Þetta reddast ekki alltaf Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2017 12:00 Jólaverslun hefur vaxið þrefalt hraðar en einkaneysla undanfarin fimm ár. Á sama tíma hafa heimilin greitt niður skuldir og sparnaður þeirra hefur aukist. Einhverra hluta vegna hefur neyslugleði okkar aukist meira um jólahátíðina en á öðrum tímum ársins og mikilvægi hennar sömuleiðis í heimilisbókhaldinu.Allt í rétta átt Þveröfugt við það sem við sáum á árunum 2003-2007 hefur kaupmáttur launa vaxið hraðar en einkaneysla á síðustu níu árum. Vonandi er þetta merki um breytta tíma og að við séum að venjast því að spara og eiga fyrir hlutunum í stað þess að segja „þetta reddast“ og gera jólin upp í janúar og febrúar, leiðinlegustu mánuðum ársins að frátöldum mars að sjálfsögu. Þetta er stórmál. Það er til mikils að vinna ef við temjum okkur aukna fyrirhyggjusemi og komum sparnaði í tísku. Þetta reddast nefnilega ekki alltaf og í landi þar sem vextir eru tiltölulega háir er auk þess dýrt að ýta neysluskuldum á undan sér og gott að leggja fyrir. Við erum að spara miklu meira en áður og þurfum að halda því áfram.Dýr jól Árlega birtir Rannsóknarsetur verslunarinnar samantekt og spá um jólaverslun hér á landi. Spennandi verður að sjá hvort áframhald verður á þessum miklum vexti, en í fyrra var hann áætlaður um 10%. Áætlað var að útgjöld hverrar fjögurra manna fjölskyldu, sem rekja mátti beint til árstímans, væru um 215.000 krónur, þar af 80% í sérvöru og 20% í dagvöru. Við þetta bætist verslun okkar Íslendinga utan landsteinanna, sem er töluverð og hefur aukist hratt undanfarin ár. Með sama áframhaldi styttist í að jólapokinn á Lækjartorgi rétt dugi fyrir jólagjafirnar og þá er betra að eiga fyrir þeim. Hér er um að ræða fjárhæðir sem erfitt getur reynst að hrista fram úr erminni og er mun auðveldara að ráða við sé lagt fyrir með reglubundnum hætti. Það er kannski full snemmt að hengja upp seríur en undirbúningurinn fyrir jólin má alveg fara að hefjast.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Jólaverslun hefur vaxið þrefalt hraðar en einkaneysla undanfarin fimm ár. Á sama tíma hafa heimilin greitt niður skuldir og sparnaður þeirra hefur aukist. Einhverra hluta vegna hefur neyslugleði okkar aukist meira um jólahátíðina en á öðrum tímum ársins og mikilvægi hennar sömuleiðis í heimilisbókhaldinu.Allt í rétta átt Þveröfugt við það sem við sáum á árunum 2003-2007 hefur kaupmáttur launa vaxið hraðar en einkaneysla á síðustu níu árum. Vonandi er þetta merki um breytta tíma og að við séum að venjast því að spara og eiga fyrir hlutunum í stað þess að segja „þetta reddast“ og gera jólin upp í janúar og febrúar, leiðinlegustu mánuðum ársins að frátöldum mars að sjálfsögu. Þetta er stórmál. Það er til mikils að vinna ef við temjum okkur aukna fyrirhyggjusemi og komum sparnaði í tísku. Þetta reddast nefnilega ekki alltaf og í landi þar sem vextir eru tiltölulega háir er auk þess dýrt að ýta neysluskuldum á undan sér og gott að leggja fyrir. Við erum að spara miklu meira en áður og þurfum að halda því áfram.Dýr jól Árlega birtir Rannsóknarsetur verslunarinnar samantekt og spá um jólaverslun hér á landi. Spennandi verður að sjá hvort áframhald verður á þessum miklum vexti, en í fyrra var hann áætlaður um 10%. Áætlað var að útgjöld hverrar fjögurra manna fjölskyldu, sem rekja mátti beint til árstímans, væru um 215.000 krónur, þar af 80% í sérvöru og 20% í dagvöru. Við þetta bætist verslun okkar Íslendinga utan landsteinanna, sem er töluverð og hefur aukist hratt undanfarin ár. Með sama áframhaldi styttist í að jólapokinn á Lækjartorgi rétt dugi fyrir jólagjafirnar og þá er betra að eiga fyrir þeim. Hér er um að ræða fjárhæðir sem erfitt getur reynst að hrista fram úr erminni og er mun auðveldara að ráða við sé lagt fyrir með reglubundnum hætti. Það er kannski full snemmt að hengja upp seríur en undirbúningurinn fyrir jólin má alveg fara að hefjast.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun