Bann norskrar skíðagöngustjörnu staðfest og lengt | Missir af Ólympíuleikunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. ágúst 2017 12:30 Johaug á blaðamannafundi. Vísir/Getty Therese Johaug, ein skærasta stjarna Noregs í skíðagöngu, mun ekki keppa á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári. Það var staðfest í dag en Áfrýjunardómstóll íþróttamála í Lausanne staðfesti átján mánaða keppnisbann yfir henni. „Hjarta mitt er brostið. Ég átti mér draum um að fara á Ólympíuleikana,“ sagði hún tárvot á blaðamannafundi skömmu eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Mér finnst þetta ósanngjarnt. Mér finnst að það hafi verið komið fram við mig á ósanngjarnan máta í þessu máli,“ sagði hún enn fremur. Johaug var upphaflega dæmd í þrettán mánaða bann sem hefði gert henni kleift að keppa á leikunum í Pyeongchang í febrúar. En Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði einnig fyrir dómstólnum og vildi fá lengra keppnisbann. Johaug féll á lyfjaprófi en sterar fundust í sýni hennar á síðasta ári. Hún hélt því fram að hafa notað varasalva þegar hún var við æfingar á Ítalíu. Læknir norska keppnisliðsins útvegaði henni varasalvann sem húnn fékk fyrir sólbruna á vörum. „Ég tel að ég hafi ekki haft rangt við. Ég fór til sérfræðings sem lét mig fá smyrsli. Ég spurði hvort að það væri á bannlista og hann sagði nei.“ Í úrskurði dómstólsins sagði að Johaug hefði ekki gætt að því að lesa á pakkningu smyrslins, þar sem kom fram að það innihélt lyf sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Taldi það viðeigandi refsing að dæma hana í átján mánaða keppnisbann og lengja þar með fyrra bann um fimm mánuði. Alþjóðaskíðasambandið kvaðst í dag sátt við niðurstöðu dómstólsins. Myndband frá blaðamannafundi Johaug má sjá hér fyrir neðan. Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Sjá meira
Therese Johaug, ein skærasta stjarna Noregs í skíðagöngu, mun ekki keppa á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári. Það var staðfest í dag en Áfrýjunardómstóll íþróttamála í Lausanne staðfesti átján mánaða keppnisbann yfir henni. „Hjarta mitt er brostið. Ég átti mér draum um að fara á Ólympíuleikana,“ sagði hún tárvot á blaðamannafundi skömmu eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Mér finnst þetta ósanngjarnt. Mér finnst að það hafi verið komið fram við mig á ósanngjarnan máta í þessu máli,“ sagði hún enn fremur. Johaug var upphaflega dæmd í þrettán mánaða bann sem hefði gert henni kleift að keppa á leikunum í Pyeongchang í febrúar. En Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði einnig fyrir dómstólnum og vildi fá lengra keppnisbann. Johaug féll á lyfjaprófi en sterar fundust í sýni hennar á síðasta ári. Hún hélt því fram að hafa notað varasalva þegar hún var við æfingar á Ítalíu. Læknir norska keppnisliðsins útvegaði henni varasalvann sem húnn fékk fyrir sólbruna á vörum. „Ég tel að ég hafi ekki haft rangt við. Ég fór til sérfræðings sem lét mig fá smyrsli. Ég spurði hvort að það væri á bannlista og hann sagði nei.“ Í úrskurði dómstólsins sagði að Johaug hefði ekki gætt að því að lesa á pakkningu smyrslins, þar sem kom fram að það innihélt lyf sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Taldi það viðeigandi refsing að dæma hana í átján mánaða keppnisbann og lengja þar með fyrra bann um fimm mánuði. Alþjóðaskíðasambandið kvaðst í dag sátt við niðurstöðu dómstólsins. Myndband frá blaðamannafundi Johaug má sjá hér fyrir neðan.
Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Sjá meira