoð til að komast aftur á fætur og inn í lífið því það eru margar hættur, þó fólk sé búið í afeitrun og komið í lágmarksjafnvægi. Því það er ekki nema helmingurinn unninn með því,“ segir Valgerður. Hún segir meðalaldur þessa hóps fara hækkandi og að margvíslegir heilsukvillar hrjái hann. Það sé ávinningur allra að bæta úrræðin, enda valdi fíknisjúkdómar þjóðfélaginu tjóni. „Þessi neysla er alveg gríðarlega hættuleg. Hún er lífshættuleg og það er auðvitað mesti skaðinn. Fólk verður lífshættulega veikt og það þarf aðhlynningu, og fyrir auðvitað utan dauðsföll sem er hreinlega alltof mikið af og fólk sem sprautar í æð er í margfaldri lífshættu miðað við aðra jafnaldra þeirra,“ segir hún. Meira utanumhald þurfi. „Þetta er einmitt hópur sem er ekki alltaf tilbúinn til að stoppa og útskrifa sig kannski, en þurfa að koma aftur, og við þurfum að geta sinnt því. Þessi hópur hefur komið tvöfalt oftar en til dæmis restin af öllum sem hafa komið til okkar. Þeir þurfa að koma aftur og gera það, en í raun þyrftum við að geta sinnt þeim enn betur.“
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira