Þurftu ítrekað að henda unglingum úr yfirgefnu húsi í miðborginni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2017 12:04 Heljarinnar hip hop tónlistarhátíð fór fram á Ingólfstorgi í gær. Vísir/andri marinó Á annað hundrað þúsund manns var í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var í gærkvöldi en dagskráin náði hámarki uppúr klukkan ellefu með glæsilegri flugeldasýningu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu og slökkviliði og segir yfirlögregluþjónn að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. Mikil stemmning og gleði einkenndi Menningarnótt í gær og lék veðrið við hátíðargesti sem sóttu tónlistarviðburði meðal annars í Hljómskálagarðinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var að aðsókn í miðbæinn jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld. Lögreglan segir að töluverður erill hafi verið í gærkvöldi og í nótt og segir Ásgeir Þór Ásgeisson, yfirlögregluþjónn, að flest útköllin hafi tengst ölvun. „Þetta gekk bara nokkuð vel. Það var mikið að gera hjá lögreglu á milli klukkan 19 í gærkvöldi og fram að flugeldasýningu,“ segir Ásgeir og bætir við að flest útköllin hafi tengst tónlistarhátið sem fram fór á Ingólfstorgi. Um er að ræða „Hip Hop Hátíð Menningarnætur“. Eitthvað hafi verið um smá pústra en málin að öðru leyti ekki talin alvarleg.Fjölmargir klifruðu upp á hús Seðlabankans til að tryggja sér gott útsýni fyrir flugeldasýninguna.Vísir/Andri marinóKomu sér fyrir í yfirgefinni bygginguMikill fjöldi unglinga sóttu tónleikana á Ingólfstorgi og þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg þar sem unglingar höfðu komið sér fyrir. Ásgeir segir að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. „Við vorum með í áætlunum okkar að reyna að hefta þetta með því að fara snemma af stað og hella niður. Það gekk svo sem ágætlega,“ segir Ásgeir. Nokkrir foreldrar hafi þurft að koma og sækja börnin sín. Þegar dagskrá Menningarnætur lauk eftir flugeldasýningu var mikil umferð úr miðborginni og segir Ásgeir hana hafa gengið áfallalaust. „Miðað við þennan geysilega fjölda í miðbænum þá gekk þetta, vægt til orða tekið, mjög vel. Mesti kúfurinn var á svona rúmlega klukkustund og eftir einn og hálfan tíma var þetta komið í eðlilegt skipulag.“Lögregla hafði í nógu að snúast en gaf sér líka tíma til að sinna aðdáendum.Vísir/Andri MarinóFangageymslur fullar Ásgeir segir að flest mál sem komu upp í nótt hafi tengst ölvun eða ástand fólks. Þá séu allar fangageymslur lögreglunnar á Hverifsgötu fullar og þurfti að færa suma í fangaklefa í Hafnarfirði. „En samkvæmt mínum heimildum er ekki um að ræða nein stórmál, fólk er þarna sökum ástands,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá þurfti slökkvilið að sinna 60 sjúkraflutningum í nótt. Varðstjóri segir það heldur meira en á venjulegu laugardagskvöldi. Menningarnótt Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Á annað hundrað þúsund manns var í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var í gærkvöldi en dagskráin náði hámarki uppúr klukkan ellefu með glæsilegri flugeldasýningu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu og slökkviliði og segir yfirlögregluþjónn að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. Mikil stemmning og gleði einkenndi Menningarnótt í gær og lék veðrið við hátíðargesti sem sóttu tónlistarviðburði meðal annars í Hljómskálagarðinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var að aðsókn í miðbæinn jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld. Lögreglan segir að töluverður erill hafi verið í gærkvöldi og í nótt og segir Ásgeir Þór Ásgeisson, yfirlögregluþjónn, að flest útköllin hafi tengst ölvun. „Þetta gekk bara nokkuð vel. Það var mikið að gera hjá lögreglu á milli klukkan 19 í gærkvöldi og fram að flugeldasýningu,“ segir Ásgeir og bætir við að flest útköllin hafi tengst tónlistarhátið sem fram fór á Ingólfstorgi. Um er að ræða „Hip Hop Hátíð Menningarnætur“. Eitthvað hafi verið um smá pústra en málin að öðru leyti ekki talin alvarleg.Fjölmargir klifruðu upp á hús Seðlabankans til að tryggja sér gott útsýni fyrir flugeldasýninguna.Vísir/Andri marinóKomu sér fyrir í yfirgefinni bygginguMikill fjöldi unglinga sóttu tónleikana á Ingólfstorgi og þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg þar sem unglingar höfðu komið sér fyrir. Ásgeir segir að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. „Við vorum með í áætlunum okkar að reyna að hefta þetta með því að fara snemma af stað og hella niður. Það gekk svo sem ágætlega,“ segir Ásgeir. Nokkrir foreldrar hafi þurft að koma og sækja börnin sín. Þegar dagskrá Menningarnætur lauk eftir flugeldasýningu var mikil umferð úr miðborginni og segir Ásgeir hana hafa gengið áfallalaust. „Miðað við þennan geysilega fjölda í miðbænum þá gekk þetta, vægt til orða tekið, mjög vel. Mesti kúfurinn var á svona rúmlega klukkustund og eftir einn og hálfan tíma var þetta komið í eðlilegt skipulag.“Lögregla hafði í nógu að snúast en gaf sér líka tíma til að sinna aðdáendum.Vísir/Andri MarinóFangageymslur fullar Ásgeir segir að flest mál sem komu upp í nótt hafi tengst ölvun eða ástand fólks. Þá séu allar fangageymslur lögreglunnar á Hverifsgötu fullar og þurfti að færa suma í fangaklefa í Hafnarfirði. „En samkvæmt mínum heimildum er ekki um að ræða nein stórmál, fólk er þarna sökum ástands,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá þurfti slökkvilið að sinna 60 sjúkraflutningum í nótt. Varðstjóri segir það heldur meira en á venjulegu laugardagskvöldi.
Menningarnótt Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira