Sagðist hafa orðið fyrir árás en skar í raun sjálfan sig Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 12:15 Joshua Lee Witt var ekki með vinsæla klippingu nýnasista þegar hann tilkynnti um árásina en var það á prófílmyndinni sem fylgdi vinsælli færslu hans á Facebook. Lögreglan í Sheridan Bandarískur maður sem hélt því fram að hann hefði verið stunginn fyrir að líta út eins og nýnasisti hefur viðurkennt að hafa logið að lögreglunni. Hann reyndist hafa skorið sjálfan sig þegar hann tók nýjan hníf úr umbúðum. Saga Joshua Lee Witt fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrr í þessum mánuði og tóku sumir hægrisinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News hana upp. Var hún nefnd sem dæmi um áráshneigðan vinstrisinna sem réðist á hvítt fólk. Facebook-færslu Witt þar sem hann hélt því fram að á hann hefði verið ráðist vegna þess að hann leit út eins og nýnasisti hefur verið dreift tugþúsund sinnum. Hárgreiðsla Witt átti að hafa verið það sem gaf árásarmanninum tilefni til að ætla að hann væri nýnasisti.Vinsælt er hjá nýnasistum og hvítum þjóðernissinnum að hafa rakaðar hliðar. Myndin er frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville fyrr í mánuðinum.Vísir/AFPWitt hélt því fram að svartur maður hafi veist að sér á bílastæði við hamborgarastað í Koloradó um miðjan mánuðinn. Árásarmaðurinn hafi spurt hann hvort að hann væri nýnasisti og síðan reynt að stinga hann með hnífi. Witt hafi skorist á hendi þegar hann bar hana fyrir sig. Lýsti Witt árásarmanninum við lögreglu og sagði hann hafa flúið hlaupandi eftir árásina. Lögreglu grunaði hins vegar strax að maðkur væri í mysunni, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Engin önnur vitni voru að árásinni og ekkert kom heldur fram á öryggismyndavélum. Þá sást Witt á upptöku úr öryggismyndavél í verslun festa kaup á hníf.Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi andfasistum um að bera ábyrgð á ofbeldi til jafns við nýnasista og aðra hvíta þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Saga Witt var notuð til að styðja mál Trump um ofbeldisfulla vinstrimenn.Vísir/AFPVið aðra yfirheyrslu í síðustu viku viðurkenndi Witt svo að hann hefði logið. Hann hafi í raun skorið sig á hendinni þegar hann var að taka umbúðir utan af hníf sem hann hafði keypt. Witt var handtekinn í kjölfarið. Hann á yfir höfði sér sekt og jafnvel árs fangelsi verði hann fundinn sekur um að gefa lögreglu falska skýrslu. Svo virðist sem að frétt Fox News um árásina sem aldrei var hafi verið tekin niður af vefsíðu miðilisins. Fyrirsögn fréttar Fox hafði verið „Andfasisti stingur saklausan mann vegna „nýnasistahárgreiðslu““. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Bandarískur maður sem hélt því fram að hann hefði verið stunginn fyrir að líta út eins og nýnasisti hefur viðurkennt að hafa logið að lögreglunni. Hann reyndist hafa skorið sjálfan sig þegar hann tók nýjan hníf úr umbúðum. Saga Joshua Lee Witt fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla fyrr í þessum mánuði og tóku sumir hægrisinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News hana upp. Var hún nefnd sem dæmi um áráshneigðan vinstrisinna sem réðist á hvítt fólk. Facebook-færslu Witt þar sem hann hélt því fram að á hann hefði verið ráðist vegna þess að hann leit út eins og nýnasisti hefur verið dreift tugþúsund sinnum. Hárgreiðsla Witt átti að hafa verið það sem gaf árásarmanninum tilefni til að ætla að hann væri nýnasisti.Vinsælt er hjá nýnasistum og hvítum þjóðernissinnum að hafa rakaðar hliðar. Myndin er frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville fyrr í mánuðinum.Vísir/AFPWitt hélt því fram að svartur maður hafi veist að sér á bílastæði við hamborgarastað í Koloradó um miðjan mánuðinn. Árásarmaðurinn hafi spurt hann hvort að hann væri nýnasisti og síðan reynt að stinga hann með hnífi. Witt hafi skorist á hendi þegar hann bar hana fyrir sig. Lýsti Witt árásarmanninum við lögreglu og sagði hann hafa flúið hlaupandi eftir árásina. Lögreglu grunaði hins vegar strax að maðkur væri í mysunni, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Engin önnur vitni voru að árásinni og ekkert kom heldur fram á öryggismyndavélum. Þá sást Witt á upptöku úr öryggismyndavél í verslun festa kaup á hníf.Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi andfasistum um að bera ábyrgð á ofbeldi til jafns við nýnasista og aðra hvíta þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Saga Witt var notuð til að styðja mál Trump um ofbeldisfulla vinstrimenn.Vísir/AFPVið aðra yfirheyrslu í síðustu viku viðurkenndi Witt svo að hann hefði logið. Hann hafi í raun skorið sig á hendinni þegar hann var að taka umbúðir utan af hníf sem hann hafði keypt. Witt var handtekinn í kjölfarið. Hann á yfir höfði sér sekt og jafnvel árs fangelsi verði hann fundinn sekur um að gefa lögreglu falska skýrslu. Svo virðist sem að frétt Fox News um árásina sem aldrei var hafi verið tekin niður af vefsíðu miðilisins. Fyrirsögn fréttar Fox hafði verið „Andfasisti stingur saklausan mann vegna „nýnasistahárgreiðslu““.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira