Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2017 16:07 Sean Spicer á blaðamannafundi í Hvíta húsinu. Vísir/AFP Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en frá þessu er greint á vef New York Times. Í frétt blaðsins kemur fram að Spicer hafi tjáð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að hann væri verulega ósáttur við skipan Anthony Scaramucci sem samskiptastjóra Hvíta hússins. Scaramucci var skipaður í embættið klukkan 10 í morgun að staðartíma og óskaði Trump eftir því við Spicer að hann myndi halda áfram í starfi fjölmiðlafulltrúa. Spicer sagði forsetanum hins vegar að hann teldi að skipan Scaramucci í embætti vera mikil mistök, að því er fram kemur í frétt New York Times. Fyrr í dag var greint frá því að talsmaður lögfræðiteymis Trump hefði sagt upp störfum. Ástæðan er sögð vera sú að hann sé ósáttur með þá stefnu teymisins að koma óorði á þá sem fara með rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Skömmu síðar var svo greint frá því að Marc Kasowitz væri hættur störfum sem einkalögmaður Trump. Það er því ljóst að mikill titringur er á meðal þeirra sem starfað hafa náið með forsetanum í hans stuttu forsetatíð en Trump tók við embætti í janúar síðastliðnum. Meint tengsl framboðs hans við Rússa og meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í fyrra hafa sett mikinn svip á fyrstu sex mánuði Trump í embætti. Fyrr í þessum mánuði var til að mynda greint frá því að sonur hans, Donald Trump yngri, hefði fundað með rússneskum lögfræðingi í fyrra í von um að fá upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns, sem gætu skaðlegar fyrir hana. Donald Trump Tengdar fréttir Trump lætur skoða mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum í fyrra Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. 19. júlí 2017 19:30 Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Donald Trump hefur verið forseti Bandaríkjanna í sex mánuði í dag. 20. júlí 2017 15:30 Talsmaður lögfræðiteymis Trump segir upp Mark Corallo sagði upp vegna ósættis við þær aðferðir teymis Trump að grafa undan saksóknara sem fer með rannsókn af afskiptum Rússa. 21. júlí 2017 08:45 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en frá þessu er greint á vef New York Times. Í frétt blaðsins kemur fram að Spicer hafi tjáð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að hann væri verulega ósáttur við skipan Anthony Scaramucci sem samskiptastjóra Hvíta hússins. Scaramucci var skipaður í embættið klukkan 10 í morgun að staðartíma og óskaði Trump eftir því við Spicer að hann myndi halda áfram í starfi fjölmiðlafulltrúa. Spicer sagði forsetanum hins vegar að hann teldi að skipan Scaramucci í embætti vera mikil mistök, að því er fram kemur í frétt New York Times. Fyrr í dag var greint frá því að talsmaður lögfræðiteymis Trump hefði sagt upp störfum. Ástæðan er sögð vera sú að hann sé ósáttur með þá stefnu teymisins að koma óorði á þá sem fara með rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Skömmu síðar var svo greint frá því að Marc Kasowitz væri hættur störfum sem einkalögmaður Trump. Það er því ljóst að mikill titringur er á meðal þeirra sem starfað hafa náið með forsetanum í hans stuttu forsetatíð en Trump tók við embætti í janúar síðastliðnum. Meint tengsl framboðs hans við Rússa og meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í fyrra hafa sett mikinn svip á fyrstu sex mánuði Trump í embætti. Fyrr í þessum mánuði var til að mynda greint frá því að sonur hans, Donald Trump yngri, hefði fundað með rússneskum lögfræðingi í fyrra í von um að fá upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns, sem gætu skaðlegar fyrir hana.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump lætur skoða mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum í fyrra Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. 19. júlí 2017 19:30 Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Donald Trump hefur verið forseti Bandaríkjanna í sex mánuði í dag. 20. júlí 2017 15:30 Talsmaður lögfræðiteymis Trump segir upp Mark Corallo sagði upp vegna ósættis við þær aðferðir teymis Trump að grafa undan saksóknara sem fer með rannsókn af afskiptum Rússa. 21. júlí 2017 08:45 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Trump lætur skoða mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum í fyrra Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. 19. júlí 2017 19:30
Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Donald Trump hefur verið forseti Bandaríkjanna í sex mánuði í dag. 20. júlí 2017 15:30
Talsmaður lögfræðiteymis Trump segir upp Mark Corallo sagði upp vegna ósættis við þær aðferðir teymis Trump að grafa undan saksóknara sem fer með rannsókn af afskiptum Rússa. 21. júlí 2017 08:45