Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 15:00 Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn. Peter Madsen, danskur kafbátaeigandi sem er í haldi dönsku lögreglunnar grunaður um morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, neitar enn sök. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 12. ágúst. Þetta kom fram í yfirlýsingu lögreglunnar fyrr í dag en Madsen segir að Wall hafi látið lífið í slysi um borði í kafbáti hans, UC3 Nautilus. Hann hafi síðan varpað líki hennar í sjóinn en Wall fór með Madsen í bátinn þar sem hún var að vinna frétt um hann og kafbátinn. Lík Wall fannst síðastliðinn mánudag og vantaði á það höfuð, handleggi og fætur. Lögreglan segir að lík Wall hafi verið sundurlimað vísvitandi og þá var búið að festa járnstykki við það svo það myndi sökkva til botns. Wall sást seinast þegar hún fór um borð í kafbátinn með Madsen þann 10. ágúst. Við rannsókn lögreglu fannst blóð úr henni í bátnum en danskir saksóknarar hyggjast ákæra Madsen fyrir morð. Kærasti Wall tilkynnti lögreglu um að hún væri týnd daginn eftir að hún fór um borð í kafbátinn með Madsen. Síðar sama dag var Madsen bjargað úr sjónum á milli Danmerkur og Svíþjóðar skömmu eftir að kafbáturinn sökk. Lögreglunni tókst að ná kafbátnum úr sjónum og rannsaka hann en um er að ræða stærsta kafbát sem gerður hefur verið til einkaeigu. Madsen byggði hann sjálfur árið 2008 ásamt sjálfboðaliðum. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Greina frá fyrstu orðum Madsen við lögreglu eftir að hann kom á land Svo virðist sem að Peter Madsen hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall. 24. ágúst 2017 13:40 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Peter Madsen, danskur kafbátaeigandi sem er í haldi dönsku lögreglunnar grunaður um morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, neitar enn sök. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 12. ágúst. Þetta kom fram í yfirlýsingu lögreglunnar fyrr í dag en Madsen segir að Wall hafi látið lífið í slysi um borði í kafbáti hans, UC3 Nautilus. Hann hafi síðan varpað líki hennar í sjóinn en Wall fór með Madsen í bátinn þar sem hún var að vinna frétt um hann og kafbátinn. Lík Wall fannst síðastliðinn mánudag og vantaði á það höfuð, handleggi og fætur. Lögreglan segir að lík Wall hafi verið sundurlimað vísvitandi og þá var búið að festa járnstykki við það svo það myndi sökkva til botns. Wall sást seinast þegar hún fór um borð í kafbátinn með Madsen þann 10. ágúst. Við rannsókn lögreglu fannst blóð úr henni í bátnum en danskir saksóknarar hyggjast ákæra Madsen fyrir morð. Kærasti Wall tilkynnti lögreglu um að hún væri týnd daginn eftir að hún fór um borð í kafbátinn með Madsen. Síðar sama dag var Madsen bjargað úr sjónum á milli Danmerkur og Svíþjóðar skömmu eftir að kafbáturinn sökk. Lögreglunni tókst að ná kafbátnum úr sjónum og rannsaka hann en um er að ræða stærsta kafbát sem gerður hefur verið til einkaeigu. Madsen byggði hann sjálfur árið 2008 ásamt sjálfboðaliðum.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Greina frá fyrstu orðum Madsen við lögreglu eftir að hann kom á land Svo virðist sem að Peter Madsen hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall. 24. ágúst 2017 13:40 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Greina frá fyrstu orðum Madsen við lögreglu eftir að hann kom á land Svo virðist sem að Peter Madsen hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall. 24. ágúst 2017 13:40
Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20
Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07