Löng bið endar í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2017 06:00 Heimir Guðjónsson og Kristján Guðmundsson hafa báðir unnið bikarkeppnina einu sinni sem þjálfarar. vísir/ernir Eyjamenn hafa beðið eftir titli í nítján ár og hið sigursæla lið FH-inga hefur ekki unnið bikarinn í sjö ár. Það er öruggt að biðin endar hjá öðru hvoru félaginu í Laugardalnum í dag. Sumarið 1998 vann ÍBV tvöfalt en það voru jafnframt tveir síðustu stóru titlar karlaliðs félagsins. Síðan þá hefur ÍBV misst af 36 Íslands- og bikarmeistaratitlum en nú er tækifæri til að enda þessa löngu bið. „ÍBV hefur unnið titla í gegnum árin en það hefur verið bið á því undanfarið enda önnur lið sem hafa tekið við keflinu. Fólk langar að fá titil aftur til Eyja,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. Eyjamenn mæta reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar þeir töpuðu fyrir Val í bikarúrslitaleiknum. ÍBV hefur hins vegar tvisvar áður náð að vinna bikarinn árið eftir að þeir töpuðu í úrslitaleiknum en því náðu Eyjamenn árin 1981 og 1998. Kristján segir að það hafi mikla þýðingu fyrir ÍBV að vera komið í bikarúrslitin. „Mjög mikla, ekki síst til að halda starfinu gangandi. Við viljum sýna okkar stuðningsaðilum að við séum með sýnilegt lið sem eigi möguleika á að ná árangri og vinna titla. Ég tala nú ekki um ef okkur tækist að vinna leikinn. Það væri risaáfangi.“FH-ingar fagna bikarmeistaratitlinum 2010.vísir/daníelÞekkjum stóra leiki FH-ingar hafa lyft Íslandsbikarnum átta sinnum á loft á síðustu þrettán árum en þeir hafa aðeins tvisvar komist í bikarúrslitaleikinn á þessum árum. FH vann Fjölni í úrslitaleiknum 2007 og svo stórsigur á KR í úrslitaleiknum 2010. Síðan þá hafa FH-ingar ekki komist í bikarúrslitin, þrátt fyrir að hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla síðan. „Við höfum verið óánægðir með slæmt gengi í bikarnum. Við höfum því reynt að brjóta þetta upp og finna nýjar leiðir til að komast í stóra leikinn. Það tókst loksins sem er afar jákvætt,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og bætti við að það væru forréttindi að taka þátt í leiknum. „Þetta er stærsti leikur sumarsins og við þekkjum það vel að spila í stórum leikjum. Ég hef ekki áhyggjur af spennustigi en ÍBV mun gefa okkur hörkuleik. Ef við mætum ekki með rétt hugarfar til leiks þá skiptir engu máli hverjum við mætum, það mun fara illa.“Hlynur Stefánsson og Zoran Miljkovic halda á bikarnum eftir sigur ÍBV á Leiftri í bikarúrslitaleiknum 1998.vísir/brynjar gautiAuðvelda leiðin FH-ingar fóru auðveldu leiðina inn í bikarúrslitaleikinn í ár því leikurinn á móti ÍBV verður fyrsti bikarleikurinn í sumar á móti liði úr Pepsi-deildinni. FH hefur hingað til slegið út þrjú Inkasso-lið og eitt lið úr 2. deildinni. Eyjamenn hafa aftur á móti þegar slegið þrjú Pepsi-deildar lið út úr bikarnum, þar af tvö þau síðustu (Víking R. og Stjörnuna) á útivelli. FH-ingum hefur ekki gengið allt of vel með lakari liðin í sumar. Báðir tapleikir liðsins í Pepsi-deildinni hafa komið á heimavelli á móti einu af fimm neðstu liðunum og þá vann FH þrjú b-deildarlið með minnsta mun í bikarnum. FH hefur aftur á móti ekki tapað í sumar á móti neinu af sjö bestu liðum Pepsi-deildarinnar. Úrslitaleikur á Melavelli Eyjamenn eru mikið bikarlið en deildin hefur ekki gengið eins vel. Frá því í júní í fyrra hafa 7 af 12 sigurleikjum ÍBV í deild og bikar verið bikarsigrar. Það er orðið langt síðan að þessi lið mættust í bikarúrslitaleik en sá leikur fór fram á gamla Melavellinum og var ekki spilaður fyrr en í nóvember. ÍBV vann þá 2-0 sigur á FH sem þurfti að bíða í 34 ár til viðbótar eftir fyrsta bikarmeistaratitli félagsins. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.30.grafík/fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Langar alltaf að komast aftur í bikarúrslitin Kristján Guðmundsson er að fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum. 11. ágúst 2017 14:15 Ingó Veðurguð skemmtir stuðningsmönnum beggja liða Það verður vegleg skemmtidagskrá fyrir stuðningsmenn bæði FH og ÍBV fyrir bikarúrslitaleik liðanna á morgun. 11. ágúst 2017 15:30 Nýju útlendingarnir gætu fengið tækifæri hjá FH á morgun Heimir Guðjónsson hefur ekkert notað tvo nýja leikmenn sem hann fékk í félagaskiptaglugganum í sumar. 11. ágúst 2017 15:40 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Eyjamenn hafa beðið eftir titli í nítján ár og hið sigursæla lið FH-inga hefur ekki unnið bikarinn í sjö ár. Það er öruggt að biðin endar hjá öðru hvoru félaginu í Laugardalnum í dag. Sumarið 1998 vann ÍBV tvöfalt en það voru jafnframt tveir síðustu stóru titlar karlaliðs félagsins. Síðan þá hefur ÍBV misst af 36 Íslands- og bikarmeistaratitlum en nú er tækifæri til að enda þessa löngu bið. „ÍBV hefur unnið titla í gegnum árin en það hefur verið bið á því undanfarið enda önnur lið sem hafa tekið við keflinu. Fólk langar að fá titil aftur til Eyja,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. Eyjamenn mæta reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar þeir töpuðu fyrir Val í bikarúrslitaleiknum. ÍBV hefur hins vegar tvisvar áður náð að vinna bikarinn árið eftir að þeir töpuðu í úrslitaleiknum en því náðu Eyjamenn árin 1981 og 1998. Kristján segir að það hafi mikla þýðingu fyrir ÍBV að vera komið í bikarúrslitin. „Mjög mikla, ekki síst til að halda starfinu gangandi. Við viljum sýna okkar stuðningsaðilum að við séum með sýnilegt lið sem eigi möguleika á að ná árangri og vinna titla. Ég tala nú ekki um ef okkur tækist að vinna leikinn. Það væri risaáfangi.“FH-ingar fagna bikarmeistaratitlinum 2010.vísir/daníelÞekkjum stóra leiki FH-ingar hafa lyft Íslandsbikarnum átta sinnum á loft á síðustu þrettán árum en þeir hafa aðeins tvisvar komist í bikarúrslitaleikinn á þessum árum. FH vann Fjölni í úrslitaleiknum 2007 og svo stórsigur á KR í úrslitaleiknum 2010. Síðan þá hafa FH-ingar ekki komist í bikarúrslitin, þrátt fyrir að hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla síðan. „Við höfum verið óánægðir með slæmt gengi í bikarnum. Við höfum því reynt að brjóta þetta upp og finna nýjar leiðir til að komast í stóra leikinn. Það tókst loksins sem er afar jákvætt,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, og bætti við að það væru forréttindi að taka þátt í leiknum. „Þetta er stærsti leikur sumarsins og við þekkjum það vel að spila í stórum leikjum. Ég hef ekki áhyggjur af spennustigi en ÍBV mun gefa okkur hörkuleik. Ef við mætum ekki með rétt hugarfar til leiks þá skiptir engu máli hverjum við mætum, það mun fara illa.“Hlynur Stefánsson og Zoran Miljkovic halda á bikarnum eftir sigur ÍBV á Leiftri í bikarúrslitaleiknum 1998.vísir/brynjar gautiAuðvelda leiðin FH-ingar fóru auðveldu leiðina inn í bikarúrslitaleikinn í ár því leikurinn á móti ÍBV verður fyrsti bikarleikurinn í sumar á móti liði úr Pepsi-deildinni. FH hefur hingað til slegið út þrjú Inkasso-lið og eitt lið úr 2. deildinni. Eyjamenn hafa aftur á móti þegar slegið þrjú Pepsi-deildar lið út úr bikarnum, þar af tvö þau síðustu (Víking R. og Stjörnuna) á útivelli. FH-ingum hefur ekki gengið allt of vel með lakari liðin í sumar. Báðir tapleikir liðsins í Pepsi-deildinni hafa komið á heimavelli á móti einu af fimm neðstu liðunum og þá vann FH þrjú b-deildarlið með minnsta mun í bikarnum. FH hefur aftur á móti ekki tapað í sumar á móti neinu af sjö bestu liðum Pepsi-deildarinnar. Úrslitaleikur á Melavelli Eyjamenn eru mikið bikarlið en deildin hefur ekki gengið eins vel. Frá því í júní í fyrra hafa 7 af 12 sigurleikjum ÍBV í deild og bikar verið bikarsigrar. Það er orðið langt síðan að þessi lið mættust í bikarúrslitaleik en sá leikur fór fram á gamla Melavellinum og var ekki spilaður fyrr en í nóvember. ÍBV vann þá 2-0 sigur á FH sem þurfti að bíða í 34 ár til viðbótar eftir fyrsta bikarmeistaratitli félagsins. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.30.grafík/fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Langar alltaf að komast aftur í bikarúrslitin Kristján Guðmundsson er að fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum. 11. ágúst 2017 14:15 Ingó Veðurguð skemmtir stuðningsmönnum beggja liða Það verður vegleg skemmtidagskrá fyrir stuðningsmenn bæði FH og ÍBV fyrir bikarúrslitaleik liðanna á morgun. 11. ágúst 2017 15:30 Nýju útlendingarnir gætu fengið tækifæri hjá FH á morgun Heimir Guðjónsson hefur ekkert notað tvo nýja leikmenn sem hann fékk í félagaskiptaglugganum í sumar. 11. ágúst 2017 15:40 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Kristján: Langar alltaf að komast aftur í bikarúrslitin Kristján Guðmundsson er að fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum. 11. ágúst 2017 14:15
Ingó Veðurguð skemmtir stuðningsmönnum beggja liða Það verður vegleg skemmtidagskrá fyrir stuðningsmenn bæði FH og ÍBV fyrir bikarúrslitaleik liðanna á morgun. 11. ágúst 2017 15:30
Nýju útlendingarnir gætu fengið tækifæri hjá FH á morgun Heimir Guðjónsson hefur ekkert notað tvo nýja leikmenn sem hann fékk í félagaskiptaglugganum í sumar. 11. ágúst 2017 15:40
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn