Erla Bolladóttir: „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 19:15 Erla Bolladóttir segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg. Vísir Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist hafa beðið Sævar Ciesielski afsökunar á sínum hlut í máli hans áður en hann lést. Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Erlu. Viðtalið er tilkomið vegna heimildarmyndarinnar Out Of Thin Air sem sýnd verður í Bretlandi mánudaginn 14. ágúst. „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki. En á þeim tíma var ég einhvern veginn ekki alveg viss,“ segir Erla um martröð sem hana dreymdi kvöldið sem Guðmundur Einarsson hvarf árið 1974. Þar dreymdi hana að menn stæðu fyrir utan gluggann sinn og væru að hvíslast á. Minningar Erlu af draumnum gegndu síðar lykilhlutverki þegar hún, Sævar Ciesielski sem þá var unnusti hennar, og fjórir aðrir voru dæmdir í fangelsi fyrir morðin á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni.Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurSættist við Sævar Þegar Sævar og Erla voru handtekin og hneppt í gæsluvarðhald áttu þau saman kornunga dóttur. Erla segist hafa náð að sættast við Sævar áður en hann lést árið 2011. „Í langan tíma, sama hversu drukkinn hann var, hann kom oft heim til mín og ég gat ekki boðið honum inn því ég átti fjölskyldu þar. Svo við gerðum samning. Hann hringdi bjöllunni og ég fór niður í hjólageymslu. Þar gátum við verði alveg í friði. Við sátum á gólfinu og spjölluðum klukkustundum saman,“ segir Erla. Hún segir að það hafi verið í þessum samtölum þeirra að hún sannfærðist um sakleysi Sævars.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Endurupptökunefnd ákvað í febrúar á þessu ári að mál fimm sakborninganna af sex muni fara aftur fyrir dómstóla. Mál allra nema Erlu Bolladóttur. Heimildarmyndin Out of Thin Air kemur út á streymisveitunni Netflix í september. Stiklu fyrir myndina má sjá hér fyrir neðan. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist hafa beðið Sævar Ciesielski afsökunar á sínum hlut í máli hans áður en hann lést. Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Erlu. Viðtalið er tilkomið vegna heimildarmyndarinnar Out Of Thin Air sem sýnd verður í Bretlandi mánudaginn 14. ágúst. „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki. En á þeim tíma var ég einhvern veginn ekki alveg viss,“ segir Erla um martröð sem hana dreymdi kvöldið sem Guðmundur Einarsson hvarf árið 1974. Þar dreymdi hana að menn stæðu fyrir utan gluggann sinn og væru að hvíslast á. Minningar Erlu af draumnum gegndu síðar lykilhlutverki þegar hún, Sævar Ciesielski sem þá var unnusti hennar, og fjórir aðrir voru dæmdir í fangelsi fyrir morðin á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni.Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurSættist við Sævar Þegar Sævar og Erla voru handtekin og hneppt í gæsluvarðhald áttu þau saman kornunga dóttur. Erla segist hafa náð að sættast við Sævar áður en hann lést árið 2011. „Í langan tíma, sama hversu drukkinn hann var, hann kom oft heim til mín og ég gat ekki boðið honum inn því ég átti fjölskyldu þar. Svo við gerðum samning. Hann hringdi bjöllunni og ég fór niður í hjólageymslu. Þar gátum við verði alveg í friði. Við sátum á gólfinu og spjölluðum klukkustundum saman,“ segir Erla. Hún segir að það hafi verið í þessum samtölum þeirra að hún sannfærðist um sakleysi Sævars.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Endurupptökunefnd ákvað í febrúar á þessu ári að mál fimm sakborninganna af sex muni fara aftur fyrir dómstóla. Mál allra nema Erlu Bolladóttur. Heimildarmyndin Out of Thin Air kemur út á streymisveitunni Netflix í september. Stiklu fyrir myndina má sjá hér fyrir neðan.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03