Fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2017 18:45 Fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn á Alþingi valdalitla og að erfitt sé að koma málum í gegnum þingið. Undir þetta tekur formaður flokksins sem segir flokknum ekki hafa mistekist að breyta stjórnmálum eins og stefnt var að í stefnuyfirlýsingu fyrir síðustu kosningar. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðurvesturkjördæmi og þingflokksformaður, opinberaði það í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist á laugardag að segja af sér þingmennsku um næstu áramót en þá er hefur hún setið á þingi fyrir Bjarta framtíð í eitt ár af kjörtímabilinu. „Það má eiginlega segja það að hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og mig langar til þess að bjóða mig fram í Kópavogi aftur og vinna fyrir Kópavogsbúa. Það er svona mín helsta ástæða og mín áhersla,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Afhverju hættirðu ekki strax?„Afhverju tilkynni ég þetta svona snemma?“ spyr Theódóra á móti. Theodóra gagnrýnir störf alþingis og til tekur sérstaklega mál sem hafa allt að þrettán sinnum verið lögð fram án þess að ná í gegn á þingi. Hún segir þingmenn hafa það hlutverk að fjalla um mál en koma svo hvergi stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur.Ertu ekki með því að tala niður störf alþingismanna og tala niður störf alþingis?„Nei, nei. Mér finnst það alls ekki. Oft á tíðum eru mjög langar umræður sem að leiða ekki beint til neinnar niðurstöðu,“ segir Theódóra. Í viðtali við sínu við Kópavogsblaðið segir Theodóra að þingstörfin hafa komið sér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þingstörfin séu meira eins og málstofa og að flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn.Eru þingmenn valdalausir eða áhrifalitlir? „Við höfum auðvitað áhrif í gegnum nefndir en hvað varðar svona frumkvæði og þingmanna í að leggja fram mál, þá finnst mér þeir ekkert sérstaklega valdamiklir,“ segir Theodóra. Formaður Bjartrar framtíðar virðir ákvörðun þingflokksformannsins og getur undir gagnrýni á störf þingsins. „Ég held að sumu leyti séu þingmenn valdaminni en ætla mætti. Stakir þingmenn eru dálítið fastir í sínum hópum og þessi kúltúr á Alþingi, að það sé minnihluti og meirihluti sem að eigi sem minnst að starfa saman,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Eitt af aðal stefnumálum Bjartrar framtíðar fyrir síðustu alþingiskosningar var að breyta starfsháttum inni á Alþingi og gera þingstörfin skilvirkari. „Við stofnuðum Bjarta framtíð til þess að breyta pólitíkinni og meðal annars einmitt þessu og við höfum nú gert tilraunir til þess bæði í minnihluta og meirihluta,“ segir Óttarr. Hefur það mistekist? „Ég held að það mætti segja að það eigi að takast betur,“ segir Óttarr. Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn á Alþingi valdalitla og að erfitt sé að koma málum í gegnum þingið. Undir þetta tekur formaður flokksins sem segir flokknum ekki hafa mistekist að breyta stjórnmálum eins og stefnt var að í stefnuyfirlýsingu fyrir síðustu kosningar. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðurvesturkjördæmi og þingflokksformaður, opinberaði það í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist á laugardag að segja af sér þingmennsku um næstu áramót en þá er hefur hún setið á þingi fyrir Bjarta framtíð í eitt ár af kjörtímabilinu. „Það má eiginlega segja það að hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og mig langar til þess að bjóða mig fram í Kópavogi aftur og vinna fyrir Kópavogsbúa. Það er svona mín helsta ástæða og mín áhersla,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Afhverju hættirðu ekki strax?„Afhverju tilkynni ég þetta svona snemma?“ spyr Theódóra á móti. Theodóra gagnrýnir störf alþingis og til tekur sérstaklega mál sem hafa allt að þrettán sinnum verið lögð fram án þess að ná í gegn á þingi. Hún segir þingmenn hafa það hlutverk að fjalla um mál en koma svo hvergi stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur.Ertu ekki með því að tala niður störf alþingismanna og tala niður störf alþingis?„Nei, nei. Mér finnst það alls ekki. Oft á tíðum eru mjög langar umræður sem að leiða ekki beint til neinnar niðurstöðu,“ segir Theódóra. Í viðtali við sínu við Kópavogsblaðið segir Theodóra að þingstörfin hafa komið sér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þingstörfin séu meira eins og málstofa og að flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn.Eru þingmenn valdalausir eða áhrifalitlir? „Við höfum auðvitað áhrif í gegnum nefndir en hvað varðar svona frumkvæði og þingmanna í að leggja fram mál, þá finnst mér þeir ekkert sérstaklega valdamiklir,“ segir Theodóra. Formaður Bjartrar framtíðar virðir ákvörðun þingflokksformannsins og getur undir gagnrýni á störf þingsins. „Ég held að sumu leyti séu þingmenn valdaminni en ætla mætti. Stakir þingmenn eru dálítið fastir í sínum hópum og þessi kúltúr á Alþingi, að það sé minnihluti og meirihluti sem að eigi sem minnst að starfa saman,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Eitt af aðal stefnumálum Bjartrar framtíðar fyrir síðustu alþingiskosningar var að breyta starfsháttum inni á Alþingi og gera þingstörfin skilvirkari. „Við stofnuðum Bjarta framtíð til þess að breyta pólitíkinni og meðal annars einmitt þessu og við höfum nú gert tilraunir til þess bæði í minnihluta og meirihluta,“ segir Óttarr. Hefur það mistekist? „Ég held að það mætti segja að það eigi að takast betur,“ segir Óttarr.
Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07
Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42
Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50