Hyggst ná fram jafnvægi á milli ferskvöru og veitinga með útimarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 21:32 Mathöllin opnaði í gær á Menningarnótt. Vísir/eyþór „Það var alger húsfyllir, þetta er bara ótrúlegt,“ segir Bjarki Vigfússon, einn stofnenda Mathallarinnar á Hlemmi sem opnaði í gær á Menningarnótt. Bjarki segist ekki hafa búist við slíkum mannfjölda: „Við ætluðum okkur að vera búnir að opna þetta aðeins fyrr og búa okkur undir þessa traffík þannig að það má eiginlega segja að það hafi komið okkur á óvart hvað þetta gekk þó smurt þrátt fyrir þennan mikla fjölda,“ segir Bjarki.Í Mathöllinni er alls konar matur.Vísir/eyþórEins og yfirbyggt torgMathöllin er opin frá átta á morgnanna til ellefu á kvöldin en er það ekki frekar óvanalegur opnunartími? „Ég hef ekki leitt hugann að því en þetta eru bara svo mismunandi aðilar með ólíkar þarfir. Kaffihús og bakarí eru vön að opna snemma og þetta stjórnast líka af því að Hlemmur er enn þá biðstöð fyrir farþega Strætó. Það er allt í lagi að koma þangað og hinkra eftir strætó þó maður ætli sér ekki að eiga viðskipti þá stundina.“ Að sögn Bjarka var lagt upp með það að reyna að hafa húsið sem mest opið. „Það er bara eðli þessa húss að þarna kemur fólk til að bíða eftir strætó eða labba í gegn og skýla sér. Þetta er bara svona yfirbyggt torg og það má alltaf líta inn,” segir Bjarki.Draumurinn að bjóða upp á meiri hrávöruÞrátt fyrir að flestir séu ánægðir með kærkomna viðbót við veitingaflóru borgarinnar hefur borið á nokkurri gagnrýni sem lýtur að því að ójafnvægi er á milli hrávöru og verslunar. Bjarki hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. „Það er bara ekki viðskiptagrundvöllur fyrir bara hrávörumarkaði sem er opinn alla daga frá morgni til kvölds, það bara þekkist varla í okkar heimshluta og sérstaklega ekki í svona litlum borgum eins og Reykjavík. En kannski verður það þannig í framtíðinni.“Fyrir utan Hlemm er ráðgert að blása til matarmarkaðar þar sem hægt verður að kaupa hrávöru.Vísir/eyþór Bjarki segist ná upp jafnvæginu á milli hrávöru og veitinga með mörkuðunum sem verða fyrir utan Mathöllina. „Menn geta bara prófað hver raunverulega er grundvöllurinn fyrir þessu. Ég hef mjög litlar áhyggjur af þessari gagnrýni enda er ég búinn að fara mjög djúpt í hana sjálfur innra með mér og skoða þetta út frá öllum mögulegum hliðum og veit alveg að hverju ég er að stefna að hérna til langs tíma.“ Stefnt er að því að hafa hrávörumarkað fyrir utan Mathöllina um helgar. „Þetta er bara byrjunin. Við munum vera með alls kyns markaði hérna á torginu fyrir utan, um helgar og jólin og þá kemur meiri hrávara inn eins og kjöt og mjólkurvörur.“ Alls kyns frumkvöðlar og bændur taka þátt í markaðinum og segir Bjarki að ótal möguleikar séu opnir í því samhengi.Bjarki segir að Rabbarbarinn sé fyrsta grænmetisverslunin sem sé með allt í lausu.Vísir/eyþórFerskt, íslenskt grænmetiÍ Mathöllinni er grænmetisverslunin Rabbarbarinn þar sem hægt er að versla ferskt, íslenskt grænmeti „sem er fyrsta grænmetisverslunin sem er með allt í lausu, alltaf nýjasta og ferskasta uppskeran frá Íslandi,“ segir Bjarki. Verslunin er í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna „allir grænmetisbændurnir sem eiga Sölufélagið eru bakjarlar verslunarinnar,“ segir Bjarki en einnig eru seldar vörur frá Friðheimum. Menningarnótt Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Það var alger húsfyllir, þetta er bara ótrúlegt,“ segir Bjarki Vigfússon, einn stofnenda Mathallarinnar á Hlemmi sem opnaði í gær á Menningarnótt. Bjarki segist ekki hafa búist við slíkum mannfjölda: „Við ætluðum okkur að vera búnir að opna þetta aðeins fyrr og búa okkur undir þessa traffík þannig að það má eiginlega segja að það hafi komið okkur á óvart hvað þetta gekk þó smurt þrátt fyrir þennan mikla fjölda,“ segir Bjarki.Í Mathöllinni er alls konar matur.Vísir/eyþórEins og yfirbyggt torgMathöllin er opin frá átta á morgnanna til ellefu á kvöldin en er það ekki frekar óvanalegur opnunartími? „Ég hef ekki leitt hugann að því en þetta eru bara svo mismunandi aðilar með ólíkar þarfir. Kaffihús og bakarí eru vön að opna snemma og þetta stjórnast líka af því að Hlemmur er enn þá biðstöð fyrir farþega Strætó. Það er allt í lagi að koma þangað og hinkra eftir strætó þó maður ætli sér ekki að eiga viðskipti þá stundina.“ Að sögn Bjarka var lagt upp með það að reyna að hafa húsið sem mest opið. „Það er bara eðli þessa húss að þarna kemur fólk til að bíða eftir strætó eða labba í gegn og skýla sér. Þetta er bara svona yfirbyggt torg og það má alltaf líta inn,” segir Bjarki.Draumurinn að bjóða upp á meiri hrávöruÞrátt fyrir að flestir séu ánægðir með kærkomna viðbót við veitingaflóru borgarinnar hefur borið á nokkurri gagnrýni sem lýtur að því að ójafnvægi er á milli hrávöru og verslunar. Bjarki hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. „Það er bara ekki viðskiptagrundvöllur fyrir bara hrávörumarkaði sem er opinn alla daga frá morgni til kvölds, það bara þekkist varla í okkar heimshluta og sérstaklega ekki í svona litlum borgum eins og Reykjavík. En kannski verður það þannig í framtíðinni.“Fyrir utan Hlemm er ráðgert að blása til matarmarkaðar þar sem hægt verður að kaupa hrávöru.Vísir/eyþór Bjarki segist ná upp jafnvæginu á milli hrávöru og veitinga með mörkuðunum sem verða fyrir utan Mathöllina. „Menn geta bara prófað hver raunverulega er grundvöllurinn fyrir þessu. Ég hef mjög litlar áhyggjur af þessari gagnrýni enda er ég búinn að fara mjög djúpt í hana sjálfur innra með mér og skoða þetta út frá öllum mögulegum hliðum og veit alveg að hverju ég er að stefna að hérna til langs tíma.“ Stefnt er að því að hafa hrávörumarkað fyrir utan Mathöllina um helgar. „Þetta er bara byrjunin. Við munum vera með alls kyns markaði hérna á torginu fyrir utan, um helgar og jólin og þá kemur meiri hrávara inn eins og kjöt og mjólkurvörur.“ Alls kyns frumkvöðlar og bændur taka þátt í markaðinum og segir Bjarki að ótal möguleikar séu opnir í því samhengi.Bjarki segir að Rabbarbarinn sé fyrsta grænmetisverslunin sem sé með allt í lausu.Vísir/eyþórFerskt, íslenskt grænmetiÍ Mathöllinni er grænmetisverslunin Rabbarbarinn þar sem hægt er að versla ferskt, íslenskt grænmeti „sem er fyrsta grænmetisverslunin sem er með allt í lausu, alltaf nýjasta og ferskasta uppskeran frá Íslandi,“ segir Bjarki. Verslunin er í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna „allir grænmetisbændurnir sem eiga Sölufélagið eru bakjarlar verslunarinnar,“ segir Bjarki en einnig eru seldar vörur frá Friðheimum.
Menningarnótt Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira