Fossar til framtíðar í stað Hvalárvirkjunar Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Nýlega ferðuðumst við undirritaðir fótgangandi með allt á bakinu um fyrirhugað virkjanasvæði Hvalár á Ströndum. Við skoðuðum virkjanasvæðið í heild sinni og gengum eftir þremur helstu vatnsföllunum endilöngum; Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará. Í þessum ám eru hundruð fossa og mörg tilkomumikil gljúfur. Við gengum einnig eftir heiðum sem stendur til að leggja undir risastórt uppistöðulón og gistum þar í tjaldi, áður en aftur var haldið niður eftir dölum og gljúfrum þar sem árnar renna í sjó fram. Náttúrufegurðinni er erfitt að lýsa, en auk fossa í öllum stærðum og gerðum blöstu við okkur tjarnir með fuglum og flóru, afskekkt heiðavötn, og strendur þaktar rekaviði. Einstakt veður gerði upplifun okkar á fegurð svæðisins enn sterkari en ella.Hvalárvirkjun – úlfur í sauðagæru? Við teljum að mikið skorti á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar um fyrirhugaða virkjun í Hvalá og Eyvindarfjarðará. Þetta á sérstaklega við um neikvæð áhrif virkjunarinnar á víðernin á Ströndum, svæði sem teljast meðal helstu náttúruperla Vestfjarða. Ósnortin víðerni eru ekki ótæmandi auðlind enda hafa þau verið skert um 70% á Íslandi á síðustu 70 árum. Staðsetning virkjunarinnar er sérlega viðkvæm, rétt við þröskuld friðlandsins á Hornströndum. Við viljum einnig minna á að í náttúruverndarlögum njóta fossar sérstakrar verndar. Hvalárvirkjun hefur sífellt verið að stækka á teikniborðinu, og er nú 55 MW, sem er langt umfram orkuþörf Vestfjarða. Nafnið er úlfur í sauðagæru, enda ljóst að auk þeirra 35 MW sem fást með virkjun Hvalár og Rjúkanda bætast 20 MW við með virkjun Eyvindarfjarðarár. Réttara heiti væri því Hvalár-, Rjúkanda- og Eyvindarfjarðarárvirkjun, en í síðastnefndu ánni eru flestir af tilkomumestu fossunum – fossar sem heimamenn segja okkur að þeir myndu sjá mest eftir.Nýtt umhverfismat Það er ótrúlegt að svo breyttri „Hvalárvirkjun“ hafi verið laumað í gegnum þarsíðustu Rammaáætlun, án nauðsynlegrar kynningar og umræðu. Það ferli virðist götótt og kanna þarf hvort reglum hafi verið fylgt. Við teljum eðlilega kröfu að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði metin að nýju, ekki síst fyrir þá staðreynd að nú er ljóst að tugir tilkomumikilla fossa í Eyvindarfjarðará munu að mestu þurrkast upp. Okkur hefur fundist umræðan um Hvalárvirkjun of einsleit og lítið rætt um aðra valkosti en virkjun til að styrkja byggð í Árneshreppi og efla atvinnulíf á Vestfjörðum. Við erum sannfærðir um að tækifæri framtíðar liggi fremur í aukinni ferðamennsku þar sem ósnortin víðerni eru í öndvegi.Einn af tilkomumestu fossunum í Eyvindarfjarðará á Ströndum.Fossadagatal í 30 daga og stuttmynd Við mynduðum hátt í hundruð fossa í ferð okkar, suma úr lofti með dróna. Fossarnir hafa margir hverjir ekki sést áður á mynd en stærstu fossarnir, Drynjandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarárfossar og Hvalárfossar, teljast að okkar mati í hópi tilkomumestu fossa landsins. Við höfum ákveðið að birta myndir okkar af 30 helstu fossunum á Facebook frá og með 1. september og kynna þannig einn foss á dag í 30 daga. Stuttur texti fylgir myndunum sem tala sínu máli og munu vonandi hjálpa fólki að taka upplýsta ákvörðun um fyrirhuguð virkjanaáform. Fossamyndirnar ætlum við síðan að prenta út í lit og gefa út sem „Fossadagatal“ sem sent verður á alþingismenn, ráðherra, sveitarstjórnir á Vestfjörðum, landeigendur sem selt hafa vatnsréttindi sín í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði, stjórnarmenn í HS Orku og Vesturverki, forsvarsmenn Landsnets, Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landverndar. Loks vinnum við að gerð stutts myndbands þar sem raskið af virkjuninni er útskýrt með þrívíddarhönnun. Kostnað berum við sjálfir – enda teljum við málefnið afar brýnt og mikilvægt: að vernda náttúru landsins svo komandi kynslóðir fái að njóta hennar.Höfundar eru læknar og áhugamenn um útivist og náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nýlega ferðuðumst við undirritaðir fótgangandi með allt á bakinu um fyrirhugað virkjanasvæði Hvalár á Ströndum. Við skoðuðum virkjanasvæðið í heild sinni og gengum eftir þremur helstu vatnsföllunum endilöngum; Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará. Í þessum ám eru hundruð fossa og mörg tilkomumikil gljúfur. Við gengum einnig eftir heiðum sem stendur til að leggja undir risastórt uppistöðulón og gistum þar í tjaldi, áður en aftur var haldið niður eftir dölum og gljúfrum þar sem árnar renna í sjó fram. Náttúrufegurðinni er erfitt að lýsa, en auk fossa í öllum stærðum og gerðum blöstu við okkur tjarnir með fuglum og flóru, afskekkt heiðavötn, og strendur þaktar rekaviði. Einstakt veður gerði upplifun okkar á fegurð svæðisins enn sterkari en ella.Hvalárvirkjun – úlfur í sauðagæru? Við teljum að mikið skorti á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar um fyrirhugaða virkjun í Hvalá og Eyvindarfjarðará. Þetta á sérstaklega við um neikvæð áhrif virkjunarinnar á víðernin á Ströndum, svæði sem teljast meðal helstu náttúruperla Vestfjarða. Ósnortin víðerni eru ekki ótæmandi auðlind enda hafa þau verið skert um 70% á Íslandi á síðustu 70 árum. Staðsetning virkjunarinnar er sérlega viðkvæm, rétt við þröskuld friðlandsins á Hornströndum. Við viljum einnig minna á að í náttúruverndarlögum njóta fossar sérstakrar verndar. Hvalárvirkjun hefur sífellt verið að stækka á teikniborðinu, og er nú 55 MW, sem er langt umfram orkuþörf Vestfjarða. Nafnið er úlfur í sauðagæru, enda ljóst að auk þeirra 35 MW sem fást með virkjun Hvalár og Rjúkanda bætast 20 MW við með virkjun Eyvindarfjarðarár. Réttara heiti væri því Hvalár-, Rjúkanda- og Eyvindarfjarðarárvirkjun, en í síðastnefndu ánni eru flestir af tilkomumestu fossunum – fossar sem heimamenn segja okkur að þeir myndu sjá mest eftir.Nýtt umhverfismat Það er ótrúlegt að svo breyttri „Hvalárvirkjun“ hafi verið laumað í gegnum þarsíðustu Rammaáætlun, án nauðsynlegrar kynningar og umræðu. Það ferli virðist götótt og kanna þarf hvort reglum hafi verið fylgt. Við teljum eðlilega kröfu að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði metin að nýju, ekki síst fyrir þá staðreynd að nú er ljóst að tugir tilkomumikilla fossa í Eyvindarfjarðará munu að mestu þurrkast upp. Okkur hefur fundist umræðan um Hvalárvirkjun of einsleit og lítið rætt um aðra valkosti en virkjun til að styrkja byggð í Árneshreppi og efla atvinnulíf á Vestfjörðum. Við erum sannfærðir um að tækifæri framtíðar liggi fremur í aukinni ferðamennsku þar sem ósnortin víðerni eru í öndvegi.Einn af tilkomumestu fossunum í Eyvindarfjarðará á Ströndum.Fossadagatal í 30 daga og stuttmynd Við mynduðum hátt í hundruð fossa í ferð okkar, suma úr lofti með dróna. Fossarnir hafa margir hverjir ekki sést áður á mynd en stærstu fossarnir, Drynjandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarárfossar og Hvalárfossar, teljast að okkar mati í hópi tilkomumestu fossa landsins. Við höfum ákveðið að birta myndir okkar af 30 helstu fossunum á Facebook frá og með 1. september og kynna þannig einn foss á dag í 30 daga. Stuttur texti fylgir myndunum sem tala sínu máli og munu vonandi hjálpa fólki að taka upplýsta ákvörðun um fyrirhuguð virkjanaáform. Fossamyndirnar ætlum við síðan að prenta út í lit og gefa út sem „Fossadagatal“ sem sent verður á alþingismenn, ráðherra, sveitarstjórnir á Vestfjörðum, landeigendur sem selt hafa vatnsréttindi sín í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði, stjórnarmenn í HS Orku og Vesturverki, forsvarsmenn Landsnets, Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landverndar. Loks vinnum við að gerð stutts myndbands þar sem raskið af virkjuninni er útskýrt með þrívíddarhönnun. Kostnað berum við sjálfir – enda teljum við málefnið afar brýnt og mikilvægt: að vernda náttúru landsins svo komandi kynslóðir fái að njóta hennar.Höfundar eru læknar og áhugamenn um útivist og náttúruvernd.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar