Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 18:46 Peña Nieto og Trump hittust á G20-fundinum en þar sagði Trump enn að Mexíkóar skyldu greiða fyrir landamæramúrinn. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forseta Mexíkó um að hætta að neita því opinberlega að Mexíkóar myndu greiða fyrir umdeildan landamæravegg sem Trump lofaði í símtali þeirra í janúar. Landamæramúrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump sem sór þess ennfremur dýran eið að Mexíkóar myndu borga fyrir byggingu hans. Eftirrit af símtali hans við Enrique Peña Nieto, forseta Mexíkó, aðeins viku eftir embættistöku Trump bendir til þess að hann hafi sjálfur vitað að múrinn yrði ekki fjármagnaður þannig. „Þú getur ekki sagt þetta við fjölmiðla,“ brýndi Trump ítrekað fyrir Peña Nieto í símtalinu 27. janúar, að því er Washington Post greinir frá. Hótaði Trump meðal annars að loka á öll samskipti við mexíkósk stjórnvöld héldi Peña Nieto áfram að hafna hugmyndum hans um vegginn því „með því gæti hann ekki lifað“. Þess í stað lagði Trump til að þeir myndu þagga málið niður og segjast vera að finna út úr því. Sagði hann að fjármögnun múrsins yrði leysta einhvern veginn. Veggurinn væri minnst mikilvæga málið sem þeir ræddu en pólitískt séð gæti það verið það mikilvægasta.Fannst notalegra að tala við Pútín en einn nánasta bandamann Bandaríkjanna Símtal Trump við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, daginn eftir var ekki síður þrungið spennu samkvæmt skjalinu sem Washington Post komst yfir. Trump virðist hafa mislíkað sérstaklega samkomulag sem ríkisstjórnir Ástralíu og Bandaríkjanna gerðu áður en hann tók við völdum um að Bandaríkin myndu taka við rúmlega 1.200 flóttamönnum frá Ástralíu. Meðferð Ástrala á flóttamönnunum er umdeild en þeim er haldið í búðum á eyríkinu Nárú og á Manus-eyju við Papúa Nýju-Gíneu. „Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. „Mér er nóg boðið. Ég er búinn að standa í þessum símtölum í allan dag og þetta er það ónotalegasta í allan dag,“ hreytti Trump í Turnbull. Fullyrti hann að einhver flóttamannanna gæti orðið hryðjuverkamaður innan fimm ára. Tók Trump sérstaklega fram við Turnbull að símtal hans við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, hafi gengið mun betur. „Símtalið við Pútín var notalegt. Þetta er fáránlegt,“ sagði Trump sem batt síðar snögglega enda á símtalið.Malcolm Turnbull fékk að heyra það frá Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/Getty„Ég lofa þér að þetta er vont fólk“ Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar tilvitnanir í Trump úr símtölum hans við Turnbull og Peña Nieto. Um fjármögnun landamæraveggsins:„Ég verð að láta Mexíkó borga fyrir vegginn, ég verð. Ég er búinn að tala um það yfir tveggja ára tímabil.“ Um fíkniefnasmygl frá Mexíkó til Bandaríkjanna:„Við erum með meiriháttar fíkniefnavandamál þar sem krakkar eru að ánetjast fíkniefnum vegna þess að þau eru seld ódýrar en nammi. Ég vann í New Hampshire vegna þess að New Hampshire er dópgreni.“ Um harða innflytjendastefnu Turnbull en Ástralar banna flóttamönnum á bátum að koma til meginlandsins:„Þú ert verri en ég.“ Um flóttamenn sem er haldið í fangabúðum utan Ástralíu:„Mér er meinilla við að taka við þessu fólki. Ég lofa þér því að þetta er vont fólk. Þess vegna er það í fangelsi núna. Þetta verður ekki yndislegt fólk sem fara að vinna fyrir mjólkurfólk.“ Donald Trump Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forseta Mexíkó um að hætta að neita því opinberlega að Mexíkóar myndu greiða fyrir umdeildan landamæravegg sem Trump lofaði í símtali þeirra í janúar. Landamæramúrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump sem sór þess ennfremur dýran eið að Mexíkóar myndu borga fyrir byggingu hans. Eftirrit af símtali hans við Enrique Peña Nieto, forseta Mexíkó, aðeins viku eftir embættistöku Trump bendir til þess að hann hafi sjálfur vitað að múrinn yrði ekki fjármagnaður þannig. „Þú getur ekki sagt þetta við fjölmiðla,“ brýndi Trump ítrekað fyrir Peña Nieto í símtalinu 27. janúar, að því er Washington Post greinir frá. Hótaði Trump meðal annars að loka á öll samskipti við mexíkósk stjórnvöld héldi Peña Nieto áfram að hafna hugmyndum hans um vegginn því „með því gæti hann ekki lifað“. Þess í stað lagði Trump til að þeir myndu þagga málið niður og segjast vera að finna út úr því. Sagði hann að fjármögnun múrsins yrði leysta einhvern veginn. Veggurinn væri minnst mikilvæga málið sem þeir ræddu en pólitískt séð gæti það verið það mikilvægasta.Fannst notalegra að tala við Pútín en einn nánasta bandamann Bandaríkjanna Símtal Trump við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, daginn eftir var ekki síður þrungið spennu samkvæmt skjalinu sem Washington Post komst yfir. Trump virðist hafa mislíkað sérstaklega samkomulag sem ríkisstjórnir Ástralíu og Bandaríkjanna gerðu áður en hann tók við völdum um að Bandaríkin myndu taka við rúmlega 1.200 flóttamönnum frá Ástralíu. Meðferð Ástrala á flóttamönnunum er umdeild en þeim er haldið í búðum á eyríkinu Nárú og á Manus-eyju við Papúa Nýju-Gíneu. „Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. „Mér er nóg boðið. Ég er búinn að standa í þessum símtölum í allan dag og þetta er það ónotalegasta í allan dag,“ hreytti Trump í Turnbull. Fullyrti hann að einhver flóttamannanna gæti orðið hryðjuverkamaður innan fimm ára. Tók Trump sérstaklega fram við Turnbull að símtal hans við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, hafi gengið mun betur. „Símtalið við Pútín var notalegt. Þetta er fáránlegt,“ sagði Trump sem batt síðar snögglega enda á símtalið.Malcolm Turnbull fékk að heyra það frá Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/Getty„Ég lofa þér að þetta er vont fólk“ Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar tilvitnanir í Trump úr símtölum hans við Turnbull og Peña Nieto. Um fjármögnun landamæraveggsins:„Ég verð að láta Mexíkó borga fyrir vegginn, ég verð. Ég er búinn að tala um það yfir tveggja ára tímabil.“ Um fíkniefnasmygl frá Mexíkó til Bandaríkjanna:„Við erum með meiriháttar fíkniefnavandamál þar sem krakkar eru að ánetjast fíkniefnum vegna þess að þau eru seld ódýrar en nammi. Ég vann í New Hampshire vegna þess að New Hampshire er dópgreni.“ Um harða innflytjendastefnu Turnbull en Ástralar banna flóttamönnum á bátum að koma til meginlandsins:„Þú ert verri en ég.“ Um flóttamenn sem er haldið í fangabúðum utan Ástralíu:„Mér er meinilla við að taka við þessu fólki. Ég lofa þér því að þetta er vont fólk. Þess vegna er það í fangelsi núna. Þetta verður ekki yndislegt fólk sem fara að vinna fyrir mjólkurfólk.“
Donald Trump Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent