Júlídeilan 28. ágúst 2017 07:00 Júlídeilan íslenska er eins og fyrsta haustlægðin, jafn óvænt og hún er fyrirsegjanleg. Hún er alltaf upp á líf og dauða, háð til síðasta manns og barist um hvert hús. Hún er knúin áfram af einhvers konar blöndu af leiðindum og lífsgleði. Júlísólin skín á okkur alla daga og allar nætur og tilveran rennur saman í eitt mók. Landsmenn eru á þönum við að slaka á. Stundum verður slökunin of yfirþyrmandi; og fólk sér ekki fram á að komast yfir alla þessa slökun og þá er tilvalið að demba sér í gott rifrildi um málefni sem manni er eiginlega alveg sama um.„Enn eitt dæmið…“ Júlídeilan getur snúist um hundahald, lambakjöt, stafsetningu, göngugötur, lúpínu, lausagöngu katta – nánast hvaðeina. Deilan er jafnan marglaga; og snýst oft um eitthvað annað en hún er um; iðulega er hún um eitthvað sem aldrei er nefnt, kannski jafn einfaldan hlut og gagnkvæma andúð. Stundum liggur djúp sprunga undir ágreiningsefninu: sjálfsmynd þjóðar, sveit gegn borg, fyrirkomulag atvinnulífsins. Og auðvitað liggur þarna að baki ágreiningur um það hvernig Íslendingar sjá sig sem þjóð meðal þjóða; hvað tíðkast hjá öðrum þjóðum – sem er þá algild mælistika á rétt og rangt: „Aðrar þjóðir hafa þetta ekki svona,“ segir þá einhver ábúðarmikil rödd og við hin kinkum þá óðara kolli yfir því og sjáum undir eins að þetta getur ekki gengið svona. Júlídeilan er oft um umhugsunarverð og jafnvel skemmtileg efni en hún er háð af heift, ágreiningur er dreginn fram og pússaður af alúð og natni og reynt er að sneyða hjá framsetningu sem kynni að leiða til sameiginlegrar niðurstöðu, ekki síst með þeirri aðferð að hafa sjálfan samræðugrundvöllinn síkvikan. Umfram allt þarf maður að hafa mjög ákveðna en um leið óljósa skoðun. Maður þarf að setja hana fram á umbúðarlausan og ögrandi hátt, helst með dálitlum skammti af skætingi. Allir þátttakendur umræðunnar eru sárhneykslaðir: hver á öðrum, á málefninu, á því „hvernig þetta er alltaf hreint hérna hjá okkur“, á því hvernig viðkomandi mál er „enn eitt dæmið“ um eitthvað sem er ekki gott – að ógleymdri „íslenskri umræðuhefð“. Alltaf er vitnað í kaflann í Innansveitarkróniku um hana og hinn aðilinn talinn sá sem setur hljóðan þegar kemur að kjarna málsins. Að afstaðinni deilu verða allir aðilar svolítið kindarlegir, eins og fólk sem hefur gert einhvern óskunda á fylliríi en man ekki fyllilega hvað það var. Ágúst er þá notaður til að jafna sig áður en siglt er inn í september, og vinnuna.Veggurinn Að þessu sinni snerist Júlídeilan um vegg á Skúlagötu fjögur. Rokkhátíð sem kennir sig við íslenskar öldur ljósvakans stóð fyrir því fyrir nokkrum árum að máluð var mynd á þennan vegg af sjómanni, sem var skemmtilegt framtak og vel við hæfi, enda húsið í seinni tíð verið athvarf fyrir alls konar umsýslu sem tengist sjávarútvegi. Sjálfur tengi ég þó húsið ævinlega við starfsemi Ríkisútvarpsins og þá einkum Fréttastofuna þar sem móðir mín vann. Mér hefði því fundist fara vel á mynd af henni á téðum vegg og Ragnheiði Ástu og Jóni Múla. En sjómaður var það. Svo var málað yfir myndina. Einhvern veginn kvisaðist að íbúi þar í grennd, Hjörleifur Guttormsson, hefði ítrekað kvartað til borgaryfirvalda vegna myndarinnar, vitnað í alls konar pergament og paragrafa af sinni alkunnu málafylgju og krafist þess að myndin yrði fjarlægð. Fólk dró þá ályktun að hin deiga borgarstjórn hefði orðið við umleitunum Hjörleifs og varð málið fljótlega í huga margra að „enn einu dæminu“. Þetta var dæmi um eftirlátssama borgarstjórn – um bannóða borgarstjórn – um áhrif og völd frekra karla; bannáráttu gamalla kommúnista sem ekki vilja lit og líf í samfélaginu heldur bara gráma og einhæfni. Hjörleifur svaraði fullum hálsi og beindi spjótum sínum einkum að fréttastofu Ríkisútvarpsins, sennilega vegna þess að hann skrifaði í Moggann og hefur talið sig þurfa að næra hina landskunnu þráhyggju ritstjórans um téða fréttastofu. Allt logaði á Facebook og twitter lækóhólistarnir þar kepptust við að skrifa sem hnyttnasta statusa um Hjörleif, sem hafði svo sem ekki gert annað en að nýta sér borgaraleg réttindi sín og kvarta yfir því sem honum þótti miður fara. Skyndilega var skollin á sígild Júlídeila, þar sem öllum var mjög heitt í hamsi og skothríðin dundi úr öllum hornum – og í öll horn. Málið var „enn eitt dæmið“. Fólk skiptist í fylkingar eftir því hvort því þótti viðkomandi mynd falleg eða ljót, smekklaus eða verðugur minnisvarði. Sumir töldu að þarna kæmi fram andúð fulltrúa gilda hins gamla sveitasamfélags á táknmynd sjávarútvegsins sem gegnum aldirnar hefði einn skapað verðmæti hér á landi. Aðrir sáu málið sem tilraun valdsins til að binda hina skapandi hönd og hefta tjáningarfrelsið. Enn aðrir töldu veggmyndina listrænan átroðning og særandi fyrir fegurðarskyn þess sem mátti daglega horfa upp á þessa fyrirmunun. Allir sem tóku til máls töluðu um „enn eitt dæmið“. Smám saman hljóðnaði svo deilan og fólk varð uppiskroppa með ný ádeiluefni varðandi þessa lítilfjörlegu mynd og Hjörleif. Og enginn tók eftir því þegar heyrðist lágmælt skýring frá hússtjórn Skúlagötu fjögur. Það kom sem sé á daginn að kominn hafði verið tími á viðhald hússins, myndin að verða ónýt enda ekki gerð til að endast lengur en nokkur ár – og því hafði hússtjórnin tekið þá ákvörðun að mála vegginn bara hvítan. Og þangað til kemur að næstu mynd – næstu deilu – þurfum við að horfa á hvítan vegginn og hugsa upp næsta dæmi um „enn eitt dæmið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Júlídeilan íslenska er eins og fyrsta haustlægðin, jafn óvænt og hún er fyrirsegjanleg. Hún er alltaf upp á líf og dauða, háð til síðasta manns og barist um hvert hús. Hún er knúin áfram af einhvers konar blöndu af leiðindum og lífsgleði. Júlísólin skín á okkur alla daga og allar nætur og tilveran rennur saman í eitt mók. Landsmenn eru á þönum við að slaka á. Stundum verður slökunin of yfirþyrmandi; og fólk sér ekki fram á að komast yfir alla þessa slökun og þá er tilvalið að demba sér í gott rifrildi um málefni sem manni er eiginlega alveg sama um.„Enn eitt dæmið…“ Júlídeilan getur snúist um hundahald, lambakjöt, stafsetningu, göngugötur, lúpínu, lausagöngu katta – nánast hvaðeina. Deilan er jafnan marglaga; og snýst oft um eitthvað annað en hún er um; iðulega er hún um eitthvað sem aldrei er nefnt, kannski jafn einfaldan hlut og gagnkvæma andúð. Stundum liggur djúp sprunga undir ágreiningsefninu: sjálfsmynd þjóðar, sveit gegn borg, fyrirkomulag atvinnulífsins. Og auðvitað liggur þarna að baki ágreiningur um það hvernig Íslendingar sjá sig sem þjóð meðal þjóða; hvað tíðkast hjá öðrum þjóðum – sem er þá algild mælistika á rétt og rangt: „Aðrar þjóðir hafa þetta ekki svona,“ segir þá einhver ábúðarmikil rödd og við hin kinkum þá óðara kolli yfir því og sjáum undir eins að þetta getur ekki gengið svona. Júlídeilan er oft um umhugsunarverð og jafnvel skemmtileg efni en hún er háð af heift, ágreiningur er dreginn fram og pússaður af alúð og natni og reynt er að sneyða hjá framsetningu sem kynni að leiða til sameiginlegrar niðurstöðu, ekki síst með þeirri aðferð að hafa sjálfan samræðugrundvöllinn síkvikan. Umfram allt þarf maður að hafa mjög ákveðna en um leið óljósa skoðun. Maður þarf að setja hana fram á umbúðarlausan og ögrandi hátt, helst með dálitlum skammti af skætingi. Allir þátttakendur umræðunnar eru sárhneykslaðir: hver á öðrum, á málefninu, á því „hvernig þetta er alltaf hreint hérna hjá okkur“, á því hvernig viðkomandi mál er „enn eitt dæmið“ um eitthvað sem er ekki gott – að ógleymdri „íslenskri umræðuhefð“. Alltaf er vitnað í kaflann í Innansveitarkróniku um hana og hinn aðilinn talinn sá sem setur hljóðan þegar kemur að kjarna málsins. Að afstaðinni deilu verða allir aðilar svolítið kindarlegir, eins og fólk sem hefur gert einhvern óskunda á fylliríi en man ekki fyllilega hvað það var. Ágúst er þá notaður til að jafna sig áður en siglt er inn í september, og vinnuna.Veggurinn Að þessu sinni snerist Júlídeilan um vegg á Skúlagötu fjögur. Rokkhátíð sem kennir sig við íslenskar öldur ljósvakans stóð fyrir því fyrir nokkrum árum að máluð var mynd á þennan vegg af sjómanni, sem var skemmtilegt framtak og vel við hæfi, enda húsið í seinni tíð verið athvarf fyrir alls konar umsýslu sem tengist sjávarútvegi. Sjálfur tengi ég þó húsið ævinlega við starfsemi Ríkisútvarpsins og þá einkum Fréttastofuna þar sem móðir mín vann. Mér hefði því fundist fara vel á mynd af henni á téðum vegg og Ragnheiði Ástu og Jóni Múla. En sjómaður var það. Svo var málað yfir myndina. Einhvern veginn kvisaðist að íbúi þar í grennd, Hjörleifur Guttormsson, hefði ítrekað kvartað til borgaryfirvalda vegna myndarinnar, vitnað í alls konar pergament og paragrafa af sinni alkunnu málafylgju og krafist þess að myndin yrði fjarlægð. Fólk dró þá ályktun að hin deiga borgarstjórn hefði orðið við umleitunum Hjörleifs og varð málið fljótlega í huga margra að „enn einu dæminu“. Þetta var dæmi um eftirlátssama borgarstjórn – um bannóða borgarstjórn – um áhrif og völd frekra karla; bannáráttu gamalla kommúnista sem ekki vilja lit og líf í samfélaginu heldur bara gráma og einhæfni. Hjörleifur svaraði fullum hálsi og beindi spjótum sínum einkum að fréttastofu Ríkisútvarpsins, sennilega vegna þess að hann skrifaði í Moggann og hefur talið sig þurfa að næra hina landskunnu þráhyggju ritstjórans um téða fréttastofu. Allt logaði á Facebook og twitter lækóhólistarnir þar kepptust við að skrifa sem hnyttnasta statusa um Hjörleif, sem hafði svo sem ekki gert annað en að nýta sér borgaraleg réttindi sín og kvarta yfir því sem honum þótti miður fara. Skyndilega var skollin á sígild Júlídeila, þar sem öllum var mjög heitt í hamsi og skothríðin dundi úr öllum hornum – og í öll horn. Málið var „enn eitt dæmið“. Fólk skiptist í fylkingar eftir því hvort því þótti viðkomandi mynd falleg eða ljót, smekklaus eða verðugur minnisvarði. Sumir töldu að þarna kæmi fram andúð fulltrúa gilda hins gamla sveitasamfélags á táknmynd sjávarútvegsins sem gegnum aldirnar hefði einn skapað verðmæti hér á landi. Aðrir sáu málið sem tilraun valdsins til að binda hina skapandi hönd og hefta tjáningarfrelsið. Enn aðrir töldu veggmyndina listrænan átroðning og særandi fyrir fegurðarskyn þess sem mátti daglega horfa upp á þessa fyrirmunun. Allir sem tóku til máls töluðu um „enn eitt dæmið“. Smám saman hljóðnaði svo deilan og fólk varð uppiskroppa með ný ádeiluefni varðandi þessa lítilfjörlegu mynd og Hjörleif. Og enginn tók eftir því þegar heyrðist lágmælt skýring frá hússtjórn Skúlagötu fjögur. Það kom sem sé á daginn að kominn hafði verið tími á viðhald hússins, myndin að verða ónýt enda ekki gerð til að endast lengur en nokkur ár – og því hafði hússtjórnin tekið þá ákvörðun að mála vegginn bara hvítan. Og þangað til kemur að næstu mynd – næstu deilu – þurfum við að horfa á hvítan vegginn og hugsa upp næsta dæmi um „enn eitt dæmið“.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar