Tryggvi með 19 stig í tapi á móti Litháen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 18:25 Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltalandsliðið átti frekar erfitt uppdráttar í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Litháen í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Helsinki í næstu viku. Litháen vann leikinn á endanum með 22 stigum, 84-62, eftir að hafa verið 25 stigum yfir í hálfleik. Þetta er þó mikil framför frá síðasta landsleik þjóðanna fyrir fimm ár en þá töpuðu íslensku strákarnir með 50 stiga mun. Tryggvi Snær Hlinason stóð sig mjög vel í kvöld og var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Hann fékk líka dýrmæta reynslu í kvöld að glíma við NBA-stjörnuleikmanninn Jonas Valanciunas. Tryggvi var einnig með 7 fráköst og 2 varin skot á 28 mínútum en Toronto Raptors maðurinn endaði með 14 stig, 11 fráköst og 2 varin skot á 20 mínútum. Martin Hermannsson hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins eins og í síðustu leikjum en hann var með 14 stig og 7 stoðsendingar í kvöld auk þess að stela 4 boltum. Mindaugas Kuzminskas, leikmaður New York Knicks, var stigahæstur hjá Litháen með 17 stig á 20 mínútum en hann hitti úr 4 af 5 skotum utan af velli og öllum sjö vítunum. Martynas Gecevicius, leikamaður CAI Zaragoza á Spáni var með 16 stig en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotunum sínum. Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson voru á skýrslu samkvæmt tölfræði Litháanna en komu ekki inná í þessum leik. Það er gott að eiga þessa kappa inni í fyrsta leik á EM. Litháar komust í 9-2 og 21-9 í upphafi leiks, unnu fyrsta leikhlutann 27-15 og voru síðan 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Litháarnir hittu úr 8 af 12 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum á meðan íslenska liðið klikkaði á öllum tíu sínum. Þar munaði 24 stigum í hálfleiknum á stigum úr þriggja stiga skotum. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í hálfleiknum með 9 stig en Martin Hermannsson skoraði 7 stig. Íslenska liðið skoraði sjö fyrstu stig seinni hálfleiks og Litháar tóku leikhlé eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik. Þá munaði 18 stigum á liðunum, 52-34. Litháar gáfu þá aftur en annar sprettur íslenska liðsins kom muninum niður í sextán stig, 66-50, fyrir lokaleikhlutann. Litháar kláruðu síðan leikinn með því að bæta aðeins í lokaleikhlutanum og munurinn endaði í 22 stigum.Stig íslenska liðsins í leiknum: Tryggvi Snær Hlinason 19 (7 fráköst, 2 varin skot) Martin Hermannsson 14 (7 stoðsendingar, 4 stolnir boltar) Kristófer Acox 8 (4 fráköst á 16 mínútum) Logi Gunnarsson 7 (6 fráköst, 3 stoðsendingar) Hlynur Bæringsson 7 Ægir Þór Steinarsson 4 Pavel Ermolinskij 3 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið átti frekar erfitt uppdráttar í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Litháen í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Helsinki í næstu viku. Litháen vann leikinn á endanum með 22 stigum, 84-62, eftir að hafa verið 25 stigum yfir í hálfleik. Þetta er þó mikil framför frá síðasta landsleik þjóðanna fyrir fimm ár en þá töpuðu íslensku strákarnir með 50 stiga mun. Tryggvi Snær Hlinason stóð sig mjög vel í kvöld og var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Hann fékk líka dýrmæta reynslu í kvöld að glíma við NBA-stjörnuleikmanninn Jonas Valanciunas. Tryggvi var einnig með 7 fráköst og 2 varin skot á 28 mínútum en Toronto Raptors maðurinn endaði með 14 stig, 11 fráköst og 2 varin skot á 20 mínútum. Martin Hermannsson hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins eins og í síðustu leikjum en hann var með 14 stig og 7 stoðsendingar í kvöld auk þess að stela 4 boltum. Mindaugas Kuzminskas, leikmaður New York Knicks, var stigahæstur hjá Litháen með 17 stig á 20 mínútum en hann hitti úr 4 af 5 skotum utan af velli og öllum sjö vítunum. Martynas Gecevicius, leikamaður CAI Zaragoza á Spáni var með 16 stig en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotunum sínum. Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson voru á skýrslu samkvæmt tölfræði Litháanna en komu ekki inná í þessum leik. Það er gott að eiga þessa kappa inni í fyrsta leik á EM. Litháar komust í 9-2 og 21-9 í upphafi leiks, unnu fyrsta leikhlutann 27-15 og voru síðan 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Litháarnir hittu úr 8 af 12 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum á meðan íslenska liðið klikkaði á öllum tíu sínum. Þar munaði 24 stigum í hálfleiknum á stigum úr þriggja stiga skotum. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í hálfleiknum með 9 stig en Martin Hermannsson skoraði 7 stig. Íslenska liðið skoraði sjö fyrstu stig seinni hálfleiks og Litháar tóku leikhlé eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik. Þá munaði 18 stigum á liðunum, 52-34. Litháar gáfu þá aftur en annar sprettur íslenska liðsins kom muninum niður í sextán stig, 66-50, fyrir lokaleikhlutann. Litháar kláruðu síðan leikinn með því að bæta aðeins í lokaleikhlutanum og munurinn endaði í 22 stigum.Stig íslenska liðsins í leiknum: Tryggvi Snær Hlinason 19 (7 fráköst, 2 varin skot) Martin Hermannsson 14 (7 stoðsendingar, 4 stolnir boltar) Kristófer Acox 8 (4 fráköst á 16 mínútum) Logi Gunnarsson 7 (6 fráköst, 3 stoðsendingar) Hlynur Bæringsson 7 Ægir Þór Steinarsson 4 Pavel Ermolinskij 3
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira