Haraldur: Conor skuldar mér samloku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2017 22:45 Haraldur hafði gaman af því að rifja upp ekki svo gamlar minningar um Conor. Feðgarnir Haraldur og Gunnar Nelson verða límdir við sjónvarpstækið á laugardag er vinur þeirra, Conor McGregor, stígur inn í hringinn með Flopyd Mayweather. Það hefur mikið breyst í lífi Conors en fyrir fimm árum síðan var hann á bótum en eftir helgina verður hann orðinn milljarðamæringur. „Ég þurfti að skrifa bréf til atvinnuleysisstofnunar í Írlandi svo hann fengi að halda bótunum sínum á meðan hann æfði á Íslandi,“ segir Haraldur Dean sem leyfði Conor meðal annars að gista heima hjá sér enda átti hann ekki peninga fyrir neinni gistingu. „Hann var einhverja daga í kjallaranum hjá mér. Svo var hann upp á Bárugötu þar sem Gunni var og fleiri. Þar gisti hann í herbergi í risinu ásamt fleirum. Það var ekki sami glamúrinn þá og núna. Það er gaman að hafa tekið þátt í þessu upphafi.“ Þrátt fyrir allar þessar breytingar á lífi Conors þá segja feðgarnir að Conor hafi ekkert breyst. „Þetta er hann og auðvitað hefur hann lært að nota það taktískt til að búa til aura. Hann gerir það mjög vel. Fólk annað hvort elskar hann eða hatar. Hann er í raun að spila þann leik sem hann ætlaði sér alltaf að gera,“ segir Gunnar. „Það er ekki hægt að segja að hann sé að setja upp einhverja grímu.“ Svo fátækur var Conor er hann kom til Íslands á sínum tíma að hann þurfti að slá lán fyrir samloku. „Ég lánaði honum pottþétt einhvern tímann fyrir samloku og öðrum mat. Jón Viðar gerði það líka. Hann skuldar mér samloku,“ segir Haraldur léttur. Viðtalið við feðgana má sjá hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Sjá meira
Feðgarnir Haraldur og Gunnar Nelson verða límdir við sjónvarpstækið á laugardag er vinur þeirra, Conor McGregor, stígur inn í hringinn með Flopyd Mayweather. Það hefur mikið breyst í lífi Conors en fyrir fimm árum síðan var hann á bótum en eftir helgina verður hann orðinn milljarðamæringur. „Ég þurfti að skrifa bréf til atvinnuleysisstofnunar í Írlandi svo hann fengi að halda bótunum sínum á meðan hann æfði á Íslandi,“ segir Haraldur Dean sem leyfði Conor meðal annars að gista heima hjá sér enda átti hann ekki peninga fyrir neinni gistingu. „Hann var einhverja daga í kjallaranum hjá mér. Svo var hann upp á Bárugötu þar sem Gunni var og fleiri. Þar gisti hann í herbergi í risinu ásamt fleirum. Það var ekki sami glamúrinn þá og núna. Það er gaman að hafa tekið þátt í þessu upphafi.“ Þrátt fyrir allar þessar breytingar á lífi Conors þá segja feðgarnir að Conor hafi ekkert breyst. „Þetta er hann og auðvitað hefur hann lært að nota það taktískt til að búa til aura. Hann gerir það mjög vel. Fólk annað hvort elskar hann eða hatar. Hann er í raun að spila þann leik sem hann ætlaði sér alltaf að gera,“ segir Gunnar. „Það er ekki hægt að segja að hann sé að setja upp einhverja grímu.“ Svo fátækur var Conor er hann kom til Íslands á sínum tíma að hann þurfti að slá lán fyrir samloku. „Ég lánaði honum pottþétt einhvern tímann fyrir samloku og öðrum mat. Jón Viðar gerði það líka. Hann skuldar mér samloku,“ segir Haraldur léttur. Viðtalið við feðgana má sjá hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Sjá meira