„Leita þarf lausna án tafar en drepa ekki málinu á dreif með karpi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 22:57 Vísir/Stefán Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir „þungum áhyggjum“ vegna boðaðra lækkana á verði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð og skorar á hlutaðeigandi að leita allra leiða til að leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í kvöld ályktun þar sem sagt er að verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika sé rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Ljóst er að mati sveitarstjórnarinnar að það muni hafa í för með sér hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfellda byggðaröskun „Sauðfjárrækt er undirstaða byggðar í héraðinu og þar af leiðandi hriktir í byggðinni þegar fótum er kippt undan þeirri starfsemi,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Sauðfjárbúskapur er stærsta atvinnugrein innan Húnavatnshrepps og segir í ályktuninni að boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda muni hafa „gífurleg áhrif“ á afkomu heimila í Húnavatnshreppi og sveitarfélagsins í heild. „Nú, annað árið í röð standa sauðfjárbændur frammi fyrir verulegri tekjuskerðingu og á komandi hausti af þeirri stærðargráðu að ekkert mun standa eftir af tekjum búanna til greiðslu á launum, þegar kostnaður við framleiðsluna hefur verið greiddur. Laun bænda vegna búrekstrarins verða því engin. Miklir fjárhagsörðugleikar blasa við, sérstaklega skuldsettum bændum. Kemur tekjuskerðing augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrjað búskap, sem eru í flestum tilfellum yngstu bændurnir,“ segir í ályktuninni. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skorar á stjórnvöld, forystumenn bænda, sláturleyfishafa og aðra hlutaðeigandi að leita allra leiða til leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. „Leita þarf lausna án tafar, en drepa ekki málinu á dreif með karpi um orsakir vandans.“ Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir „þungum áhyggjum“ vegna boðaðra lækkana á verði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð og skorar á hlutaðeigandi að leita allra leiða til að leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í kvöld ályktun þar sem sagt er að verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika sé rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Ljóst er að mati sveitarstjórnarinnar að það muni hafa í för með sér hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfellda byggðaröskun „Sauðfjárrækt er undirstaða byggðar í héraðinu og þar af leiðandi hriktir í byggðinni þegar fótum er kippt undan þeirri starfsemi,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Sauðfjárbúskapur er stærsta atvinnugrein innan Húnavatnshrepps og segir í ályktuninni að boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda muni hafa „gífurleg áhrif“ á afkomu heimila í Húnavatnshreppi og sveitarfélagsins í heild. „Nú, annað árið í röð standa sauðfjárbændur frammi fyrir verulegri tekjuskerðingu og á komandi hausti af þeirri stærðargráðu að ekkert mun standa eftir af tekjum búanna til greiðslu á launum, þegar kostnaður við framleiðsluna hefur verið greiddur. Laun bænda vegna búrekstrarins verða því engin. Miklir fjárhagsörðugleikar blasa við, sérstaklega skuldsettum bændum. Kemur tekjuskerðing augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrjað búskap, sem eru í flestum tilfellum yngstu bændurnir,“ segir í ályktuninni. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skorar á stjórnvöld, forystumenn bænda, sláturleyfishafa og aðra hlutaðeigandi að leita allra leiða til leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. „Leita þarf lausna án tafar, en drepa ekki málinu á dreif með karpi um orsakir vandans.“
Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15
Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23
Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45