Segir Brynjar Níelsson vera siðleysingja Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 23:46 Gunnar Hrafn krefst þess að Brynjar biðjist afsökunar á ummælum sem hann hefur látið falla um andleg veikindi. Vísir/anton/Eyþór Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, afhjúpa sig sem siðleysingja fyrir að hæðast að andlegum veikindum. Hann krefst þess að hann biðji þá sem hafa þjáðst af þeim sökum afsökunar á ummælum sínum. Þetta segir Gunnar á Facebookþræði þar sem Brynjar segir, í hæðni, að sér finnist Gunnar bestur þegar hann segi frá veikindum sínum. Kveikjan að þessum snörpu orðaskiptum var umfjöllun Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins af þolendum Robert Downeys, sem vakti á því athygli að Brynjar ætti það sameiginlegt með Robert að hafa sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn Bóhem sem rekinn var við Grensásveg á árum áður.Bergur Þór Ingólfsson, faðir þolanda í máli Robert Downeys vakti athygli á því að Brynjar hefði sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn BóhemVísir/stefánBrynjar kannaðist ekki við að hafa starfað fyrir hönd staðarins og brást raunar ókvæða við á Facebook síðu sinni. Þar segir að honum fallist hendur yfir „óheiðarleika og illgirni netsóða“ og segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að sá tortryggni í hans garð og Sjálfstæðisflokksins.Tveimur dögum síðar birti Stundin aftur á móti bréf sem Brynjar Níelsson sendi fyrir hönd Bóhem til Reykjavíkurborgar árið 2003. Gunnar Hrafn gerði stöðu Brynjars að umfjöllunarefni í pistli eftir að þetta kom í ljós. Gunnar segir Brynjar verða að útskýra ummæli sín um tengsl við strippstaðinn Bóhem. Hann segir auk þess að nefndin „sé marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er búinn að koma sér í.“Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmJakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, deildi frétt DV um viðbrögð Gunnars Hrafns á Facebook-síðu sinni. Brynjar beindi þar sjónum sínum að veikindum Gunnars Hrafns sem hefur ekki farið í felur með glímu sína við þunglyndi. „Mér finnst Gunnar bestur þegar hann segir okkur frá veikindum sínum. Kannski þarf ég að útskýra næst öll tengsl mín við brotamenn sem ég hef varið í gegnum tíðina,“ skrifaði Brynjar. Þegar honum var bent á að hann hefði í frammi útúrsnúning og hroka, brást Brynjar við með því að segja að umræðan um lögmannsstörfin væri hinn raunverulegi útúrsnúningur. Í kjölfarið ritaði Gunnar Hrafn stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann talar um árás Brynjars á andlega veikt fólk. Gunnar segir þar: „Ég krefst þess að hann biðji alla AÐRA sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga enda ljóst að hann svífst einskis í pólitískum árásum. Brynjar: Láttu þær þá beinast gegn mér en ekki sjúkdómi sem dregur fjölda Íslendinga til dauða á hverju ári. Skammastu þín,“ segir Gunnar. Uppreist æru Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, afhjúpa sig sem siðleysingja fyrir að hæðast að andlegum veikindum. Hann krefst þess að hann biðji þá sem hafa þjáðst af þeim sökum afsökunar á ummælum sínum. Þetta segir Gunnar á Facebookþræði þar sem Brynjar segir, í hæðni, að sér finnist Gunnar bestur þegar hann segi frá veikindum sínum. Kveikjan að þessum snörpu orðaskiptum var umfjöllun Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins af þolendum Robert Downeys, sem vakti á því athygli að Brynjar ætti það sameiginlegt með Robert að hafa sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn Bóhem sem rekinn var við Grensásveg á árum áður.Bergur Þór Ingólfsson, faðir þolanda í máli Robert Downeys vakti athygli á því að Brynjar hefði sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn BóhemVísir/stefánBrynjar kannaðist ekki við að hafa starfað fyrir hönd staðarins og brást raunar ókvæða við á Facebook síðu sinni. Þar segir að honum fallist hendur yfir „óheiðarleika og illgirni netsóða“ og segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að sá tortryggni í hans garð og Sjálfstæðisflokksins.Tveimur dögum síðar birti Stundin aftur á móti bréf sem Brynjar Níelsson sendi fyrir hönd Bóhem til Reykjavíkurborgar árið 2003. Gunnar Hrafn gerði stöðu Brynjars að umfjöllunarefni í pistli eftir að þetta kom í ljós. Gunnar segir Brynjar verða að útskýra ummæli sín um tengsl við strippstaðinn Bóhem. Hann segir auk þess að nefndin „sé marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er búinn að koma sér í.“Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmJakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, deildi frétt DV um viðbrögð Gunnars Hrafns á Facebook-síðu sinni. Brynjar beindi þar sjónum sínum að veikindum Gunnars Hrafns sem hefur ekki farið í felur með glímu sína við þunglyndi. „Mér finnst Gunnar bestur þegar hann segir okkur frá veikindum sínum. Kannski þarf ég að útskýra næst öll tengsl mín við brotamenn sem ég hef varið í gegnum tíðina,“ skrifaði Brynjar. Þegar honum var bent á að hann hefði í frammi útúrsnúning og hroka, brást Brynjar við með því að segja að umræðan um lögmannsstörfin væri hinn raunverulegi útúrsnúningur. Í kjölfarið ritaði Gunnar Hrafn stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann talar um árás Brynjars á andlega veikt fólk. Gunnar segir þar: „Ég krefst þess að hann biðji alla AÐRA sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga enda ljóst að hann svífst einskis í pólitískum árásum. Brynjar: Láttu þær þá beinast gegn mér en ekki sjúkdómi sem dregur fjölda Íslendinga til dauða á hverju ári. Skammastu þín,“ segir Gunnar.
Uppreist æru Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira