Tugir hælisleitenda horfið af radarnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir hælisleitenda, sem synjað hefur verið um hæli hér á landi síðustu ár, eru niðurkomnir. Vísbendingar eru um að sumir þeirra séu hér í felum og stundi svarta atvinnustarfsemi. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun hafa tuttugu manns horfið það sem af er þessu ári. Síðustu ár hafi fjöldinn að jafnaði verið á bilinu tíu til fimmtán manns á ári. Talið er að flestir hafi farið af landi brott án þess að tilkynna það til stofnunarinnar, en að hinir séu enn hér á landi. „Ástæðurnar eru margvíslegar. Stundum eru þetta einstaklingar sem eiga skilríki en hafa ekki afhent þau stjórnvöldum og nota þau til að fara úr landi. Svo eru einstaklingar sem fara í felur, og stundum dettur fólk út úr kerfinu. Það kemur líka alveg fyrir að einstaklingur hverfur og poppar svo upp hjá okkur nokkrum mánuðum síðar,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Þorsteinn bendir á að hlutfallslega sé fjöldi þeirra sem hverfur hér á landi umtalsvert minni en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, en sænsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess mikla fjölda sem lætur sig hverfa á ári hverju, eða hátt í tíu þúsund manns. Staðan er svipuð í Noregi og víðar. „Það eru ekki mörg mál þar sem fólk hverfur alveg sporlaust frá okkur. En ef það gerist eru slík mál í höndum lögreglunnar og hún tekur þá ákvörðun um hvort það sé ástæða til þess að leita að fólkinu,“ segir Þorsteinn. Að öðru leyti sé ekki eftirlit haft með þeim sem horfið hafa úr kerfum Útlendingastofnunar og því ekki til nákvæmar tölur um þá. Aðspurður telur Þorsteinn líklegt að einhverjir þessara einstaklinga séu í felum og vinni svart. „Svört eða ólögleg atvinnustarfsemi er ekki á okkar borði en það má vissulega leiða að því líkur að fólk fari í felur og vinni svart,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir hælisleitenda, sem synjað hefur verið um hæli hér á landi síðustu ár, eru niðurkomnir. Vísbendingar eru um að sumir þeirra séu hér í felum og stundi svarta atvinnustarfsemi. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun hafa tuttugu manns horfið það sem af er þessu ári. Síðustu ár hafi fjöldinn að jafnaði verið á bilinu tíu til fimmtán manns á ári. Talið er að flestir hafi farið af landi brott án þess að tilkynna það til stofnunarinnar, en að hinir séu enn hér á landi. „Ástæðurnar eru margvíslegar. Stundum eru þetta einstaklingar sem eiga skilríki en hafa ekki afhent þau stjórnvöldum og nota þau til að fara úr landi. Svo eru einstaklingar sem fara í felur, og stundum dettur fólk út úr kerfinu. Það kemur líka alveg fyrir að einstaklingur hverfur og poppar svo upp hjá okkur nokkrum mánuðum síðar,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Þorsteinn bendir á að hlutfallslega sé fjöldi þeirra sem hverfur hér á landi umtalsvert minni en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, en sænsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna þess mikla fjölda sem lætur sig hverfa á ári hverju, eða hátt í tíu þúsund manns. Staðan er svipuð í Noregi og víðar. „Það eru ekki mörg mál þar sem fólk hverfur alveg sporlaust frá okkur. En ef það gerist eru slík mál í höndum lögreglunnar og hún tekur þá ákvörðun um hvort það sé ástæða til þess að leita að fólkinu,“ segir Þorsteinn. Að öðru leyti sé ekki eftirlit haft með þeim sem horfið hafa úr kerfum Útlendingastofnunar og því ekki til nákvæmar tölur um þá. Aðspurður telur Þorsteinn líklegt að einhverjir þessara einstaklinga séu í felum og vinni svart. „Svört eða ólögleg atvinnustarfsemi er ekki á okkar borði en það má vissulega leiða að því líkur að fólk fari í felur og vinni svart,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira