Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 22:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Trump-turni í New York-borg í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi báðum fylkingum, þjóðernissinum og gagnmótmælendum, um óeirðirnar í Virginíu-ríki um helgina. Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni furðulegs blaðamannafundar sem haldinn var í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. Fundurinn, sem hófst á yfirlýsingu um „skipulag“ að því er fram kemur í frétt CNN, snerist fljótt upp í umræður um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Charlottesville um helgina. Ekki var búist við því að Trump myndi svara spurningum á fundinum, sem hann svo gerði, en úr varð stórfurðuleg atburðarás. Trump var spurður hvort hann teldi stjórnmálahreyfinguna „hitt hægrið“ (e. alt-right), sem þjóðernissinnarnir í Charlottesville hafa gjarnan verið kenndir við, fyndi til sektarkenndar vegna óeirðanna. Í svari sínu talaði Trump frekar um vinstrisinnaða gagnmótmælendur, sem hann kallaði „hitt vinstrið“ (e. alt-left). „Ég held að báðum fylkingum sé um að kenna. Hvað með „hitt vinstrið“ sem kom og réðst að, eins og þið segið, „hinu hægrinu“, finna þau fyrir sektarkennd? Hvað með þá staðreynd að þau réðust að hinum með kylfur í höndunum, sveiflandi kylfum. Eiga þau við vandamál að stríða? Ég held það.“US President Donald Trump says both sides to blame in Charlottesville clashes that saw one woman killed https://t.co/nIu8AH0Ub9 pic.twitter.com/ZUGIYBY4N1— BBC Breaking News (@BBCBreaking) August 15, 2017 Sagði móður hinnar látnu hafa sagt „fallega hluti“ um sig Þá sagði Trump að „tvær hliðar væru á öllum sögum“ og að það væri „mikið af vondu fólki í hinum hópnum líka,“ og átti þar við gagnmótmælendurna. Þá sagði hann „gott fólk“ vera í báðum fylkingum, þar á meðal innan raða hvítra þjóðernissinna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og vopnaðir varaliðsmenn komu saman í Charlottesville um helgina til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, hafi verið fjarlægð. Ein kona, Heather Heyer, lést í óeirðunum um helgina þegar fylgismaður þjóðernissinna ók bíl inn í hóp gagnmótmælenda. James Alex Fields var ákærður fyrir morðið á Heyer í gær. Á blaðamannafundinum í Trump-turni í dag sagði forsetinn að móðir Heyer hefði sagt „fallega hluti“ um sig.Blaðamannafundurinn í Trump-turni hófst á yfirlýsingu um skipulag innan ríkisstjórnarinnar en leystist fljótt upp í umræður um atburði helgarinnar.Vísir/AFPBar styttur sögufrægra forseta saman við styttuna af Robert E. Lee Þá sakaði Trump þá sem vildu fjarlægja styttuna af hershöfðingjanum og þrælahaldaranum Robert E. Lee um að „endurskrifa söguna“ og nefndi sögufræga Bandaríkjaforseta, sem áttu einnig þræla, og styttur af þeim til stuðnings málstað sínum. „George Washington var þrælahaldari. Mun George Washington verða minna metinn? Ætlum við að taka niður styttu af George Washington?“ sagði Trump. „Hvað með Thomas Jefferson, hvað finnst ykkur um Thomas Jefferson, líkar ykkur við hann? Allt í lagi, gott. Ætlum við að taka niður styttur vegna þess að hann átti þræla í stórum stíl? Ætlum við að taka niður styttu af honum? Þannig að vitið þið hvað, þetta er fínt, þið eruð að endurskrifa söguna, þið eruð að endurskrifa menningu.“President Trump: George Washington was a slave owner. Will we have to take down statues of George Washington? https://t.co/F72eiagTzZ— CNN (@CNN) August 15, 2017 Þá var Trump spurður um einn helsta ráðgjafa sinn, Steve Bannon, og sagði hann góðan mann. Þá tók forsetinn fram að Bannon væri „ekki rasisti“ en sagði enn fremur að framtíð hans í Hvíta húsinu væri óljós. Trump tjáði sig um átökin í Charlottesville á sérstökum blaðamannafundi um óeirðirnar í Hvíta húsinu í gær. Þar fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi. Þá var forsetinn gagnrýndur fyrir að vilja ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina á laugardag. Þar fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk úr „mörgum áttum“ en þá afstöðu sína ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag. Tengdar fréttir Obama slær í gegn á Twitter með tilvitnun í Nelson Mandela Barack Obama fær mikið hrós fyrir skrif sín í kjölfar átakanna í Charlottesville en færslan hans er sú þriðja vinsælasta í sögu Twitter. 15. ágúst 2017 15:30 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Gagnrýna forsetann harðlega Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna virðast vera sammála um að Donald Trump, forseti, hafi haldið hræðilega á spöðunum varðandi samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. 15. ágúst 2017 08:30 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi báðum fylkingum, þjóðernissinum og gagnmótmælendum, um óeirðirnar í Virginíu-ríki um helgina. Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni furðulegs blaðamannafundar sem haldinn var í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. Fundurinn, sem hófst á yfirlýsingu um „skipulag“ að því er fram kemur í frétt CNN, snerist fljótt upp í umræður um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Charlottesville um helgina. Ekki var búist við því að Trump myndi svara spurningum á fundinum, sem hann svo gerði, en úr varð stórfurðuleg atburðarás. Trump var spurður hvort hann teldi stjórnmálahreyfinguna „hitt hægrið“ (e. alt-right), sem þjóðernissinnarnir í Charlottesville hafa gjarnan verið kenndir við, fyndi til sektarkenndar vegna óeirðanna. Í svari sínu talaði Trump frekar um vinstrisinnaða gagnmótmælendur, sem hann kallaði „hitt vinstrið“ (e. alt-left). „Ég held að báðum fylkingum sé um að kenna. Hvað með „hitt vinstrið“ sem kom og réðst að, eins og þið segið, „hinu hægrinu“, finna þau fyrir sektarkennd? Hvað með þá staðreynd að þau réðust að hinum með kylfur í höndunum, sveiflandi kylfum. Eiga þau við vandamál að stríða? Ég held það.“US President Donald Trump says both sides to blame in Charlottesville clashes that saw one woman killed https://t.co/nIu8AH0Ub9 pic.twitter.com/ZUGIYBY4N1— BBC Breaking News (@BBCBreaking) August 15, 2017 Sagði móður hinnar látnu hafa sagt „fallega hluti“ um sig Þá sagði Trump að „tvær hliðar væru á öllum sögum“ og að það væri „mikið af vondu fólki í hinum hópnum líka,“ og átti þar við gagnmótmælendurna. Þá sagði hann „gott fólk“ vera í báðum fylkingum, þar á meðal innan raða hvítra þjóðernissinna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og vopnaðir varaliðsmenn komu saman í Charlottesville um helgina til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, hafi verið fjarlægð. Ein kona, Heather Heyer, lést í óeirðunum um helgina þegar fylgismaður þjóðernissinna ók bíl inn í hóp gagnmótmælenda. James Alex Fields var ákærður fyrir morðið á Heyer í gær. Á blaðamannafundinum í Trump-turni í dag sagði forsetinn að móðir Heyer hefði sagt „fallega hluti“ um sig.Blaðamannafundurinn í Trump-turni hófst á yfirlýsingu um skipulag innan ríkisstjórnarinnar en leystist fljótt upp í umræður um atburði helgarinnar.Vísir/AFPBar styttur sögufrægra forseta saman við styttuna af Robert E. Lee Þá sakaði Trump þá sem vildu fjarlægja styttuna af hershöfðingjanum og þrælahaldaranum Robert E. Lee um að „endurskrifa söguna“ og nefndi sögufræga Bandaríkjaforseta, sem áttu einnig þræla, og styttur af þeim til stuðnings málstað sínum. „George Washington var þrælahaldari. Mun George Washington verða minna metinn? Ætlum við að taka niður styttu af George Washington?“ sagði Trump. „Hvað með Thomas Jefferson, hvað finnst ykkur um Thomas Jefferson, líkar ykkur við hann? Allt í lagi, gott. Ætlum við að taka niður styttur vegna þess að hann átti þræla í stórum stíl? Ætlum við að taka niður styttu af honum? Þannig að vitið þið hvað, þetta er fínt, þið eruð að endurskrifa söguna, þið eruð að endurskrifa menningu.“President Trump: George Washington was a slave owner. Will we have to take down statues of George Washington? https://t.co/F72eiagTzZ— CNN (@CNN) August 15, 2017 Þá var Trump spurður um einn helsta ráðgjafa sinn, Steve Bannon, og sagði hann góðan mann. Þá tók forsetinn fram að Bannon væri „ekki rasisti“ en sagði enn fremur að framtíð hans í Hvíta húsinu væri óljós. Trump tjáði sig um átökin í Charlottesville á sérstökum blaðamannafundi um óeirðirnar í Hvíta húsinu í gær. Þar fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi. Þá var forsetinn gagnrýndur fyrir að vilja ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina á laugardag. Þar fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk úr „mörgum áttum“ en þá afstöðu sína ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag.
Tengdar fréttir Obama slær í gegn á Twitter með tilvitnun í Nelson Mandela Barack Obama fær mikið hrós fyrir skrif sín í kjölfar átakanna í Charlottesville en færslan hans er sú þriðja vinsælasta í sögu Twitter. 15. ágúst 2017 15:30 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Gagnrýna forsetann harðlega Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna virðast vera sammála um að Donald Trump, forseti, hafi haldið hræðilega á spöðunum varðandi samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. 15. ágúst 2017 08:30 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Obama slær í gegn á Twitter með tilvitnun í Nelson Mandela Barack Obama fær mikið hrós fyrir skrif sín í kjölfar átakanna í Charlottesville en færslan hans er sú þriðja vinsælasta í sögu Twitter. 15. ágúst 2017 15:30
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05
Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Gagnrýna forsetann harðlega Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna virðast vera sammála um að Donald Trump, forseti, hafi haldið hræðilega á spöðunum varðandi samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. 15. ágúst 2017 08:30
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
„Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00