Sex leikskólar hafa stytt opnunartíma vegna manneklu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 17:00 Skúli Helgason og Helgi Grímsson segja að skerðing opnunartíma leikskóla sé aðeins tímabundið úrræði. Sex leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þurft að stytta opnunartíma á undanförnum vikum vegna manneklu. Fleiri munu þurfa að grípa til þessa ráðs að opna síðar eða loka fyrr ef ekki næst að manna fleiri stöður. Margir foreldrar eru áhyggjufullir yfir þessu ástandi en nokkrir leikskólar til viðbótar hafa þegar sent frá sér tilkynningu um að slíkar breytingar séu hugsanlega framundan. Að minnsta kosti einn leikskóli tilkynnti foreldrum í vikunni að styttri opnunartími taki gildi 1.október næstkomandi. Opnunartími leikskóla er þá styttur um 15 til 45 mínútur en samkvæmt Reykjavíkurborg er þetta algjört neyðarúrræði. Opnunartími leikskólans verður þá frá 07:45 til 16.30 eða 16:45 í stað 07:30 til 17:00. Augljóst er að breytingar sem þessar geta orðið mörgum foreldrum leikskólabarna erfiðar.Tímabundið ástand Enn er óráðið í um 100 stöðugildi Í 64 leikskólum borgarinnar og vantar deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Þetta kom fram í vikulegu yfirliti yfir stöðu ráðninga í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi í borginni sem birtist á vefsíðu Reykjavíkurborgar í gær. „Við lítum alltaf á þetta sem tímabundið ástand, þetta er ekki varanlegt,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs í samtali við Vísi. Í byrjun ágúst fengu leikskólastjórar sendar upplýsingar um þetta úrræði frá skóla- og frístundasviði. „Þetta sendum við út í byrjun ágúst. Þetta er eitt af þessu samþykkta verklagi sem hefur verið við lýði hjá okkur í mörg ár.“ Helgi segir að leikskólastjórar séu samt eins og mögulegt er að reyna að halda uppi fullri þjónustu. „Við sendum þetta með þeim fyrrimælum að það þurfi að upplýsa skólasamfélagið og okkur um þetta svo það sé skilningur á aðstæðunum. Eins er mælst til þess að öll svona viðbrögð, hvort sem það er skerðing á vistunartíma eða einhverjar tímabundnar lokanir á einhverjum deildum, að það sé unnið í samráði við foreldraráð viðkomandi leikskóla.“vísir/VilhelmSamþykkt úrræði Samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk frá Reykjavíkurborg eru aðeins 25 af 64 leikskólum hjá borginni fullmannaðir. Einn til tvo starfsmenn vantar í 21 leikskóla en í öðrum er staðan þyngri. Í einum leikskóla vantar starfsmenn í átta stöður. Þessi mikla mannekla er ástæða þess að leikskólastjórar hafa margir þurft að skerða opnunartíma leikskólans eða láta foreldra vita að það komi til greina. „Þetta er eitt af þeim viðbrögðum sem við samþykkjum sem svið, þetta er eitt af úrræðunum sem við getum gripið til þegar annaðhvort eru mikil veikindi eða ekki hefur tekist að ráða fólk til starfa. Við lítum þannig á að það að loka deildum í einhverja daga í viku kannski, sé miklu sterkari og alvarlegri skerðing á þjónustu. Þess vegna eru þetta samþykkt úrræði þegar svona aðstæður eru.“ Helgi ítrekar mikilvægi þess að tímabundnar breytingar sem þessar séu unnar í nánu samstarfi við viðkomandi foreldrasamkomulag. „Í fyrra var þetta tímabundið ástand og svo rættist úr hlutunum þegar að leið fram í september.“Leikskólastjórarnir öflugir „Auðvitað verðum við að hafa skilning á því að þessir fáu leikskólar sem enn eru í verulegum vanda þurfi að finna leiðir til þess að láta þetta ganga upp hjá sér,“ segir Skúli Helgason formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Sem betur fer er núna allur þorri leikskólanna í borginni annaðhvort búinn að fullmanna eða er með tvær eða færri stöður sem þarf að fylla. Það eru í kringum 74 prósent samkvæmt nýjustu mælingum, þetta lagast með hverri vikunni.“ „Við erum að vinna í þessum starfsmannamálum og það er verið að gera mjög margt til þess að styðja við leikskólastjóra og þeir eru líka mjög öflugir sjálfir í að leysa sín mál. Ég er sjálfur að heimsækja og eiga samtöl við þessa leikskólastjóra sem að vantar flesta starfsmenn. Sem betur fer eru þeir að ná miklum árangri í að leysa úr sínum málum með ýmsum hætti.“ Skúli segir að ekki séu allir meðvitaðir um hækkun launa á meðal leikskólakennara. „Það er auglýsingaherferð í gangi sem leggur áherslu á það hvað þetta eru skapandi og fjölbreytt störf með börnum, bæði í leikskólum, grunnskólum og frístund. Það er líka verið að grípa til sértækra aðgerða til þess að vekja athygli á því að margt er þó að breytast til batnaðar, eins og til dæmis launin. Þau hafa hækkað verulega sérstaklega hvað varðar leikskólakennara. Þetta eru tölur sem formaður félags leikskólakennara benti á um daginn.“vísir/vilhelmVandamál á landinu öllu Skúli segir að það sé verið að móta tillögur í borginni um það hvernig megi bæta vinnuumhverfi leikskólakennara og þeirra sem starfa á leikskólum. Muni fást niðurstaða í þá vinnu á þessu hausti. Hann segist þó ekki geta sagt til um það hversu lengi þurfa að skerða opnunartíma „Það getur enginn spáð fyrir um það fyrirfram en við finnum fyrir því með því að rýna í tölurnar að þetta þokast allt í rétta átt með hverri vikunni. Ég legg áherslu á að þetta er algjör undantekning, að þurfa að grípa til þessa úrræðis. Það er þá eingöngu gert ef að starfsmannamálin eru með þeim hætti að það sé nauðsynlegt.“ Skúli segir að þetta sé allt að hreyfast í rétta átt og unnið sé mjög þétt með þeim leikskólum sem vantar flesta starfsmenn. „Ég geri mér nú vonir um að þetta muni lagast heilmikið en auðvitað geri ég ekki lítið úr því að það vantar fleiri leikskólakennara, ekki bara í borginni heldur á landinu öllu. Það eru of fáir sem fara í þetta nám, miklu færri en við þyrftum á að halda. Það er stóra samfélagslega verkefnið, bæði að tryggja að launin verði áfram hækkuð og síðan að vinnuaðstæðurnar batni jafnt og þétt.“ Tengdar fréttir Færri sækja um störf með reykvískum börnum en í fyrra Enn á eftir að ráða í 119 stöðugildi í leikskólum, 58 stöðugildi í grunnskólum og í um 135 stöðugildi á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. 16. ágúst 2017 17:17 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Sex leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þurft að stytta opnunartíma á undanförnum vikum vegna manneklu. Fleiri munu þurfa að grípa til þessa ráðs að opna síðar eða loka fyrr ef ekki næst að manna fleiri stöður. Margir foreldrar eru áhyggjufullir yfir þessu ástandi en nokkrir leikskólar til viðbótar hafa þegar sent frá sér tilkynningu um að slíkar breytingar séu hugsanlega framundan. Að minnsta kosti einn leikskóli tilkynnti foreldrum í vikunni að styttri opnunartími taki gildi 1.október næstkomandi. Opnunartími leikskóla er þá styttur um 15 til 45 mínútur en samkvæmt Reykjavíkurborg er þetta algjört neyðarúrræði. Opnunartími leikskólans verður þá frá 07:45 til 16.30 eða 16:45 í stað 07:30 til 17:00. Augljóst er að breytingar sem þessar geta orðið mörgum foreldrum leikskólabarna erfiðar.Tímabundið ástand Enn er óráðið í um 100 stöðugildi Í 64 leikskólum borgarinnar og vantar deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Þetta kom fram í vikulegu yfirliti yfir stöðu ráðninga í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi í borginni sem birtist á vefsíðu Reykjavíkurborgar í gær. „Við lítum alltaf á þetta sem tímabundið ástand, þetta er ekki varanlegt,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs í samtali við Vísi. Í byrjun ágúst fengu leikskólastjórar sendar upplýsingar um þetta úrræði frá skóla- og frístundasviði. „Þetta sendum við út í byrjun ágúst. Þetta er eitt af þessu samþykkta verklagi sem hefur verið við lýði hjá okkur í mörg ár.“ Helgi segir að leikskólastjórar séu samt eins og mögulegt er að reyna að halda uppi fullri þjónustu. „Við sendum þetta með þeim fyrrimælum að það þurfi að upplýsa skólasamfélagið og okkur um þetta svo það sé skilningur á aðstæðunum. Eins er mælst til þess að öll svona viðbrögð, hvort sem það er skerðing á vistunartíma eða einhverjar tímabundnar lokanir á einhverjum deildum, að það sé unnið í samráði við foreldraráð viðkomandi leikskóla.“vísir/VilhelmSamþykkt úrræði Samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk frá Reykjavíkurborg eru aðeins 25 af 64 leikskólum hjá borginni fullmannaðir. Einn til tvo starfsmenn vantar í 21 leikskóla en í öðrum er staðan þyngri. Í einum leikskóla vantar starfsmenn í átta stöður. Þessi mikla mannekla er ástæða þess að leikskólastjórar hafa margir þurft að skerða opnunartíma leikskólans eða láta foreldra vita að það komi til greina. „Þetta er eitt af þeim viðbrögðum sem við samþykkjum sem svið, þetta er eitt af úrræðunum sem við getum gripið til þegar annaðhvort eru mikil veikindi eða ekki hefur tekist að ráða fólk til starfa. Við lítum þannig á að það að loka deildum í einhverja daga í viku kannski, sé miklu sterkari og alvarlegri skerðing á þjónustu. Þess vegna eru þetta samþykkt úrræði þegar svona aðstæður eru.“ Helgi ítrekar mikilvægi þess að tímabundnar breytingar sem þessar séu unnar í nánu samstarfi við viðkomandi foreldrasamkomulag. „Í fyrra var þetta tímabundið ástand og svo rættist úr hlutunum þegar að leið fram í september.“Leikskólastjórarnir öflugir „Auðvitað verðum við að hafa skilning á því að þessir fáu leikskólar sem enn eru í verulegum vanda þurfi að finna leiðir til þess að láta þetta ganga upp hjá sér,“ segir Skúli Helgason formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Sem betur fer er núna allur þorri leikskólanna í borginni annaðhvort búinn að fullmanna eða er með tvær eða færri stöður sem þarf að fylla. Það eru í kringum 74 prósent samkvæmt nýjustu mælingum, þetta lagast með hverri vikunni.“ „Við erum að vinna í þessum starfsmannamálum og það er verið að gera mjög margt til þess að styðja við leikskólastjóra og þeir eru líka mjög öflugir sjálfir í að leysa sín mál. Ég er sjálfur að heimsækja og eiga samtöl við þessa leikskólastjóra sem að vantar flesta starfsmenn. Sem betur fer eru þeir að ná miklum árangri í að leysa úr sínum málum með ýmsum hætti.“ Skúli segir að ekki séu allir meðvitaðir um hækkun launa á meðal leikskólakennara. „Það er auglýsingaherferð í gangi sem leggur áherslu á það hvað þetta eru skapandi og fjölbreytt störf með börnum, bæði í leikskólum, grunnskólum og frístund. Það er líka verið að grípa til sértækra aðgerða til þess að vekja athygli á því að margt er þó að breytast til batnaðar, eins og til dæmis launin. Þau hafa hækkað verulega sérstaklega hvað varðar leikskólakennara. Þetta eru tölur sem formaður félags leikskólakennara benti á um daginn.“vísir/vilhelmVandamál á landinu öllu Skúli segir að það sé verið að móta tillögur í borginni um það hvernig megi bæta vinnuumhverfi leikskólakennara og þeirra sem starfa á leikskólum. Muni fást niðurstaða í þá vinnu á þessu hausti. Hann segist þó ekki geta sagt til um það hversu lengi þurfa að skerða opnunartíma „Það getur enginn spáð fyrir um það fyrirfram en við finnum fyrir því með því að rýna í tölurnar að þetta þokast allt í rétta átt með hverri vikunni. Ég legg áherslu á að þetta er algjör undantekning, að þurfa að grípa til þessa úrræðis. Það er þá eingöngu gert ef að starfsmannamálin eru með þeim hætti að það sé nauðsynlegt.“ Skúli segir að þetta sé allt að hreyfast í rétta átt og unnið sé mjög þétt með þeim leikskólum sem vantar flesta starfsmenn. „Ég geri mér nú vonir um að þetta muni lagast heilmikið en auðvitað geri ég ekki lítið úr því að það vantar fleiri leikskólakennara, ekki bara í borginni heldur á landinu öllu. Það eru of fáir sem fara í þetta nám, miklu færri en við þyrftum á að halda. Það er stóra samfélagslega verkefnið, bæði að tryggja að launin verði áfram hækkuð og síðan að vinnuaðstæðurnar batni jafnt og þétt.“
Tengdar fréttir Færri sækja um störf með reykvískum börnum en í fyrra Enn á eftir að ráða í 119 stöðugildi í leikskólum, 58 stöðugildi í grunnskólum og í um 135 stöðugildi á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. 16. ágúst 2017 17:17 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Færri sækja um störf með reykvískum börnum en í fyrra Enn á eftir að ráða í 119 stöðugildi í leikskólum, 58 stöðugildi í grunnskólum og í um 135 stöðugildi á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. 16. ágúst 2017 17:17