Greina frá fyrstu orðum Madsen við lögreglu eftir að hann kom á land Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2017 13:40 Fyrstu orð Peter Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Vísir/EPA Danskir fjölmiðlar greina í dag frá fyrstu orðunum sem uppfinningamaðurinn Peter Madsen sagði við lögreglu eftir að hann kom á land í kjölfar þess að kafbátur hans sökk. Virðist sem að hann hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall. Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti í gær að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudaginn hafi verið Wall. Madsen er nú grunaður um morð, eftir að hafa áður verið grunaður um manndráp.Ekki með nafn hennar á hreinuFyrstu orð Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi verið sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Ekstrabladet greinir frá þessu.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-MadsenÞegar lögreglumaður spyr Madsen um símaupplýsingar konunnar sem hafi verið með honum um borð svarar Madsen: „Þær eru í símanum mínum sem er á hafsbotni.“ „Þú ert ekki með nafn hennar á hreinu,“ spyr lögreglumaðurinn. „Sko, ég veit bara að hún heitir Kim. Ég kanna ekki bakgrunn blaðamanns sem spyr hvort hann megi taka viðtal,“ sagði Madsen. Madsen sagði að kafbáturinn hafi sokkið á þrjátíu sekúndum eftir að hann reyndi viðgerðir. Lögregla segir að bátnum hafi vísvitandi verið sökkt.Vísir/Epa Sökk á þrjátíu sekúndumMadsen fullyrti til að byrja með að hann hafi hleypt Wall frá borði klukkan 22:30 að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst, sama dag og þau höfðu farið saman í ferð um borð í bátnum. Wall hugðist skrifa um Madsen og kafbát hans. Síðar breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hafa varpað líki hennar frá borði. Fullyrðir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð í bátnum. Á hafnarbakkanum sagði Madsen við fréttamann danska TV 2 að bilun í kjölfestu kafbátsins hafi orðið til þess að hann hafi sokkið.Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiMadsen brosti til myndavélar TV 2 þegar hann útskýrði að ástandið hafi snarversnað eftir að hann hafi reynt að gera við bátinn. „Nautilus sökk á um þrjátíu sekúndum, ég náði ekki að loka hlerunum eða neitt. Það er nú samt gott, því annars hefði ég enn verið þarna niðri,“ sagði Madsen, en rannsókn hefur leitt í ljós að kafbátnum var sökkt vísvitandi. Í stað þess að ræða um konuna sem var saknað, hélt Madsen áfram að ræða um hvernig hann ætli að ná bátnum upp af hafsbotni, að hann sé tryggður og hvað hann telji að kostnaðurinn verði mikill.Tóku lífsýni úr tannbursta og hárburstaJens Møller, aðstoðarlögreglustjóri hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, sagði á blaðamannafundi í gær að lögregla hafi tekið lífsýni úr tannbursta og hárbursta Wall til að bera kennsl á búkinn sem fannst í sjónum.Sjá einnig: Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunniGöt höfðu verið stungin á lík Wall og málmstykki bundin við það í þeim tilgangi að fá það til að fara niður á hafsbotninn. Betina Hald Engmark, lögmaður Madsen, segir skjólstæðing sinn hafa ekkert að fela og að hann ætli sér að vera samvinnufús við rannsókn málsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Danskir fjölmiðlar greina í dag frá fyrstu orðunum sem uppfinningamaðurinn Peter Madsen sagði við lögreglu eftir að hann kom á land í kjölfar þess að kafbátur hans sökk. Virðist sem að hann hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall. Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti í gær að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudaginn hafi verið Wall. Madsen er nú grunaður um morð, eftir að hafa áður verið grunaður um manndráp.Ekki með nafn hennar á hreinuFyrstu orð Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi verið sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Ekstrabladet greinir frá þessu.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-MadsenÞegar lögreglumaður spyr Madsen um símaupplýsingar konunnar sem hafi verið með honum um borð svarar Madsen: „Þær eru í símanum mínum sem er á hafsbotni.“ „Þú ert ekki með nafn hennar á hreinu,“ spyr lögreglumaðurinn. „Sko, ég veit bara að hún heitir Kim. Ég kanna ekki bakgrunn blaðamanns sem spyr hvort hann megi taka viðtal,“ sagði Madsen. Madsen sagði að kafbáturinn hafi sokkið á þrjátíu sekúndum eftir að hann reyndi viðgerðir. Lögregla segir að bátnum hafi vísvitandi verið sökkt.Vísir/Epa Sökk á þrjátíu sekúndumMadsen fullyrti til að byrja með að hann hafi hleypt Wall frá borði klukkan 22:30 að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst, sama dag og þau höfðu farið saman í ferð um borð í bátnum. Wall hugðist skrifa um Madsen og kafbát hans. Síðar breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hafa varpað líki hennar frá borði. Fullyrðir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð í bátnum. Á hafnarbakkanum sagði Madsen við fréttamann danska TV 2 að bilun í kjölfestu kafbátsins hafi orðið til þess að hann hafi sokkið.Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiMadsen brosti til myndavélar TV 2 þegar hann útskýrði að ástandið hafi snarversnað eftir að hann hafi reynt að gera við bátinn. „Nautilus sökk á um þrjátíu sekúndum, ég náði ekki að loka hlerunum eða neitt. Það er nú samt gott, því annars hefði ég enn verið þarna niðri,“ sagði Madsen, en rannsókn hefur leitt í ljós að kafbátnum var sökkt vísvitandi. Í stað þess að ræða um konuna sem var saknað, hélt Madsen áfram að ræða um hvernig hann ætli að ná bátnum upp af hafsbotni, að hann sé tryggður og hvað hann telji að kostnaðurinn verði mikill.Tóku lífsýni úr tannbursta og hárburstaJens Møller, aðstoðarlögreglustjóri hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, sagði á blaðamannafundi í gær að lögregla hafi tekið lífsýni úr tannbursta og hárbursta Wall til að bera kennsl á búkinn sem fannst í sjónum.Sjá einnig: Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunniGöt höfðu verið stungin á lík Wall og málmstykki bundin við það í þeim tilgangi að fá það til að fara niður á hafsbotninn. Betina Hald Engmark, lögmaður Madsen, segir skjólstæðing sinn hafa ekkert að fela og að hann ætli sér að vera samvinnufús við rannsókn málsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55
Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57
Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20