Valsmenn urðu Íslandsmeistarar síðast þegar þeir náðu að vinna FH í Kaplakrika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 12:30 Það er langt síðajn Bjarni Ólafur Eiríksson og félagar í Valsliðinu fögnuðu sigri í Krikanum. Vísir/Eyþór Valsmenn geta stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í heilan áratug með sigri á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Liðin mætast þá í stórleik fjórtándu umferðar Pepsi-deildar karla og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Staðan er vissulega góð á Hlíðarenda. Valur er með átta stiga forskot á Stjörnuna eftir þrettán fyrstu umferðirnar og Valsmenn hafa jafnfram fengið níu stigum meira en FH-ingar. Sigur í kvöld myndi ekki aðeins endanlega skilja FH-inga eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn heldur getur Valsliðið einnig náð ellefu stiga forystu á Stjörnuna sem spilar ekki fyrr á morgun. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í fótbolta karla síðan 2007 eða í áratug. Það er einnig jafnlangt síðan að Valsliðið fagnaði sigri í Kaplakrika. FH hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla frá árinu 2007 og á sama tíma aldrei tapað á heimavelli á móti Val. Liðin hafa reyndar gert þrjú jafntefli en sex sinnum hafa FH-ingar fagnað sigri. Valsmenn unnu FH-inga síðast í Kaplakrika 23. september 2007 en leikurinn var í næstsíðustu umferð og í raun úrslitaleikur um titilinn. FH var búið að sitja í toppsæti deildarinnar í 60 umferðir í röð fram að þessum leik liðanna en Valsmenn komust á toppinn eftir 2-0 sigur. Valsmenn unnu síðan lokaleik sinn á móti HK og tryggðu sér sinn tuttugasta Íslandsmeistaratitil. Baldur Aðalsteinsson skoraði fyrra mark Valsmanna á 32. mínútu og Helgi Sigurðsson það síðara þremur mínútum fyrir leikslok. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna í dag, var einmitt þjálfari FH-liðsins fyrir tíu árum og Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, var aðstoðarmaður hans. Heimir tók síðan við starfi Ólafs eftir 2007 tímabilið og hefur haldið því síðan. Ólafur hefur þjálfað Val frá og með 2015-tímabilinu.Síðustu tíu leikir FH og Vals í úrvalsdeild karla í Kaplakrika: 2007 Valur vann 2-0 (Valur Íslandsmeistari) 2008 FH vann 3-0 (FH Íslandsmeistari) 2009 FH vann 2-0 (FH Íslandsmeistari) 2010 1-1 jafntefli 2011 FH vann 3-2 2012 FH vann 2-1 (FH Íslandsmeistari) 2013 3-3 jafntefli 2014 FH vann 2-1 2015 FH vann 2-1 (FH Íslandsmeistari) 2016 1-1 jafntefli (FH Íslandsmeistari)Leikur FH og Vals hefst klukkan 19.15 í Kaplakrika. Útsending Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Valsmenn geta stigið stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í heilan áratug með sigri á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Liðin mætast þá í stórleik fjórtándu umferðar Pepsi-deildar karla og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Staðan er vissulega góð á Hlíðarenda. Valur er með átta stiga forskot á Stjörnuna eftir þrettán fyrstu umferðirnar og Valsmenn hafa jafnfram fengið níu stigum meira en FH-ingar. Sigur í kvöld myndi ekki aðeins endanlega skilja FH-inga eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn heldur getur Valsliðið einnig náð ellefu stiga forystu á Stjörnuna sem spilar ekki fyrr á morgun. Valsmenn hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í fótbolta karla síðan 2007 eða í áratug. Það er einnig jafnlangt síðan að Valsliðið fagnaði sigri í Kaplakrika. FH hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla frá árinu 2007 og á sama tíma aldrei tapað á heimavelli á móti Val. Liðin hafa reyndar gert þrjú jafntefli en sex sinnum hafa FH-ingar fagnað sigri. Valsmenn unnu FH-inga síðast í Kaplakrika 23. september 2007 en leikurinn var í næstsíðustu umferð og í raun úrslitaleikur um titilinn. FH var búið að sitja í toppsæti deildarinnar í 60 umferðir í röð fram að þessum leik liðanna en Valsmenn komust á toppinn eftir 2-0 sigur. Valsmenn unnu síðan lokaleik sinn á móti HK og tryggðu sér sinn tuttugasta Íslandsmeistaratitil. Baldur Aðalsteinsson skoraði fyrra mark Valsmanna á 32. mínútu og Helgi Sigurðsson það síðara þremur mínútum fyrir leikslok. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna í dag, var einmitt þjálfari FH-liðsins fyrir tíu árum og Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, var aðstoðarmaður hans. Heimir tók síðan við starfi Ólafs eftir 2007 tímabilið og hefur haldið því síðan. Ólafur hefur þjálfað Val frá og með 2015-tímabilinu.Síðustu tíu leikir FH og Vals í úrvalsdeild karla í Kaplakrika: 2007 Valur vann 2-0 (Valur Íslandsmeistari) 2008 FH vann 3-0 (FH Íslandsmeistari) 2009 FH vann 2-0 (FH Íslandsmeistari) 2010 1-1 jafntefli 2011 FH vann 3-2 2012 FH vann 2-1 (FH Íslandsmeistari) 2013 3-3 jafntefli 2014 FH vann 2-1 2015 FH vann 2-1 (FH Íslandsmeistari) 2016 1-1 jafntefli (FH Íslandsmeistari)Leikur FH og Vals hefst klukkan 19.15 í Kaplakrika. Útsending Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira