Unnið að jöfnum tækifærum fyrir alla nemendur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 18:30 Menntamálaráðuneytið hefur skuldbundið sig til þess að innleiða og fylgja nýjum viðmiðum sem hafa það að markmiði að veita nemendum jöfn tækifæri í menntakerfinu. Samhliða því verða fjárveitingar innan menntakerfisins endurskilgreindar. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð í dag fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi, en um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra menntamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, Skólameistarafélags Íslands og heimilis og skóla. Farið var yfir úttekt Evrópumiðstöðvarinnar og stýrihóps menntamálaráðuneytisins þar sem lögð eru til sjö viðmið sem hafa það að markmiði að veita nemendum jöfn tækifæri innan skólakerfisins.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.vísir/sigurjón ólasonVerkefnið nær til ársloka 2019 en í forgangi verður að endurskoða fjárveitingar til skólakerfisins, að ná samkomulagi um lágmarksþjónustu til stuðnings menntunar án aðgreiningar og að umræðum um menntun án aðgreiningar verði framhaldið.Áskorun fram undan Kristján Þór Júlísson menntamálaráðherra segir að í framhaldinu verði endurskoðað hvernig fjármunir í skólakerfinu séu nýttir. „Það er einn af þáttunum sem við þurfum að fara ofan í. Í skýrslunni og greiningunni sem Evrópumiðstöðin vann fyrir okkur kemur fram að við erum ekki að fara nægilega vel með þá fjármuni sem við erum að setja í þennan þátt námsins. Við getum og þurfum að skilgreina betur hvernig við ætlum að nýta þetta,“ segir hann. Aðspurður hvort börn fái ekki jöfn tækifæri innan menntakerfisins líkt og staðan sé nú, segir Kristján að alltaf sé hægt að gera betur. „Að mörgu leyti stöndum við okkur mjög vel, en við getum alltaf gert betur. Það er samdóma álit allra sem að þessu verki koma að það sé þó nokkur áskorun sem við erum að takast á við og að gera betur.“Allir eigi að geta notið skólagöngunnar Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir að ýmsu sé að huga. „Það hefur ekki tekist nógu vel að hrinda þessari stefnu í framkvæmd. Þess vegna er verið að skoða þessi mál svona gaumgæfilega. Rófið er náttúrulega mjög fjölbreytt; við erum með nemendur sem eru með sérþarfir, svo erum við með bráðgera nemendur og allt þar á milli og allir nemendur eiga að geta notið skólagöngu sinnar og geta fengið þá þjónustu sem þeir þurfa innan skólakerfisins,“ segir hún. Þá séu foreldrar ekki síður mikilvægur þáttur í þessu samhengi. „Það er misjafnt hvaða þjónustu börn fá og foreldrar upplifa það. Ef börn þurfa einhverja sérþjónustu þá stundum finnst foreldrum að þeir þurfi að sækja rétt þeirra, í sumum tilfellum. Sums staðar gengur mjög vel en annars staðar ekki,“ segir Hrefna og bætir við að þetta þurfi að skoða. „Það væri mun einfaldara fyrir foreldra að þurfa ekki að leita víða, til dæmis að sækja þjónustu út í bæ og svo aftur í skólann. Þetta flækir stundarskrá barnsins, flækir daginn og jafnvel getur hindrað að það komist í einhverjar frístundir. Þetta getur verið mjög krefjandi fyrir foreldra og jafnvel kostnaðarsamt.“Nánar um ný viðmið á vef Stjórnarráðsins. Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Menntamálaráðuneytið hefur skuldbundið sig til þess að innleiða og fylgja nýjum viðmiðum sem hafa það að markmiði að veita nemendum jöfn tækifæri í menntakerfinu. Samhliða því verða fjárveitingar innan menntakerfisins endurskilgreindar. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð í dag fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi, en um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra menntamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, Skólameistarafélags Íslands og heimilis og skóla. Farið var yfir úttekt Evrópumiðstöðvarinnar og stýrihóps menntamálaráðuneytisins þar sem lögð eru til sjö viðmið sem hafa það að markmiði að veita nemendum jöfn tækifæri innan skólakerfisins.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.vísir/sigurjón ólasonVerkefnið nær til ársloka 2019 en í forgangi verður að endurskoða fjárveitingar til skólakerfisins, að ná samkomulagi um lágmarksþjónustu til stuðnings menntunar án aðgreiningar og að umræðum um menntun án aðgreiningar verði framhaldið.Áskorun fram undan Kristján Þór Júlísson menntamálaráðherra segir að í framhaldinu verði endurskoðað hvernig fjármunir í skólakerfinu séu nýttir. „Það er einn af þáttunum sem við þurfum að fara ofan í. Í skýrslunni og greiningunni sem Evrópumiðstöðin vann fyrir okkur kemur fram að við erum ekki að fara nægilega vel með þá fjármuni sem við erum að setja í þennan þátt námsins. Við getum og þurfum að skilgreina betur hvernig við ætlum að nýta þetta,“ segir hann. Aðspurður hvort börn fái ekki jöfn tækifæri innan menntakerfisins líkt og staðan sé nú, segir Kristján að alltaf sé hægt að gera betur. „Að mörgu leyti stöndum við okkur mjög vel, en við getum alltaf gert betur. Það er samdóma álit allra sem að þessu verki koma að það sé þó nokkur áskorun sem við erum að takast á við og að gera betur.“Allir eigi að geta notið skólagöngunnar Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir að ýmsu sé að huga. „Það hefur ekki tekist nógu vel að hrinda þessari stefnu í framkvæmd. Þess vegna er verið að skoða þessi mál svona gaumgæfilega. Rófið er náttúrulega mjög fjölbreytt; við erum með nemendur sem eru með sérþarfir, svo erum við með bráðgera nemendur og allt þar á milli og allir nemendur eiga að geta notið skólagöngu sinnar og geta fengið þá þjónustu sem þeir þurfa innan skólakerfisins,“ segir hún. Þá séu foreldrar ekki síður mikilvægur þáttur í þessu samhengi. „Það er misjafnt hvaða þjónustu börn fá og foreldrar upplifa það. Ef börn þurfa einhverja sérþjónustu þá stundum finnst foreldrum að þeir þurfi að sækja rétt þeirra, í sumum tilfellum. Sums staðar gengur mjög vel en annars staðar ekki,“ segir Hrefna og bætir við að þetta þurfi að skoða. „Það væri mun einfaldara fyrir foreldra að þurfa ekki að leita víða, til dæmis að sækja þjónustu út í bæ og svo aftur í skólann. Þetta flækir stundarskrá barnsins, flækir daginn og jafnvel getur hindrað að það komist í einhverjar frístundir. Þetta getur verið mjög krefjandi fyrir foreldra og jafnvel kostnaðarsamt.“Nánar um ný viðmið á vef Stjórnarráðsins.
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira