Bjóða embættismönnum upp á fræðslu um höfundarrétt vegna ummæla Áslaugar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 19:30 Myndstef segir að skortur sé á almennri þekkingu á höfundarrétti hér á landi og býður embættismönnum og almenningi að sækja sér fræðslu hjá samtökunum, þeim að kostnaðarlausu. Samtökin harma ummæli formanns allsherjar- og menntamálanefndar, sem óskaði um helgina eftir upplýsingum um hvar hægt væri að nálgast höfundarréttarvarið efni á netinu, án þess að greiða fyrir það.Vissi betur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins, lét téð ummæli falla á Twitter síðu sinni áður en bardagi þeirra Floyds Mayweather og Conors McGregor hófst. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni en rétt er að taka fram að Stöð 2 Sport var rétthafi bardagans hér á landi. „Jæja er einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ sagði Áslaug á Twitter, en hún hefur nú eytt færslunni og birt afsökunarbeiðni vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi í dag. Málið vakti talsverð athygli enda er það hlutverk allsherjar- og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðlum. Þá hefur allsherjar- og menntamálanefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkt ályktun þess efnis að vernda eigi eignarrétt rafræns efnis og að til þess þurfi að leita leiða til þess að skapa samkeppnishæft umhverfi löglegra efnisveitna. Áslaug Arna hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins.Aðalheiður Dögg segir að auka þurfi fræðslu.vísir/sigurjónÖllum velkomið að sækja sér fræðslu Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, hvetur bæði embættismenn og almenning að sækja sér fræðslu til Myndstefs um höfundarréttarlög. „Okkur þykir ummælin mjög miður. Það er mjög leiðinlegt sjá embættismann sérstaklega tala svona, hvort sem það er á Twitter eða annars staðar. En okkur þykir ummælin sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því,“ segir Aðalheiður Dögg. „Vissulega væri betra ef fólk myndi kynna sér málið betur þess vegna viljum við endilega bjóða henni Áslaugu og fleirum upp á kynningar hjá okkur þannig að svona mál komi ekki upp aftur,“ segir Aðalheiður. Tengdar fréttir Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00 Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Myndstef segir að skortur sé á almennri þekkingu á höfundarrétti hér á landi og býður embættismönnum og almenningi að sækja sér fræðslu hjá samtökunum, þeim að kostnaðarlausu. Samtökin harma ummæli formanns allsherjar- og menntamálanefndar, sem óskaði um helgina eftir upplýsingum um hvar hægt væri að nálgast höfundarréttarvarið efni á netinu, án þess að greiða fyrir það.Vissi betur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins, lét téð ummæli falla á Twitter síðu sinni áður en bardagi þeirra Floyds Mayweather og Conors McGregor hófst. Um er að ræða höfundarréttarvarið efni en rétt er að taka fram að Stöð 2 Sport var rétthafi bardagans hér á landi. „Jæja er einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ sagði Áslaug á Twitter, en hún hefur nú eytt færslunni og birt afsökunarbeiðni vegna málsins, líkt og greint var frá á Vísi í dag. Málið vakti talsverð athygli enda er það hlutverk allsherjar- og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðlum. Þá hefur allsherjar- og menntamálanefnd Sjálfstæðisflokksins samþykkt ályktun þess efnis að vernda eigi eignarrétt rafræns efnis og að til þess þurfi að leita leiða til þess að skapa samkeppnishæft umhverfi löglegra efnisveitna. Áslaug Arna hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins.Aðalheiður Dögg segir að auka þurfi fræðslu.vísir/sigurjónÖllum velkomið að sækja sér fræðslu Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs, hvetur bæði embættismenn og almenning að sækja sér fræðslu til Myndstefs um höfundarréttarlög. „Okkur þykir ummælin mjög miður. Það er mjög leiðinlegt sjá embættismann sérstaklega tala svona, hvort sem það er á Twitter eða annars staðar. En okkur þykir ummælin sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því,“ segir Aðalheiður Dögg. „Vissulega væri betra ef fólk myndi kynna sér málið betur þess vegna viljum við endilega bjóða henni Áslaugu og fleirum upp á kynningar hjá okkur þannig að svona mál komi ekki upp aftur,“ segir Aðalheiður.
Tengdar fréttir Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00 Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Áslaug vildi streyma bardaganum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 07:00
Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. 30. ágúst 2017 12:40