Sjö vikna stúlka með kíghósta: Sóttvarnalæknir segir varanlega vörn ekki felast í bólusetningunni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. júlí 2017 13:45 Litla stúlkan er komin á lyf og virðist líða betur. Myndin er birt með leyfi móðurinnar. Helena Helena Dögg Stefánsdóttir greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að dóttir hennar, 7 vikna, væri með kíghósta. Þar má meðal annars heyra upptöku af hósta dóttur hennar. Kíghósti er bakteríusýking sem smitast á milli manna með mikilli nánd og í gegnum úða eða öndun. Í samtali við Vísi segir Helena, að dóttur sinni líði betur. Hún sé komin á lyf sem drepur bakteríuna. Helena nefnir að það hafi hjálpað til að dóttir hennar hafi verið greind fremur snemma. Veikindin byrjuðu sem nefrennsli og síðar komu hóstaköstin. „Hún var bara búin að vera í viku þegar við fengum greiningum. Ég held að það sé frekar snemmt. Yfirleitt er fólk held ég að fara allt of seint. Ég bað lækninn að taka stroku og svo þegar ég fór að „gúggla“ og skoða vídeó þá var ég alveg sannfærð. Ég var eiginlega bara búin að greina hana,“segir Helena. Hún nefnir að bólusetning dugi aðeins í um það bil 10 ár og því séu fullorðnir algengir smitberar.Þórólfur segir átta tilfelli hafa verið greind það sem af er ári.Vísir/villi/StefánBað um rannsókn Helena segir að hún hafi þurft að ganga á eftir því að tekið yrði kíghóstastroka hjá dóttur hennar til að staðfesta það að ekki væru um venjulega kvefpest að ræða. Að hennar beiðni tók þriðji læknirinn stroku sem staðfesti grun Helenu. „Á þriðjudaginn í síðustu viku var hún byrjuð að hósta. Þá fór ég strax með hana til læknis og þá var ekkert að henni. Svo fékk hún fyrsta alvöru hóstakastið sitt, svona virkilega slæmt þar sem hún blánað,i á aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku og þá fór ég bara upp á spítala með hana en fór aftur heim og þá var ekkert að henni. Það var ekki fyrr en á þriðjudaginn sem ég fór með hana til þriðja barnalæknisins sem við ákváðum að taka mynd af lungunum í henni og taka próf,“ segir Helena.Átta tilfelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að tilfelli kíghósta séu átta talsins það sem af er ári og þar af eru tvö börn undir eins árs. Hann nefnir að varanleg vörn felist ekki í bólusetningunni. Þórólfur segir þó tilfellum ekki hafa fjölgað; þetta sveiflist fram og til baka milli ára. Mest hafi verið árið 2012 þegar yfir þrjátíu manns greindust, fullorðnir og börn. Jafnframt segir hann þátttöku í almennum bólusetningum nokkuð góð. „Það er þannig að þeir sem eru bólusettir að vörnin endist þeim ekki nema í nokkur á. Þannig að þeir geta smitast,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann nefnir að fullorðnir fá því bakteríuna stundum í sér og fái lítil einkenni en smiti samt sem áður út frá sér.Sjá einnig: Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“Læknisfræðilegt mat Hann segir ekki algengt að ungabörn fái kíghósta. Hann nefnir að lítil börn vera viðkvæmari fyrir sjúkdómnum þar sem ónæmiskerfið þeirra sé enn að styrkjast. Aðspurður hvernig læknar séu að bregðast við því þegar ungabörn komi til þeirra mögulega með kíghósta og þá hvort þeir séu duglegir að taka próf segir Þórólfur ekki geta svarað því. „Ég get ekkert sagt um það. Þetta er læknisfræðilegt mat í hvert skipti og hvernig læknar meta það er einstaklingsbundið eftir læknum en vissulega, svona lítil börn sem fá svona einkenni, þá eiga læknar að láta sér það detta í hug að þetta gæti verið kíghósti,“ segir Þórólfur.Mismunandi rannsóknir Þórólfur segir að erfitt sé að segja til um hversu lengi bólusetningar virka. Það sé mismunandi eftir rannsóknum hvort að það séu sex, átta eða tíu ár. Síðasta bólusetning við kíghósta er í níunda bekk. Þórólfur nefnir að það sé hvatt til þess að bólusetja fyrir kíghósta líka , þegar fólk á undir höndum sér ferðalag og fer í bólusetningar líka. Einnig sé í umræðunni að bólusetja barnshafandi konur. Það hafi verið rannsakað sérstaklega og það hafi komið vel út. Hins vegar þurfi ávallt að vega það og meta fyrir hvert tilfelli fyrir sig.Hægt er að lesa færslu Helenu hér að neðan. Þar má einnig heyra upptöku af litlu stúlkunni hennar hósta. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Helena Dögg Stefánsdóttir greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að dóttir hennar, 7 vikna, væri með kíghósta. Þar má meðal annars heyra upptöku af hósta dóttur hennar. Kíghósti er bakteríusýking sem smitast á milli manna með mikilli nánd og í gegnum úða eða öndun. Í samtali við Vísi segir Helena, að dóttur sinni líði betur. Hún sé komin á lyf sem drepur bakteríuna. Helena nefnir að það hafi hjálpað til að dóttir hennar hafi verið greind fremur snemma. Veikindin byrjuðu sem nefrennsli og síðar komu hóstaköstin. „Hún var bara búin að vera í viku þegar við fengum greiningum. Ég held að það sé frekar snemmt. Yfirleitt er fólk held ég að fara allt of seint. Ég bað lækninn að taka stroku og svo þegar ég fór að „gúggla“ og skoða vídeó þá var ég alveg sannfærð. Ég var eiginlega bara búin að greina hana,“segir Helena. Hún nefnir að bólusetning dugi aðeins í um það bil 10 ár og því séu fullorðnir algengir smitberar.Þórólfur segir átta tilfelli hafa verið greind það sem af er ári.Vísir/villi/StefánBað um rannsókn Helena segir að hún hafi þurft að ganga á eftir því að tekið yrði kíghóstastroka hjá dóttur hennar til að staðfesta það að ekki væru um venjulega kvefpest að ræða. Að hennar beiðni tók þriðji læknirinn stroku sem staðfesti grun Helenu. „Á þriðjudaginn í síðustu viku var hún byrjuð að hósta. Þá fór ég strax með hana til læknis og þá var ekkert að henni. Svo fékk hún fyrsta alvöru hóstakastið sitt, svona virkilega slæmt þar sem hún blánað,i á aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku og þá fór ég bara upp á spítala með hana en fór aftur heim og þá var ekkert að henni. Það var ekki fyrr en á þriðjudaginn sem ég fór með hana til þriðja barnalæknisins sem við ákváðum að taka mynd af lungunum í henni og taka próf,“ segir Helena.Átta tilfelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að tilfelli kíghósta séu átta talsins það sem af er ári og þar af eru tvö börn undir eins árs. Hann nefnir að varanleg vörn felist ekki í bólusetningunni. Þórólfur segir þó tilfellum ekki hafa fjölgað; þetta sveiflist fram og til baka milli ára. Mest hafi verið árið 2012 þegar yfir þrjátíu manns greindust, fullorðnir og börn. Jafnframt segir hann þátttöku í almennum bólusetningum nokkuð góð. „Það er þannig að þeir sem eru bólusettir að vörnin endist þeim ekki nema í nokkur á. Þannig að þeir geta smitast,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann nefnir að fullorðnir fá því bakteríuna stundum í sér og fái lítil einkenni en smiti samt sem áður út frá sér.Sjá einnig: Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“Læknisfræðilegt mat Hann segir ekki algengt að ungabörn fái kíghósta. Hann nefnir að lítil börn vera viðkvæmari fyrir sjúkdómnum þar sem ónæmiskerfið þeirra sé enn að styrkjast. Aðspurður hvernig læknar séu að bregðast við því þegar ungabörn komi til þeirra mögulega með kíghósta og þá hvort þeir séu duglegir að taka próf segir Þórólfur ekki geta svarað því. „Ég get ekkert sagt um það. Þetta er læknisfræðilegt mat í hvert skipti og hvernig læknar meta það er einstaklingsbundið eftir læknum en vissulega, svona lítil börn sem fá svona einkenni, þá eiga læknar að láta sér það detta í hug að þetta gæti verið kíghósti,“ segir Þórólfur.Mismunandi rannsóknir Þórólfur segir að erfitt sé að segja til um hversu lengi bólusetningar virka. Það sé mismunandi eftir rannsóknum hvort að það séu sex, átta eða tíu ár. Síðasta bólusetning við kíghósta er í níunda bekk. Þórólfur nefnir að það sé hvatt til þess að bólusetja fyrir kíghósta líka , þegar fólk á undir höndum sér ferðalag og fer í bólusetningar líka. Einnig sé í umræðunni að bólusetja barnshafandi konur. Það hafi verið rannsakað sérstaklega og það hafi komið vel út. Hins vegar þurfi ávallt að vega það og meta fyrir hvert tilfelli fyrir sig.Hægt er að lesa færslu Helenu hér að neðan. Þar má einnig heyra upptöku af litlu stúlkunni hennar hósta.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?