„Toppmaðurinn“ John Snorri setti tvö met Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 16:52 John Snorri í miklu stuði í búðunum. Kári G. Schram John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. Hópurinn sem var með þeim í för tók ákvörðun að hvílast í efstu búðum fjallsins í nótt en þeir tveir skokkuðu alla leið niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsspor þar sem jafnframt er tekið fram að grunnbúðir K3 séu þær sömu og þegar farið er upp á K2. Það var klukkan fjögur í nótt sem hópurinn komst á toppinn á fjallinu sem stundum er kallað K3 og er 8051 metra hátt. Vika er síðan John Snorri fór á toppinn á K2 og 80 dagar síðan hann kleif Lhotse fyrstur Íslendinga. Þar með hefur John Snorri farið á þrjú fjöll sem eru yfir 8000 metra hæð á 80 dögum. Með þessu er John Snorri sagður í tilkynningunni hafa sett tvö met. Enginn annar í heiminum nema John Snorri og sherpinn Tsering hafa farið á topp K2 og toppinn á Broad Peak á sjö dögum. Enginn hefur heldur áður farið frá grunnbúðum upp á Broad Peak og aftur niður á tveimur dögum. „John Snorri er sannarlega toppmaður og líklega gerður úr stáli,“ segir framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Lífs í tilkynningunni.John Snorri á tindi K3 í nóttKári G. SchramLíklegt er að haldið verði af stað heim á leið frá grunnbúðum sunnudaginn 6. ágúst næstkomandi. „Sú ferð tekur um 4-5 daga og því má segja að Verslunarmannahelgin verði svipuð hjá John Snorra og öðrum landsmönnum þar sem hann sefur áfram í tjaldi næstu nætur. Ekki er þó búist við brekkusöng í Karakoram-fjöllunum um helgina.“Löng ferð fyrir höndumÞegar lagt verður af stað frá grunnbúðum hefst ganga á lengsta skriðjökli í heimi (Bolero) en gangan er um 63 km. löng. Þaðan er keyrt til Skardu þar sem flogið verður frá herflugvellinum í bænum, til Islamabad. Í tilkynninunni er ekki sagt öruggt að hægt verði að fljúga vegna mikilla rigninga (monsún) á svæðinu, og því gæti farið svo að hópurinn keyri frá Skardu til Islamabad. Í Islamabad verður John Snorri í 2 til 3 daga áður en hann heldur til Íslands ásamt Kára G. Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt John Snorra eftir með myndavélina í nokkra mánuði. Miðað við þetta ferðalag koma þeir félagar til Íslands um miðjan ágúst. Söfnun Lífs er í fullum gangi og verður næstu vikur. Söfnunin er sögð hafa tekið aftur kipp í gær þegar John Snorri hélt upp á Broad Peak. Það er Kvennadeild Landspítalans sem mun njóta góðs af þeim peningum sem John Snorri er að safna fyrir Líf um þessar mundir. Hægt er að heita á John Snorra á www.lifsspor.is og 9081515 Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. Hópurinn sem var með þeim í för tók ákvörðun að hvílast í efstu búðum fjallsins í nótt en þeir tveir skokkuðu alla leið niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsspor þar sem jafnframt er tekið fram að grunnbúðir K3 séu þær sömu og þegar farið er upp á K2. Það var klukkan fjögur í nótt sem hópurinn komst á toppinn á fjallinu sem stundum er kallað K3 og er 8051 metra hátt. Vika er síðan John Snorri fór á toppinn á K2 og 80 dagar síðan hann kleif Lhotse fyrstur Íslendinga. Þar með hefur John Snorri farið á þrjú fjöll sem eru yfir 8000 metra hæð á 80 dögum. Með þessu er John Snorri sagður í tilkynningunni hafa sett tvö met. Enginn annar í heiminum nema John Snorri og sherpinn Tsering hafa farið á topp K2 og toppinn á Broad Peak á sjö dögum. Enginn hefur heldur áður farið frá grunnbúðum upp á Broad Peak og aftur niður á tveimur dögum. „John Snorri er sannarlega toppmaður og líklega gerður úr stáli,“ segir framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Lífs í tilkynningunni.John Snorri á tindi K3 í nóttKári G. SchramLíklegt er að haldið verði af stað heim á leið frá grunnbúðum sunnudaginn 6. ágúst næstkomandi. „Sú ferð tekur um 4-5 daga og því má segja að Verslunarmannahelgin verði svipuð hjá John Snorra og öðrum landsmönnum þar sem hann sefur áfram í tjaldi næstu nætur. Ekki er þó búist við brekkusöng í Karakoram-fjöllunum um helgina.“Löng ferð fyrir höndumÞegar lagt verður af stað frá grunnbúðum hefst ganga á lengsta skriðjökli í heimi (Bolero) en gangan er um 63 km. löng. Þaðan er keyrt til Skardu þar sem flogið verður frá herflugvellinum í bænum, til Islamabad. Í tilkynninunni er ekki sagt öruggt að hægt verði að fljúga vegna mikilla rigninga (monsún) á svæðinu, og því gæti farið svo að hópurinn keyri frá Skardu til Islamabad. Í Islamabad verður John Snorri í 2 til 3 daga áður en hann heldur til Íslands ásamt Kára G. Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt John Snorra eftir með myndavélina í nokkra mánuði. Miðað við þetta ferðalag koma þeir félagar til Íslands um miðjan ágúst. Söfnun Lífs er í fullum gangi og verður næstu vikur. Söfnunin er sögð hafa tekið aftur kipp í gær þegar John Snorri hélt upp á Broad Peak. Það er Kvennadeild Landspítalans sem mun njóta góðs af þeim peningum sem John Snorri er að safna fyrir Líf um þessar mundir. Hægt er að heita á John Snorra á www.lifsspor.is og 9081515
Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38