Engin skólaúrræði fyrir sextán ára einhverfan dreng Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2017 20:15 Engin úrræði eru til fyrir sextán ára gamlan einhverfan dreng sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor en honum, og fleirum í svipaðri stöðu, var hafnað um skólavist í framhaldsskóla í vetur þar sem ekki er pláss fyrir hann vegna mikillar aðsóknar. Systir drengsins segir ólíðandi að ófatlaðir nemendur hafi forgang yfir fatlaða í menntakerfinu. Óskar Gíslason er sextán ára. Hann býr á heimili fyrir börn við Þingvað en hann er með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. Í vor útskrifaðist hann úr tíunda bekk Klettaskóla.Engin úrræði til staðar Við Fjölbrautaskólinn í Ármúla er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Óskar fékk svör frá skólanum í lok júní um að ekki væri pláss fyrir hann við nám í skólanum vegna ásóknar og engin úrræði eru til sem geta tekið við. „Eftir því sem ég best veit fær hann hvergi inn í framhaldsskóla þrátt fyrir að starfræktir séu nokkrir skólar á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á námsúrræði sem henta honum. Það sem að okkur hefur verið sagt og mér skilst að sé í vinnslu hjá menntamálaráðuneytinu, er að útbúa á úrræði á vegum Áss styrktarfélags fyrir hann og önnur börn,“ segir Bergljót Gyða. „Það er náttúrulega ekki framhaldsskóli. Þá eru þau ekki nemendur í framhaldsskóla, þau eru ekki innrituð í skóla, þetta er eitthvað sérsniðið úrræði og við erum ekki sátt við það.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Bergljót Gyða hefur fengið á annar hópur forgang í skólann fram yfir Óskar og aðra í svipaðri stöðu.Klár mismunun „Engu að síður er þetta klár mismunun og brot á lögum þar sem hann á rétt á skólavist í framhaldsskóla alveg eins og allir aðrir á hans aldri.“ Bergljót Gyða segir óvissuna ekki hafa góð áhrif á Óskar því óvíst er hvenær úrræði Menntamálaráðuneytisins kemst í gagnið. „Á meðan er verið að reyna að leysa einn dag í einu og það er að okkar mati algerlega óviðugandi. Hann á rétt á að vera í framhaldsskóla eins og öll önnur börn á hans aldri samkvæmt lögum. Ef við ætlum að fjalla um skóla fyrir alla og skóla án aðgreiningar þá er það augljóslega hið eina rétta í stöðunni. Við myndum aldrei sætta okkur við svona stjórnsýslu eða vinnulag gagnvart ófötluðum nemanda. Það má líkja þessu við það að ef ófatlaður nemandi sækir um og fær svarið: Nei því miður. Þú kemst ekki inn en þú getur farið út á bókasafn og sest þar niður með blað og blýant.“ Skóla - og menntamál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Engin úrræði eru til fyrir sextán ára gamlan einhverfan dreng sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor en honum, og fleirum í svipaðri stöðu, var hafnað um skólavist í framhaldsskóla í vetur þar sem ekki er pláss fyrir hann vegna mikillar aðsóknar. Systir drengsins segir ólíðandi að ófatlaðir nemendur hafi forgang yfir fatlaða í menntakerfinu. Óskar Gíslason er sextán ára. Hann býr á heimili fyrir börn við Þingvað en hann er með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. Í vor útskrifaðist hann úr tíunda bekk Klettaskóla.Engin úrræði til staðar Við Fjölbrautaskólinn í Ármúla er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Óskar fékk svör frá skólanum í lok júní um að ekki væri pláss fyrir hann við nám í skólanum vegna ásóknar og engin úrræði eru til sem geta tekið við. „Eftir því sem ég best veit fær hann hvergi inn í framhaldsskóla þrátt fyrir að starfræktir séu nokkrir skólar á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á námsúrræði sem henta honum. Það sem að okkur hefur verið sagt og mér skilst að sé í vinnslu hjá menntamálaráðuneytinu, er að útbúa á úrræði á vegum Áss styrktarfélags fyrir hann og önnur börn,“ segir Bergljót Gyða. „Það er náttúrulega ekki framhaldsskóli. Þá eru þau ekki nemendur í framhaldsskóla, þau eru ekki innrituð í skóla, þetta er eitthvað sérsniðið úrræði og við erum ekki sátt við það.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Bergljót Gyða hefur fengið á annar hópur forgang í skólann fram yfir Óskar og aðra í svipaðri stöðu.Klár mismunun „Engu að síður er þetta klár mismunun og brot á lögum þar sem hann á rétt á skólavist í framhaldsskóla alveg eins og allir aðrir á hans aldri.“ Bergljót Gyða segir óvissuna ekki hafa góð áhrif á Óskar því óvíst er hvenær úrræði Menntamálaráðuneytisins kemst í gagnið. „Á meðan er verið að reyna að leysa einn dag í einu og það er að okkar mati algerlega óviðugandi. Hann á rétt á að vera í framhaldsskóla eins og öll önnur börn á hans aldri samkvæmt lögum. Ef við ætlum að fjalla um skóla fyrir alla og skóla án aðgreiningar þá er það augljóslega hið eina rétta í stöðunni. Við myndum aldrei sætta okkur við svona stjórnsýslu eða vinnulag gagnvart ófötluðum nemanda. Það má líkja þessu við það að ef ófatlaður nemandi sækir um og fær svarið: Nei því miður. Þú kemst ekki inn en þú getur farið út á bókasafn og sest þar niður með blað og blýant.“
Skóla - og menntamál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira