Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2017 16:44 Þristarnir þrír á Reykjavíkurflugvelli í dag. Fyrir aftan eru Breitling-þristurinn og Páll Sveinsson en sá fremsti er módel af Gljáfaxa, einn áttundi af stærð hinna. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. Fjallað verður um málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Þeir standa tveir saman hlið við hlið, annarsvegar íslenski þristurinn Páll Sveinsson, sem var smíðaður árið 1943, og svo þristurinn, sem svissneski úraframleiðandinn Breitling lét gera upp, en sú vél er frá árinu 1940. Hún er á ferðalagi umhverfis jörðina og lenti í Reykjavík á laugardagskvöld. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið og því grípa íslenskir flugáhugamenn tækifærið. Forráðamenn íslenska Þristavinafélagsins hafa boðið ráðamönnum Breitling-þristsins upp á að vélarnar tvær fari í samsíða flug en það verður jafnframt nýtt til ljósmynda- og kvikmyndatöku af vélunum saman. Stefnt er að flugtaki um sjöleytið. Þristarnir sem sáust á flugvellinum í dag voru raunar þrír, sá þriðji er flugmódel, einn áttundi af stærð hinna. Módelsmiðurinn Sturla Snorrason var mörg ár að smíða gripinn, sem lítur nákvæmlega eins út og íslenski þristurinn var þegar hann var Gljáfaxi Flugfélags Íslands, áður en hann var tekinn í þjónustu Landgræðslunnar. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. Fjallað verður um málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Þeir standa tveir saman hlið við hlið, annarsvegar íslenski þristurinn Páll Sveinsson, sem var smíðaður árið 1943, og svo þristurinn, sem svissneski úraframleiðandinn Breitling lét gera upp, en sú vél er frá árinu 1940. Hún er á ferðalagi umhverfis jörðina og lenti í Reykjavík á laugardagskvöld. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið og því grípa íslenskir flugáhugamenn tækifærið. Forráðamenn íslenska Þristavinafélagsins hafa boðið ráðamönnum Breitling-þristsins upp á að vélarnar tvær fari í samsíða flug en það verður jafnframt nýtt til ljósmynda- og kvikmyndatöku af vélunum saman. Stefnt er að flugtaki um sjöleytið. Þristarnir sem sáust á flugvellinum í dag voru raunar þrír, sá þriðji er flugmódel, einn áttundi af stærð hinna. Módelsmiðurinn Sturla Snorrason var mörg ár að smíða gripinn, sem lítur nákvæmlega eins út og íslenski þristurinn var þegar hann var Gljáfaxi Flugfélags Íslands, áður en hann var tekinn í þjónustu Landgræðslunnar.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30
Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53